Fréttir

Heimilt að fara gangandi á Fimmvörðuháls

  Fólki er heimilt að fara gangandi upp á Fimmvörðuháls en gerir það á eigin ábyrgð.  Ferðafélag Íslands tekur undir með deildarstjóra almannavarna hjá ríkislögreglustjóra að gönguferð á Fimmvörðuháls á þessum árstíma sé aðeins fyrir vana og  vel útbúna göngumenn.  Vegalengd frá Skógum upp á Fimmvörðuháls er um 11 km og hæðarhækkun um 1000 metrar.  Þá er göngufæri mjög þungt á köflum um þessar mundir.  Fimmvörðuháls er að auki vel þekktur sem mikið  veðravíti ef svo ber undir og veður á hálsinum getur verið mun verra en í byggð.  Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ segir að félagið muni á næstunni bjóða upp á gönguferðir að gosstöðvum með fararstjórum til að tryggja öryggi göngumanna.

Fræðslukvöld FÍ um gosið á Fimmvörðuháls

Ferðafélag Islands stendur fyrir fræðslukvöldi um eldgosið á Fimmvörðuhalsi nk miðvikudagskvöld kl. 20 í sal felagsins Mörkinni 6.  Þá mæta vísindamenn og kynna gosið í máli og myndum fyrir ferðafólki.

Árbók FÍ 2009 tilnefnd til bókmenntaverðlaun Hagþenkis

Árbók Ferðafelags Islands 2009 um Vestmannaeyjar sem Guðjon Armann Eyjolfsson hefur verið tilnefnd til bokmenntaverðlaun Hagþenkis.

Skíðaferðum aflýst

Skíðaferðum aflýst Skíðaferðum FÍ,  frá Þingvöllum yfir í Hvalfjörð, skíðadögum á Hesteyri og gönguskíðaferð í Landmannalaugar hefur verið aflýst vegna snjóleysis, krapa ofl.

Heimilt að fara gangandi á Fimmvörðuháls

Fólki er heimilt að fara gangandi upp á Fimmvörðuháls en gerir það á eigin ábyrgð.  Ferðafélag Íslands tekur undir með deildarstjóra almannavarna hjá ríkislögreglustjóra að gönguferð á Fimmvörðuháls á þessum árstíma sé aðeins fyrir vana og  vel útbúna göngumenn.  Vegalengd frá Skógum upp á Fimmvörðuháls er um 16 km og hæðarhækkun um 1000 metrar.  Þá er göngufæri mjög þungt á köflum um þessar mundir.  Fimmvörðuháls er að auki vel þekktur sem mikið  veðravíti ef svo ber undir og veður á hálsinum getur verið mun verra en í byggð.  Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ segir að félagið muni á næstunni bjóða upp á gönguferðir að gosstöðvum með fararstjórum til að tryggja öryggi göngumanna.

Skíðaferðum aflýst

Skíðaferðum FÍ,  frá Þingvöllum yfir í Hvalfjörð, skíðadögum á Hesteyri og gönguskíðaferð í Landmannalaugar hefur verið aflýst vegna snjóleysis, krapa ofl.

Ævintýri á gönguskíðum

Um páskana efnir Ferðafélag Íslands til skíðaferðar að Hesteyri í Jökulfjörðum. Þessi ferð hefur verið á dagskrá undanfarna vetur og bregst ekki að þátttakendur koma með himinsælir með stjörnur í augum heim á ný. „Þetta er algerlega frábær upplifun meðal refa og hárra fjalla. Hvort sem snjór nær niður í fjöru eða miðjar hlíðar verður hverjum degi varið í gönguferðir á fæti eða á skíðum," sagði Sigrún Valbergsdóttir fararstjóri. „Stemmningin í gamla Læknishúsinu er einstök og notaleg og vinnur hópurinn saman að matargerð, situr saman við mat og drykk og svo er söngur og sagnamennska á kvöldin." Allur matur til ferðarinnar er keyptur inn sameiginlega en er ekki innifalinn í verði. Skíðamenn víða um land eru hnípnir og vondaufir um þessar mundir vegna snjóleysis en rannsóknir sýna að nægur snjór er norður í Jökulfjörðum og þangað hægt að sækja um páska þá unaðslegu upplifun sem aðeins fæst með skíðagöngu um fjöll og firnindi stórbrotinnar náttúru í hópi glaðra ferðafélaga. Látið ekki happ úr hendi sleppa og bókið far meðan enn eru laus sæti.

"Fylgjumst grannt með framvindu mála"

"Við fylgjumst grannt með framvindu mála í gosinu á Fimmvörðuhálsi," segir Ólafur Örn Haraldsson forseti Ferðafélagsins. "Við hvetjum alla ferðalanga til að gæta fyllsta öryggis og fara að fyrirmælum almannavarna. Við höfum vakandi auga með framvindu mála ekki síst vegna þeirra eigna Ferðafélagsins sem eru í námunda við gosið. Enn sem komið er virðist sem betur fer ekki stafa nein hætta að þeim." Minnt skal á að vegurinn inn í Þórsmörk er enn lokaður og ekkert sem bendir til að því verði aflétt um sinn. Gosið tekur stöðugum breytingum og án efa fylgjast allir áhugamenn um náttúru Íslands spenntir með.

Vor í Árneshreppi

Ferðafélag Íslands efnir til sumarmálaferðar undir yfirskriftinni: Vor í Árneshreppi.  Dvalið verður í þrjá daga á Valgeirsstöðum í Norðurfirði við fjallgöngur á sjaldfarna og tignarlega tinda í nágrenninu, sundferðir og rannsóknir á litríkri sögu staðarins í fortíð og nútíð. Þátttakendur fara á eigin bílum úr Reykjavík norður í Árneshrepp á sumardaginn fyrsta 22. apríl. Haft verður samflot að fornum sið og áð á völdum stöðum á leiðinni. Síldarminjasafnið á Djúpuvík heimsótt undir leiðsögn staðarhaldara og þaðan ekið út að Gjögri og gengið á Reykjaneshyrnu síðdegis til að átta sig . Undir kvöld koma menn sér fyrir á Valgeirsstöðum og demba sér í sund í Krossnesi um kvöldið. Daginn eftir, á föstudag, er gengið á Kálfatinda sem gnæfa tignarlegir yfir Norðurfirði og af lokinni sundferð er kvöldmatur og kvöldvaka. Á laugardegi er gengið á Töflu eða Finnbogastaðafjall og síðdegis eigum við stefnumót við fróða heimamenn sem segja okkur frá sögu sveitarinnar og undarlegum hlutum sem hún geymir. Á sunnudegi taka menn saman og aka heimleiðis með viðkomu á merkum sögustöðum í Árneshreppi. Verð er kr. 18.000/22.000. Fararstjórar eru Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir. Innifalið í verði er gisting á Valgeirsstöðum og fararstjórn.

70 fengu páskaegg

70 manns tóku þátt í páskaeggjagöngu Ferðafélags Íslands og Góu á Móskarðshnúka í vonskuveðri i dag. Allhvass vindur var af austri og gekk á með dimmum éljum. Jókst veðurhæðin talsvert eftir því sem ofar dró og varla stætt í hviðum þegar komið var upp á brún. Allstór hluti hópsins gekk þó að heita má alla leið en nokkrir sneru frá við Bláhnúk. En allir fengu páskaegg að launum og konan á myndinni var svo heppin að fá þetta risaegg í sérstöku happdrætti að lokum.