Fréttir

Emstrur - Þórsmörk - 19.09

Brottför kl.8 og ekið inn á Emstrur. Genginn síðasti áfangi Laugavegarins af Emstrum um Almenninga til Þórsmerkur og er gangan tileinkuð 30 ára afmæli þessarar víðfrægu gönguleiðar. Grillveisla og haustlitadýrð í Þórsmörkinni. Gist í Skagfjörðsskála Langadal. 16.000 / 14.000

Þórisgil í Brynjudal-Glymur í Botnsdal - 13.9.2009

Gangan hefst rétt innan Hrísakots í Brynjudal. Gengið upp úr dalnum, upp með Þórisgili og yfir í Botnsdal. Ef veður og aðstæður leifa verður gengið upp með Glymsgili og komið á þann stað sem Glymur sést allur. Gangan endar síðan  við hliðið hjá Stóra-Botni í Botnsdal. Nánar í: Gönguleiðir upp úr Botni Hvalfjarðar, útg FÍ 2007 6.000 / 4.000

Óvissuferð - 05.09 2009

Brottför kl. 8 laugardaginn 5. sept. frá Mörkinni 6 út í óvissuna. Enginn veit hvert skal haldið og eða hvort hægt er að komast þangað. Komið til baka seinnipart sunnudags. 14.000 / 12.000

D23 - Umhverfis Laxness- þátttaka ókeypis

Lagt af stað frá Mörkinni 6,  þann 06.09   k.l 10:30 í einkabílum. Bílum lagt fyrir neðan Gljúfrastein. Gengið á Grímarsfell, niður að Helgufossi og í fótspor Nóbelskáldsins meðfram Kaldá. Mikið berjaland er á leiðinni. Endað við Gljúfrastein. Þátttaka ókeypis, allir velkomnir.

Árbók FÍ 2012 - Skagafjörður vestan vatna

Á dögunum rituðu Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ og Páll Sigurðsson lagaprófessor við Háskóla Íslands undir ritsamning þess efnis að Páll Sigurðsson skrifar árbók FÍ 2012 um Skagafjörð. Þá liggja fyrir ritsamningar við árbókarhöfunda fram til ársins 2013.  Áríð 2010 fjallar árbók FÍ um Torfajökulssvæðið og Friðland að fjallabaki, 2011 um Dalina, 2012 um Skagafjörð og 2013 um Vopnafjörð og Melrakkasléttu.  Höfundar eru Árni Björnsson þjóðháttarfræðingur, Ólafur Örn Haraldsson forseti FÍ, Páll Sigurðsson lagaprófessor og Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur.

Vatnaleiðin - nýtt fræðslurit FÍ komið út.

Vatnaleiðin, nýtt fræðslurit FÍ er nú komið út og er hið 15. í ritröðinni.   Reynir Ingibjartsson skrifar leiðarlýsingu og fróðleik. Fjölmargir lögðu til myndir í ritið sem er 82 bls og hefur að geyma fjölda korta af gönguleiðum á svæðinu.  Ólafur Valsson sá um kortagerð og Sögumiðlun, Gyða Björnsdóttir braut um ritið.   Í útgáfunefnd FÍ sitja Birgir Guðmundsson, Pálmi Bjarnason og Birgir Sigurðsson.  Ritið er fáanlegt á skrifstofu FÍ sem og í öllum helstu bókaverslunum.

Næstu ferðir - Síldarmannagötur og Botnssúlur

Fullbókað er í næstu ferðir FÍ þ.e.  Laugavegsferð á miðvikudag og matarmenningu á hverju strái. Laust er í spennandi dagsferðir um næstu helgi, annars vegar um Síldarmannagötur og hins vegar á Botnssúlur.  Sjá nánar undir ferðir.

Í slóð Jónasar yfir Nýabæjarfjall

Ferðafélag Skagfirðinga og Ferðafélagið Hörgur gengust sameiginlega fyrir göngu yfir Nýjabæjarfjall. Var gengið frá Skatastöðum í Austurdal í Skagafirði yfir í Villingadal í Eyjafirði laugardaginn 25. júlí og tók ferðin 14 tíma.

Allir út - allir í Heiðmörk

Ferðafélag Barnanna stendur fyrir fjölskylduhátíð í Heiðmörk í dag og hefst dagskráin kl. 14.  Meðal annars er boðið upp á ratleik, gönguferðir, Ingó úr Veðurguðunum og grænmetisveislu. Ljóst er að veðurblíða mun leika við borgarbúa í dag og því um að gera fyrir alla að drífa sig út og skella sér upp í Heiðmörk.  Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.

Fjölskyldu- og útivistarhátíð í Heiðmörk

Ferðafélag Íslands stofnaði nýlega Ferðafélag barnanna. Markmið hins nýja félags er að stuðla að heilbrigðri útivist fyrir fjölskyldur í náttúru landsins. Aðalbakhjarl Ferðafélags barnanna er Nýja Kaupþing. Að þessu tilefni er efnt til fjölskyldu- og útivistarhátíðar í Heiðmörk  n.k. laugardag 15. ágúst kl 14 - 16.