Fullbókað er í fyrstu sumarleyfisferð FÍ , sögugöngu um Vesturland þar sem ástir og afbrýðisemi, kænska og karlmennska koma mikið við sögu. Sigrún Valbergsdóttir er fararstjóri í ferðinni og Magnús Jónsson leiðsögumaður. Tæplega 40 manns eru skráðir í ferðina og fjölmargir á biðlista. Sigrún fararstjóri var afar ánægð með undirtektirnar. ,,,Þetta er mjög skemmtilegt viðfangsefni og þegar við göngum um þessar söguslóðir lifnar leiksviðið allt við með lýsingum Magnúsar," segir leikstjórinn Sigrún. Þegar er fullbókað í fjölmargar sumarleyfisferðir FÍ og skráning í ferðir aldrei verið meiri.