Fréttir

Fjallganga á Kvígindsfell í september

Ferðafélag Íslands efnir til göngu á Kvígindisfell (783 m) laugardaginn 12. september. Lagt verður af stað frá Mörkinni 6 kl. 10.30. Kvígindisfell er á mörkum Árnessýslu og Borgarfjarðarsýslu, nálægt Uxahryggjaleið, um klukkustundar akstur frá Reykjavík. Mjög víðsýnt er af fjallinu, en til þessa hefur ekki verið ýkja tíðförult á það.

Enn umferð á Laugaveginum - öryggisnet skálavarða

Þrátt fyrir að verulega hafi dregið úr umferð göngufólks um Laugaveginn er enn töluverður fjöldi göngumanna enn á ferð á leiðinni.  Rétt er að benda veður geta orðið válynd á haustdögum og því afar mikilvægt að vera vel búinn og fylgjast með veðurspá áður en lagt er af stað.  Skálaverðir Ferðafélagsins verða í skálum fram í september eftir því sem umferð og ástæða er til.  Gríðarlegt öryggisnet skálavarða FÍ hefur virkað mjög vel í sumar en allir ferðalangar hafa verið skráðir inn og út úr skálum og fylgst með ferðum þeirra.  Ferðamenn hafa kunnað þessari gæslu afar vel og glaðir látið vita af ferðum sínum og ekki síst þegar komið er í Þórsmörk, þá koma margir göngumenn veifandi til skálavarða ,, ég er kominn,"

Nemendur Smáraskóla í Laugavegsgöngu

Um 40 nemendur Smáraskóla í Kópavogi eru nú í Laugavegsgöngu á vegum FÍ.  Hópurinn lagði af stað frá Smáraskóla í gærmorgun og er Laugavegurinn genginn með hefðbundnum hætti. Í næstu viku fer stór hópur frá Smáraskóla í hjólaferð um Fjallabak en ferðirnar hafa lengi verið hluti af námi nemenda í skólanum. 

Draugaferð í haustmyrkri

Samkvæmt könnun árið 2000 trúðu 78% Íslendinga á líf eftir dauðann og kemur niðurstaðan sjálfsagt engum á óvart. Allir hafa fengið gæsahúð yfir góðri draugasögu við réttar kringumstæður. Ferðafélag Íslands byggði sitt fyrsta sæluhús í Hvítárnesi við Hvítárvatn árið 1929 og allt frá fyrstu tíð hafa gengið magnaðar sögur af reimleikum á staðnum.

Óvissuferð 5. september

Hin árlega óvissuferð FÍ er um næstu helgi, laugardaginn 5. september.   Í óvissuferðum FÍ veit enginn hvert skal haldið, eða hvort hægt er að komast þangað.  Nánast fullbókað er í óvissuferðina um helgina þegar 30 þátttakendur halda út í óvissuna.  Fararstjóri er Sigurður Kristjánsson og hann var ekki alveg viss um hvenær hann kæmi til baka.

Umhverfis Laxness

Ferðafélag Íslands stendur fyrir gönguferð á slóðum Halldórs Laxness um næstu helgi, sunnudaginn 6. september.  Fararstjóri er Pétur Ármannsson arkitekt. Þátttaka er ókeypis, allir velkomnir.

Mikil þátttaka í starfsemi Ferðafélagsins

Gríðarlegur vöxtur hefur orðið á öllum sviðum hjá Ferðafélagi Íslands (FÍ) í sumar, að sögn Ólafs Arnar Haraldssonar, forseta FÍ. Það á jafnt við um þátttöku í ferðum, aðsókn að skálum og spurn eftir bæklingum og árbókum félagsins.

Þórisgil í Brynjudal-Glymur í Botnsdal 13. september

Ferðafélagið stendur fyrir gönguferð í Þórisgil og yfir í Botnsdal 13. september nk.  Sjá nánar undir ferðir og í þessari frétt.

Emstrur - Þórsmörk - 19.09

Brottför kl.8 og ekið inn á Emstrur. Genginn síðasti áfangi Laugavegarins af Emstrum um Almenninga til Þórsmerkur og er gangan tileinkuð 30 ára afmæli þessarar víðfrægu gönguleiðar. Grillveisla og haustlitadýrð í Þórsmörkinni. Gist í Skagfjörðsskála Langadal. 16.000 / 14.000

Þórisgil í Brynjudal-Glymur í Botnsdal - 13.9.2009

Gangan hefst rétt innan Hrísakots í Brynjudal. Gengið upp úr dalnum, upp með Þórisgili og yfir í Botnsdal. Ef veður og aðstæður leifa verður gengið upp með Glymsgili og komið á þann stað sem Glymur sést allur. Gangan endar síðan  við hliðið hjá Stóra-Botni í Botnsdal. Nánar í: Gönguleiðir upp úr Botni Hvalfjarðar, útg FÍ 2007 6.000 / 4.000