Aðsóknarmet á myndakvöldi
18.02.2010
Myndakvöld FÍ með Helga Björnssyni jöklafræðingi og Þóru Ellen Þórhallsdóttur líffræðingi sló aðsóknarmet vetrarins en 250 gestir mættu til að hlýða á erindi hjónanna og myndasýningar. Gestir fræddust um eðli jökla, íhuguðu hvort fæddur myndi sá Íslendingur sem fengi að sigla inn í Esjufjöll eftir Breiðamerkurfirði og sátu andaktugir undir fyrirlestri Þóru Ellenar um verðmæti íslensks landslag, sérstöðu þess og ýmsar rannsóknir því tengdar.
Hinar sívinsælu kaffiveitingar voru á sínum stað. Sigurvegari í ljósmyndasamkeppni FÍ tók á móti verðlaunum og menn hittu gamla ferðafélaga, treystu vinaböndin og skiptust á skoðunum og fréttum úr heimi fjallaferða og útivistar.