Fréttir

Borgfirsku Alparnir á morgun sunnudag

Ferðafélag Íslands hefur alltaf kappkostað að bjóða almenningi upp á ferðir um Ísland og þá ekki síður um þá hluta sem eru síður þekktir en hinar allra vinsælustu ferðamannaslóðir. Á morgun, sunnudaginn 16. ágúst verður boðið upp á gönguferð sem ber yfirskriftina: Borgfirsku alparnir: Háleiksvatn og Grjótárvatn. sjá nánar »

Fjölskyldudagur í Heiðmörk

Ferðafélag Barnanna stendur fyrir fjölskyldudegi í Heiðmörk næstkomandi laugardag. Léttar gönguferðir, ratleikir, sprell og allir fá hollt og gott grænmeti. Ingó mætir og dagskráin stendur frá 14:00- 16:00.  Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir.

Örfá sæti laus í Fossagönguna um helgina

Örfá sæti eru laus í hina stórskemmtilegu gönguferð Fossagönguna í Gnúpverjaafrétti um næstu helgi.  Tæplega 30 manns eru skráðir í ferðina en hámarksfjöldi er 30.  Fararstjórar eru  hinar sívinsælu Sigþrúður Jónsdóttir og Björg Eva Erlendsdóttir, báðar heimamenn úr Gnúpverjahreppi.   Gengið með Þjórsá að vestan og skoðaðir 3 stórfossar hennar, Kjálkaversfoss, Dynkur og Gljúfurleitarfoss. Að auki er gengið á tignarsmiðina Ófærutanga og Geldingatanga.

Fjölskylduferð í Þórsmörk um næstu helgi

María, María í Þórsmörk Í kjölfar þess að íslenskt fjármálakerfi hrundi til grunna hafa margir Íslendingar endurmetið viðhorf sitt til þess hver eru þau raunveruleg verðmæti sem lífið býður upp á. Að vonum líta margir til fortíðar með eftirsjá þegar lífið var einfaldara, fábrotnara og einhvern veginn skemmtilegra.

Borgfirsku alpanir

Ferðafélag Íslands hefur alltaf kappkostað að bjóða almenningi upp á ferðir um Ísland og þá ekki síður um þá hluta sem eru síður þekktir en hinar allra vinsælustu ferðamannaslóðir. Um miðjan ágúst í sumar verður boðið upp á gönguferð sem ber yfirskriftina: Borgfirsku alparnir: Háleiksvatn og Grjótárvatn.

Aukaferð á Arnarvatnsheiði í ágúst

Sumarleyfisferðir FÍ eru sérlega vel bókaðar í sumar. Flestar ferðir eru fullbókaðar og hafa verið settar upp nokkrar aukaferðir.  Nú er boðið upp á aukaferð á Arnarvatnsheiði í ágúst., Með eilífðinni á Arnarvatnsheiði  Surtshellir, gígur, hraun og veiði , síðsumarstemming, berjamó og fyrstu haustlitir.  Fararstjóri í ferðinni er Sigrún Valbergsdóttir leikstjóri og varaforseti FÍ.

Ferðafélag barnanna á Laugaveginum

Fullbókað var í ferð Ferðafélags barnanna um Laugaveginn sem lauk í gær í Þórsmörk.. Alls tíu foreldrar og 12 börn voru í hópnum sem gekk Laugaveginn með hefðbundnum hætti á fjórum dögum.  Þá er einnig fullbókað í  unglingaferð FÍ Halló Bolungarvík - Reykjarfjörður sem hefst eftir verslunarmannahelgi.

Nokkur sæti laus í kvennaferð um Laugaveginn

Nokkur sæti eru laus í kvennaferð FÍ um Laugaveginn í ágúst.  Kvennaferðir eru eins og nafnið gefur til kynna aðeins ætlaðar konum og eru auk sérstakar dekurferðir, ekki síst þegar kemur að matseðlinum í dagslok. Sjá nánar um ferðina undir ferðir.

Félagsmenn munið eftir að greiða árgjaldið

Árbók FÍ um Vestmannaeyjar hefur verið afar vel tekið en bókin kom út í júní.  Bókin er ríkulega myndskreytt og í henni eru fjölda korta um Vestmannaeyjar og ekki síst er textinn skrifaður af f'ádæma þekkingu höfundar og úrvalsliðs aðstoðarmanna.  Félagsmenn í Ferðafélaginu eru minntir á að greiða árgjaldið og fá þá árbókina senda heim.

Myndir úr Þjórsárveraferð FÍ

Myndir úr Þjórsárveraferð FÍ í sumar í fararstjórn Gísla Más Gíslasonar og Þóru Ellenar Þórhallsdóttur má sjá með þv að smella hér