Gjald innheimt á ferðamannastöðum?
04.11.2009
Unnur Halldórsdóttir, nýkjörinn formaður Ferðamálasamtaka Íslands sagði í fréttum Ríkisútvarpsins að gjaldtaka af gestum á vinsælum ferðamannastöðum væri óhjákvæmileg innan fárra ára. Hægt er að hlusta á viðtalið við Unni hér.
Unnur taldi í sama viðtali líklegt að fjöldi erlendra ferðamanna á Íslandi næði einni milljón árlega innan skamms tíma. Hún taldi rétt að hefja opinskáa umræðu um það hvernig gjaldtöku af þessu tagi yrði best háttað til þess að sem best sátt næðist um málið innan ferðaþjónustunnar.