Í gær, 25. mars. gekk hópur undir fararstjórn Þórðar Marelssonar á Esjuna. Strax upp við stein og síðar á Þverfellhorni sá hópurinn vel gosmökk og gufur sem stíga upp frá gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi. Ætla má að á meðan veður helst gott verði hægt að sjá gosmökkinn stíga frá eldstöðinni úr töluverði fjarlægð. Þetta er skemmtileg viðbót við annars frábært útsýni af Esjunni.