Ferðaáætlun FÍ 2010 er nú í lokavinnslu. Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ segir að áætlunin sé full af áhugaverðum og spennandi ferðum. ,,Þetta er áætlun á mjög breiðum skala, allt frá örgöngum um göngustíga í borginni yfir í klifur á hæstu tinda landsins og allt þar á milli, í formi sumarleyfisferða, helgarferða, dagsferða, skíðaferða og jeppaferða," Ferðaáætlunin kemur út um miðjan janúar og er þá send heim til allra félagsmanna en fer auk þess í myndarlega dreifingu. ,,Það er gaman að minna á ferðaáætlunina nú fyrir jólin því gjafakort í ferðir með FÍ er tilvalin jólagjöf ferðafélagans