Fréttir

Eldgos á Fimmvörðuhálsi

Eldgos á Fimmvörðuhálsi Mynd tekin úr TF SIF í nótt. Eldgos sem hófst rétt fyrir miðnætti, hefur færst í aukana eftir því sem liðið hefur á nóttina. Eldgosið er í Eyjafjallajökli en kvikan kemur upp í Fimmvörðuhálsi. Hættuástandi hefur ekki verið aflýst. English | Deutsch | Svenska | Polskie Gossprungan er milli 0,5-1 km á lengd og liggur frá suðvestri til norðausturs. Tólf kvikustrókar eru á sprungunni og var kvikustrókavirkni mjög jöfn milli kl. 4-7 í morgun. Hraun rennur frá sprungunni stutta leið til austurs en meginhraunstraumurinn rennur til vesturs. Þetta kemur fram í skýrslu úr flugi Landhelgisgæslunnar á TF-SIF í nótt.  Lítilsháttar gosmökkur er frá gosinu en hann nær ekki meira en um 1 km í loft upp. Gosmökkinn leggur beint til vesturs. Áhrif af gosinu eru mjög staðbundin enn sem komið er. Ekki var hægt að meta nákvæmlega umfang vestara hraunstraumsins sökum aðstæðna við gosstöðvarnar, samkvæmt skýrslunni. Hér má sjá myndskeið sem Karl Sigtryggsson, kvikmyndatökumaður Sjónvarpsins tók úr úr flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, rétt fyrir klukkan átta í morgun. Horfa Hér má sjá annað myndskeið sem tekið var úr  TF-SIF, yfir gossvæðinu í nótt.  Horfa Sendur var út aukafréttatími í Sjónvarpinu klukkan átta í morgun. Horfa Samhæfingarmiðstöð Almannavarna í Skógarhlíð í Reykjavík hefur verið virkjuð. Fólki er bent á að fylgjast með fréttum í útvarpi en forðast að valda óþarfa álagi á símkerfi á Suðurlandi.  Boðað hefur verið til blaðamannafundar kl. 11. 00 í Félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli.   Fylgst er náið með framvindu gossins og unnið samkvæmt neyðarstigi viðbragðsáætlunar almannavarna.  Útsending í Ríkisútvarpinu verður send út á samtengdum rásum til klukkan ellefu. TF-Líf, flugvél Landhelgisgæslunnar, flaug yfir jökulinn og samkvæmt mælingum hennar er gossprungan um kílómeter að lengd og norðarlega í Fimmvörðuhálsi. Mynd: Hreinn Óskarsson í Odda á Rangárvöllum. Fyrstu viðbrögð jarðvísindamanna eru að þetta sé óvenjuleg eldvirkni með tilliti til þeirra jarðskjálfta sem verið hafi í námunda við jökulinn. Reyndar hefur aðeins tvisvar áður gosið í Eyjafjallajökli á sögulegum tíma. Árin 1612 og 1821 til 1823. Rýmingu lokið Rýmingu er lokið í grennd við Eyjafjallajökul. Sveinn Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli segir að vel hafi gengið að ná sambandi við alla á svæðinu. Öskufalls hafi orðið vart í Fljótshlíð og í Landeyjum. Hann brýnir fyrir fólki að vera ekki að gera sér ferð austur. Alls hafa 430-450 skráð sig í miðstöðina á Hvolsvelli. Flestir hafa fengið gistingu á Hvolsvelli, Hellu og nágrenni.  