Vinnuferð í Emstrur
14.09.2009
Fóstrar í skála Ferðafélags Íslands í Botnum á Emstrum fóru í frágangsferð í skálann um helgina. Þorsteinn Eiríksson fóstri segir að vinnuferðin hafi gengið vel. ,,Ég hef aldrei séð eins mikið í Gilsánni og nú og hún var var örugglega allt að 200 metra breið en við fundum gott vað," Tekið var til hendinni í skálunum og gengið frá fyrir veturinnn.