Torfajökull í efsta sæti
19.11.2009
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur lokið umfangsmiklum rannsóknum á náttúrufari og verndargildi háhitasvæða á Íslandi. Niðurstöðurnar eru nú aðgengilegar almenningi á vef Náttúrufræðistofnunar.
Skemmst er frá því að segja á á lista yfir tíu verðmætustu háhitasvæði landsins er Torfajökulssvæðið í efsta sæti en það er talið einstætt í sinni röð í heiminum.
Þess má geta að næsta árbók Ferðafélags Íslands fjallar um Torfajökulssvæðið og er höfundur hennar Ólafur Örn Haraldsson núverandi forseti félagsins.