10-20 gista í miðstöðinni á Hvolsvelli. Fyrir fjórum árum var haldinn rýmingaræfing á svæðinu og svo er að sjá sem sú æfing hafi skilað sér í því að íbúar viti nákvæmlega hvað beri að gera. Bændum verður heimilt að fara inn á lokuð svæði í hópum í birtingu til þess að sinna búpeningi. Vegum lokað vegna gossins Lögreglan hefur lokað Suðurlandsvegi á þremur stöðum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli; Við Hvolsvöll, við Markarfljót og Vík. Þá hefur Fljótshlíðarvegi verið lokað við Sunnuhvol. Lögreglan biður íbúa höfuðborgarsvæðisins og nágrennis að gera sér ekki ferð austur yfir fjall. Þetta er gert til þess að íbúar á hættusvæðum geti rýmt heimili sín og komist í öruggt skjól. Þjóðveginum verður lokað í austurátt við Selfoss. Víðir Reynisson, deildarstjóri Almannavarna, segir að um leið og fer að birta verði fólki bent á hvar hægt verður að sjá gosið. Mynd: Mynd: Jón Benediktsson, Hvolsvelli. Flugvöllum lokað vegna eldgossins Hjördís Guðmundsdóttir hjá Flugstoðum segir að ákveðin viðbrögð fari af stað við eldgos. Allri umferð við landið sé lokað 120 sjómílur í kringum gosið. Þetta þýði að búið sé að loka Keflavíkurflugvelli, Reykjavíkurflugvelli og Akureyrarflugvelli. Egilsstaðaflugvöllur er opinn og segir Hjördís þetta sýna hversu mikilvægt sé að vera með aukaflugvöll sem sé fullfær um að sinna alþjóðlegu flugi. Hjördís bendir á að öllu flugi hafi verið snúið suður af landinu svo ekki sé hætta á því að gosefni fari í hreyfla vélanna. Gosmökkurinn liggur í norðvestur. Gosmökkurinn úr Eyjafjallajökli sést á gervihnattamyndum. Þær má sjá hér. Áætlunum þriggja flugvéla Icelandair hefur verið breytt vegna gossins. Vél frá Orlando og annarri frá Seattle hefur verið snúið til Boston. Vél frá Boston var snúið til baka. Hætta á að sprungan nái að jöklinum Jarðvísindamenn sem fóru með þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-Líf, yfir gossvæðið segja gosið norðarlega í Fimmvörðuhálsi, milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls. Gossprungan virðist vera 1 km að lengd og liggur í norðaustur-suðvestur. Lágir gosstrókar koma úr sprungunni og lítil aska sjáanleg. Þyrlan er lent í Vestmannaeyjum og bíður þar átekta, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Þar sem eldgosið í Eyjafjallajökli kemur upp í Fimmvörðuháls er ekki talin jafn mikil hætta á flóðum. Gosið kemur því ekki upp undir íshellu jökulsins eins og er. Gunnar Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir þó að vaxandi hætta sé á því að gossprunga rifni í átt að jöklinum en það myndi auka líkur á gosi. Fyrstu viðbrögð jarðvísindamanna eru að þetta sé óvenjuleg eldvirkni með tilliti til þeirra jarðskjálfta sem verið hafi í námunda við jökulinn. Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyrir er fyrir ofan byggðina á Skógum og segir að gosið í Eyjafjallajökli sé beint upp af Skógarfossi. Bjarminn hafi aukist. Allir séu búnir að rýma í Skógum og sé allt í góðu lagi þar. Steinunn Jakobsdóttir, jarðfræðingur á Veðurstofunni, segir að gosið sé nálgægt Fimmvörðuhálsi, en þar er kunnug og vinsæl gönguleið. Lítil virkni sé á jarðskjálftamælum. Gosmökkurinn sé ekki enn komin í 3 kílómetra hæð en þá sjáist hann á radar. Hún segir að á meðan gosmökkur sjáist ekki á radar sé ekki mikil hætta á eldingum. Gosið sé frekar súrt og því þykkt hraun og seigfljótandi sem komi upp. Gosið sé ekki undir íshellunni. Horfa má á gosið í beinni útsendingu úr myndavél Ríkisútvarpsins í Búrfelli. Smellið hér til að horfa. Einnig má horfa á útsendinguna í Sjónvarpinu.

