Með fróðleik í fararnesti - ferðir FÍ og HÍ
14.01.2013
Ferðafélag Íslands og Háskóli Íslands halda áfram samstarfi sínu um gönguferðir undir heitinu ,,Með fróðleik í fararnesti, " þar sem leiðsögumenn koma úr röðum Háskóla Íslands. Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ segir að þetta verkefni hafa gengið sérlega vel undanfarin tvö ár og ánægjulegt að samstarfið haldi áfram.