Fréttir

Eitt fjall á viku, sunnudagur 7. febrúar,

Eitt fjall á viku sunnudaginn 7. febrúar, sjá upplýsingar hér á heimasíðunni, www.fi.is/eittfjall

Eins og heitar lummur

"Ég man ekki eftir öðrum eins viðtökum," sagði Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Frá því að áætlun FÍ var dreift til félagsmanna og almennings s.l föstudag hefur síminn á skrifstofu félagsins ekki hætt að hringja. Á fáeinum dögum eru 6-8 ferðir algerlega uppseldar og óðum að fyllast í nokkrar í viðbót. Hinn sívinsæli Laugavegur milli Landmannalauga og Þórsmerkur selst hraðast en Hornstrandaferðir njóta einnig mikilla vinsælda svo og háfjallagöngur á Hvannadalshnúk, Hrútfjallstinda og Þverártindsegg.

Námskeið; vetrarferðir og fjallamennska

FÍ býður upp á námskeið 6. - 7. febrúar sem hugsað er sem kynning á vetrarferða- og fjallamennsku fyrir útivistarfólk sem vill víkka sjóndeildarhringinn og takast á við vetraraðstæður. Farið er yfir grundvallaratriði s.s. leiðarval, mat á snjóflóðahættu, veðurfræði, göngu og klifur á mannbroddum, notkun ísaxa og annars öryggisútbúnaðar. Námskeiðið er fyrir alla í ágætis líkamlegu formi og engrar reynslu af vetraferðamennsku er krafist. Námskeiðið fer fram í Skíðadal á Tröllaskaga og verður einn af fjölmörgum tindum svæðisins klifinn á námskeiðinu. Umsjónarmaður er Jökull Bergmann. 

Göngu- og fjallaæfingar fyrir ferðafélaga

Heilsuborg býður nú ferðafélögum upp á fjallgöngunámsskeið fyrir sumarið.  Námskeiðin eru tilvalin fyrir göngu- og fjallgöngufólk tl að komast í form fyrir sumarið.  Ný námskeið eru að hefjast.

Ferðafélag Ísafjarðar endurreist

Boðað hefur verið til aðalfundar Ferðafélags Ísafjarðar þar sem áformað er að endurreisa félagið. Ferðafélag Ísafjarðar var stofnað fyrst 1949 og starfaði til 1957. Næst var félagið endurvakið 1979 og starfaði þá með nokkurri reisn í 6-7 ár en lagðist svo í dvala á ný.  

,,Eigum að vera hugsjónafélag," segir forseti FÍ

„Mikið líf og fjör er í stafsemi Ferðafélags Íslands þessi misserin og starfið fjölbreytt, skemmtilegt og gefandi.  Þar kemur til stóraukinn áhugi fólks á útveru og ferðalögum en ekki síður að almenningur telur grunngildin í starfsemi félagsins nú eiga erindi við sig," segir Ólafur Örn Haraldsson forseti Ferðafélags Íslands í tilefni af útgáfu ferðaáætlunar FÍ.

,,Hressilegar áskoranir," segir formaður ferðanefndar

Margar nýungar eru í ferðaáætlun Ferðafélags Íslands fyrir árið 2010. Má þar nefna nokkrar sumarleyfisferða félagsins hafa ekki áður verið á dagskrá og einnig er boðið upp á fjölmargar helgar- og dagsferðir sem ekki hafa boðist áður. Nýjungar eru dæmis daglegar jökulgöngur úr Þórsmörk á Eyjafjallajökul snemma sumars og einnig ferðir um Friðland að fjallabaki sem er umfjöllunarefni Árbókar FÍ í ár. „Yngra fólk leitar í auknum mæli til okkar og er opið fyrir hressilegum áskorunum, eins og verkefninu 52 fjöll sem við fórum af stað með í ársbyrjun. Ferðafélagið mætir vaxandi áhuga yngra fólks með mikilli ánægju," segir Sigrún Valbergsdóttir formaður ferðanefndar Ferðafélags Íslands.

Mikill áhugi og eitthvað við allra hæfi

,,Það er ánægjulegt að sjá aukinn áhuga landsmanna á gönguferðum, fjallgöngurm og útiveru almennt.  Við höfum skynjað þennan aukna áhuga nú sl. ár en sumarið 2009 var metár hin síðari ár hjá félaginu, " segir Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ.  ,, Í nýútkominn ferðaáætlun er boðið upp á fjölbreyttar ferðir, allt frá léttum gönguferðum í byggð yfir í erfiðar fjallgöngur á hæstu tinda landsins, og allt frá barnavagnagöngum yfir í eldri borgara ferðir, þannig að allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í ferðaáætlunni, "segir Páll

Ferðaáætlun FÍ 2010 komin út

Ferðaáætlun FÍ 2010 er nú komin út og má finna allar ferðir sumarsins í áætluninni og hér á heimasíðunni. ,,Hressilegar áskoranir," segir formaður ferðanefndar FÍ. Áætlunin má skoða hér >> 

Ferðaáætlun FÍ 2010 í prentsmiðju

Ferðaáætlun FÍ 2010 er nú í prentsmiðju og kemur til dreifingar til félagsmanna í lok vikunnar.  Ferðaáætlunin er full af áhugaverðum ferðum, dagsferðum, helgarferðum og sumarleyfisferðum, auk skíðaferða og námskeiða af ýmsu tagi. Um leið og ferðaáætlunin kemur út, eða frá og með föstudeginum 29. janúar verður byrjað að bóka í ferðir.  Ný heimasíða FÍ opnar í dag og verða þar allar ferðir í áæltuninni og pdf skjal af Ferðaáæltuninni.