Gossprunga á Fimmvörðuhálsi

Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug yfir gosstöðina í nótt og sást þokkalega til jarðeldsins, þrátt fyrir vonskuveður. Með í för þyrlunnar var Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, og skoðaði það sem sýnilegt var. Hálfs kílómetra löng sprungan frá norðaustri til suðvesturs í norðanverðum Fimmvörðuhálsinum, á milli Mýrdalsjökuls og Eyjafjallajökuls. Magnús Tumi segir að allt að fimmtán strókar hafi sést koma upp úr sprungunni, en ekki virtist renna mikið hraun frá þessum gosstrókum. Þórarinn frettir@ruv.is

Eldgos á Fimmvörðuhálsi

Eldgos á Fimmvörðuhálsi nd tekin úr TF SIF í nótt. Eldgos sem hófst rétt fyrir miðnætti, hefur færst í aukana eftir því sem liðið hefur á nóttina. Eldgosið er í Eyjafjallajökli en kvikan kemur upp í Fimmvörðuhálsi. Hættuástandi hefur ekki verið aflýst. English | Deutsch | Svenska Gossprungan er milli 0,5-1 km á lengd og liggur frá suðvestri til norðausturs. Tólf kvikustrókar eru á sprungunni og var kvikustrókavirkni mjög jöfn milli kl. 4-7 í morgun. Hraun rennur frá sprungunni stutta leið til austurs en meginhraunstraumurinn rennur til vesturs. Þetta kemur fram í skýrslu úr flugi Landhelgisgæslunnar á TF-SIF í nótt.  Lítilsháttar gosmökkur er frá gosinu en hann nær ekki meira en um 1 km í loft upp. Gosmökkinn leggur beint til vesturs. Áhrif af gosinu eru mjög staðbundin enn sem komið er. Ekki var hægt að meta nákvæmlega umfang vestara hraunstraumsins sökum aðstæðna við gosstöðvarnar, samkvæmt skýrslunni. Hér má sjá myndskeið sem Karl Sigtryggsson, kvikmyndatökumaður Sjónvarpsins tók úr úr flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, rétt fyrir klukkan átta í morgun. Horfa Hér má sjá annað myndskeið sem tekið var úr  TF-SIF, yfir gossvæðinu í nótt.  Horfa Sendur var út aukafréttatími í Sjónvarpinu klukkan átta í morgun. Horfa Samhæfingarmiðstöð Almannavarna í Skógarhlíð í Reykjavík hefur verið virkjuð. Fólki er bent á að fylgjast með fréttum í útvarpi en forðast að valda óþarfa álagi á símkerfi á Suðurlandi.  Boðað hefur verið til blaðamannafundar kl. 11. 00 í Félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli.   Fylgst er náið með framvindu gossins og unnið samkvæmt neyðarstigi viðbragðsáætlunar almannavarna.  Útsending í Ríkisútvarpinu verður send út á samtengdum rásum til klukkan ellefu. TF-Líf, flugvél Landhelgisgæslunnar, flaug yfir jökulinn og samkvæmt mælingum hennar er gossprungan um kílómeter að lengd og norðarlega í Fimmvörðuhálsi.

Eldgos á Fimmvörðuhálsi

Eldgos á Fimmvörðuhálsi Mynd tekin úr TF SIF í nótt. Eldgos sem hófst rétt fyrir miðnætti, hefur færst í aukana eftir því sem liðið hefur á nóttina. Eldgosið er í Eyjafjallajökli en kvikan kemur upp í Fimmvörðuhálsi. Hættuástandi hefur ekki verið aflýst. English | Deutsch | Svenska Gossprungan er milli 0,5-1 km á lengd og liggur frá suðvestri til norðausturs. Tólf kvikustrókar eru á sprungunni og var kvikustrókavirkni mjög jöfn milli kl. 4-7 í morgun. Hraun rennur frá sprungunni stutta leið til austurs en meginhraunstraumurinn rennur til vesturs. Þetta kemur fram í skýrslu úr flugi Landhelgisgæslunnar á TF-SIF í nótt.  Lítilsháttar gosmökkur er frá gosinu en hann nær ekki meira en um 1 km í loft upp. Gosmökkinn leggur beint til vesturs. Áhrif af gosinu eru mjög staðbundin enn sem komið er. Ekki var hægt að meta nákvæmlega umfang vestara hraunstraumsins sökum aðstæðna við gosstöðvarnar, samkvæmt skýrslunni. Hér má sjá myndskeið sem Karl Sigtryggsson, kvikmyndatökumaður Sjónvarpsins tók úr úr flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, rétt fyrir klukkan átta í morgun. Horfa Hér má sjá annað myndskeið sem tekið var úr  TF-SIF, yfir gossvæðinu í nótt.  Horfa Sendur var út aukafréttatími í Sjónvarpinu klukkan átta í morgun. Horfa Samhæfingarmiðstöð Almannavarna í Skógarhlíð í Reykjavík hefur verið virkjuð. Fólki er bent á að fylgjast með fréttum í útvarpi en forðast að valda óþarfa álagi á símkerfi á Suðurlandi.  Boðað hefur verið til blaðamannafundar kl. 11. 00 í Félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli.   Fylgst er náið með framvindu gossins og unnið samkvæmt neyðarstigi viðbragðsáætlunar almannavarna.  Útsending í Ríkisútvarpinu verður send út á samtengdum rásum til klukkan ellefu. TF-Líf, flugvél Landhelgisgæslunnar, flaug yfir jökulinn og samkvæmt mælingum hennar er gossprungan um kílómeter að lengd og norðarlega í Fimmvörðuhálsi.

