Á dögunum rituðu Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ og Páll Sigurðsson lagaprófessor við Háskóla Íslands undir ritsamning þess efnis að Páll Sigurðsson skrifar árbók FÍ 2012 um Skagafjörð. Þá liggja fyrir ritsamningar við árbókarhöfunda fram til ársins 2013. Áríð 2010 fjallar árbók FÍ um Torfajökulssvæðið og Friðland að fjallabaki, 2011 um Dalina, 2012 um Skagafjörð og 2013 um Vopnafjörð og Melrakkasléttu. Höfundar eru Árni Björnsson þjóðháttarfræðingur, Ólafur Örn Haraldsson forseti FÍ, Páll Sigurðsson lagaprófessor og Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur.