Fréttir

Ekkert ferðaveður á Fimmvörðuhálsi

Ekkert ferðaveður á Fimmvörðuhálsi

Veðurfarsbreytingar og lífríki sjávar á Íslandi

Dr. Ólafur S. Ástþórsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnuninni, heldur erindi á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags.  Erindið verður flutt mánudaginn 29. mars kl. 17:15 í stofu 132 í Öskju, Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands.  Aðgangur er öllum heimill og ókeypis. Í erindinu verður vikið að straumakerfi og langtímasveiflum í umhverfisskilyrðum í hafinu við Ísland og á hvern hátt veðurfar getur haft áhrif á lífverur sjávar. Þá verður greint frá því sem vitað er um breytingar á lífríki sjávar frá hlýjum árum milli 1925-1945 og frá köldum árum milli 1965-1971. Loks verður fjallað um þær breytingar á lífríkinu í sjónum við Ísland sem tengja má hlýnuninni síðan 1996. Frá seinasta tímabilinu er vitneskjan ítarlegust og á því hafa m.a. orðið verulegar tilfærslur í útbreiðslu og stofnstærðum margra hryggleysingja, nytjafiska og sjaldséðra fisktegunda, sjófugla og spendýra. Þá hafa á undanförunum árum fundist við landið margar nýjar tegundir bæði fiska og hryggleysingja sem greint verður frá."

Yfirlit yfir gönguleiðina á Fimmvörðuháls

Jakob Hálfdánarson félagi í Ferðafélaginu hefur unnið nokkrar glærur sem sýna kennileiti á gönguleiðinni og staðsetningu gossins. Glærurnar gefa ágæta mynd af leiðinni. Skoða glærur Jakobs >>

Fræðslukvöld um Fimmvörðuháls

Miðvikudagskvöldið 31. mars heldur Ferðafélag Íslands fræðslukvöld um eldgosið á Fimmvörðuhálsi. Þar koma Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og Steinunn Jakobsdóttir jarðeðlisfræðingur og skýra í máli og myndum frá eldgosinu, þróun þess og líklegri framvindu. Haraldur Sigurðsson er heimsþekktur eldfjallafræðingur sem hefur á langri starfsævi unnið að rannsóknum á eldfjöllum víða um heiminn og sett fram kenningar og niðurstöður sem vakið hafa athygli um víða veröld. Haraldur hefur sett á fót Eldfjallasafnið í Stykkishólmi og veitir því forstöðu auk þess að sinna rannsóknum og fyrirlestrahaldi. Haraldur heldur úti síðu á netinu um eldfjöll og virkni þeirra. Steinunn Jakobsdóttir jarðeðlisfræðingur er verkefnastjóri jarðváreftirlits á Veðurstofu Íslands en sú stofnun vakir yfir öllum eldfjöllum Íslands. Fræðslukvöldið hefst kl. 20.00 og aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Ekki eru kaffiveitingar eins á á myndakvöldum félagsins.

Heldur dró úr krafti gossins í nótt

Heldur dró úr krafti gossins í nótt

Ekkert ferðaveður á Fimmvörðuhálsi

Ekkert ferðaveður á Fimmvörðuhálsi

Þurftu aðstoð á Mýrdalsjökli

Þurftu aðstoð á Mýrdalsjökli

Ferðamenn aðstoðaðir á Fimmvörðuhálsi í nótt

Ferðamenn aðstoðaðir á Fimmvörðuhálsi í nótt

Ekkert ferðaveður á gossvæðinu

Ekkert ferðaveður á gossvæðinu

Vellir gætu lokast mánuðum saman

Vellir gætu lokast mánuðum saman