Eldgos á Fimmvörðuhálsi

Eldgos á Fimmvörðuhálsi Mynd tekin úr TF SIF í nótt. Eldgos sem hófst rétt fyrir miðnætti, hefur færst í aukana eftir því sem liðið hefur á nóttina. Eldgosið er í Eyjafjallajökli en kvikan kemur upp í Fimmvörðuhálsi. Hættuástandi hefur ekki verið aflýst. English | Deutsch | Svenska Gossprungan er milli 0,5-1 km á lengd og liggur frá suðvestri til norðausturs. Tólf kvikustrókar eru á sprungunni og var kvikustrókavirkni mjög jöfn milli kl. 4-7 í morgun. Hraun rennur frá sprungunni stutta leið til austurs en meginhraunstraumurinn rennur til vesturs. Þetta kemur fram í skýrslu úr flugi Landhelgisgæslunnar á TF-SIF í nótt.  Lítilsháttar gosmökkur er frá gosinu en hann nær ekki meira en um 1 km í loft upp. Gosmökkinn leggur beint til vesturs. Áhrif af gosinu eru mjög staðbundin enn sem komið er. Ekki var hægt að meta nákvæmlega umfang vestara hraunstraumsins sökum aðstæðna við gosstöðvarnar, samkvæmt skýrslunni. Hér má sjá myndskeið sem Karl Sigtryggsson, kvikmyndatökumaður Sjónvarpsins tók úr úr flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, rétt fyrir klukkan átta í morgun. Horfa Hér má sjá annað myndskeið sem tekið var úr  TF-SIF, yfir gossvæðinu í nótt.  Horfa Sendur var út aukafréttatími í Sjónvarpinu klukkan átta í morgun. Horfa Samhæfingarmiðstöð Almannavarna í Skógarhlíð í Reykjavík hefur verið virkjuð. Fólki er bent á að fylgjast með fréttum í útvarpi en forðast að valda óþarfa álagi á símkerfi á Suðurlandi.  Boðað hefur verið til blaðamannafundar kl. 11. 00 í Félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli.   Fylgst er náið með framvindu gossins og unnið samkvæmt neyðarstigi viðbragðsáætlunar almannavarna.  Útsending í Ríkisútvarpinu verður send út á samtengdum rásum til klukkan ellefu. TF-Líf, flugvél Landhelgisgæslunnar, flaug yfir jökulinn og samkvæmt mælingum hennar er gossprungan um kílómeter að lengd og norðarlega í Fimmvörðuhálsi.

Almannavarnir meta stöðuna

Almannavarnir meta stöðuna Almannavarnanefnd situr nú á fundi á Hvolsvelli með sveitarstjórnarmönnum og sýslumanni þar sem staðan er metin og afstaða tekin til þess hvort rýmingu verði viðhaldið og hvort þjóðvegurinn um svæðið verði lokaðir áfram. Magnús Tumi Guðmundsson og Steinunn Jakobsdóttir, jarðeðlisfræðingar sitja einnig fundinn.  Bændum hefur verið hleypt inn á svæðið til að sinna skepnum sínum. Þeir fyrstu fóru um klukkan hálf sjö í morgun og fengu nokkra klukkutíma til að sinna helstu verkum og þurftu þá að yfirgefa svæðið. frettir@ruv.is

Húsfyllir á myndakvöldi

Christopher Lund og Haukur Snorrason troðfylltu sal Ferðafélags Íslands á myndakvöldi í gærkvöldi. Myndir þeirra félaga vöktu mikla athygli og aðdáun, sérstaklega myndir Lunds frá Langasjó og nágrenni. Loftmyndir Hauks fengu einnig sterk viðbrögð og líflegar frásagnir þeirra félaga kölluðu á fjölda spurninga úr sal. Firnagóð stemmning og fróðleikur að ógleymdum kaffiveitingum í hléi. Talnaglöggir töldu að rúmlega 200 manns hefðu verið á staðnum.

Útivera kemur út á ný

Tímaritið Útivera kemur út á ný nú á vormánuðum. Það er fyrirtækið Athygli sem gefur blaðið út og ritstjóri þess verður Valþór Hlöðversson en í þriggja manna ritnefnd sitja Gunnar Hólm Hjálmarsson, Ragnheiður Davíðsdóttir og Páll Ásgeir Ásgeirsson. Útivera mun eins og áður fjalla um útiveru, ferðalög, fjallgöngur og íslenska náttúru í sem víðustum skilningi.

Húsfyllir á myndakvöldi

Christopher Lund og Haukur Snorrason troðfylltu sal Ferðafélags Íslands á myndakvöldi í gærkvöldi. Myndir þeirra félaga vöktu mikla athygli og aðdáun, sérstaklega myndir Lunds frá Langasjó og nágrenni. Loftmyndir Hauks fengu einnig sterk viðbrögð og líflegar frásagnir þeirra félaga kölluðu á fjölda spurninga úr sal. Firnagóð stemmning og fróðleikur að ógleymdum kaffiveitingum í hléi. Talnaglöggir töldu að rúmlega 200 manns hefðu verið á staðnum.

Fyrirlestur um ferð á Everest

Fimmtudaginn 18. mars, verður sérstakur fyrirlestur á Hótel Hilton Nordica sem er haldinn á vegum Félags Íslenskra Fjallalækna Þar mun Michael P. Grocott,  halda fyrirlestur um ferð sína og félaga sinna á Mt. Everest vorið 2007, The Xtreme Everest Expedition.