Fréttir

Gleðileg hátíð - jólakveðjur frá Ferðafélagi Íslands

Ferðafélag Íslands sendir öllum félagsmönnum, samstarfsaðilum, vinum og velunnurum innilegar jóla- og nýárskveðjur og þakkar ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.   

Vaktsími skála

Vaktsími skála Ferðafélags Íslands yfir jólahátíðina er 854-1214. Hægt er að nálgast lykla að skálum félagsins með því að hringja í númerið og mæla sér mót við starfsmann.

Skrifstofan lokuð á aðfangadag

Skrifstofa FÍ er lokuð á aðfangadag. Vaktsími skála yfir jólahátíðina er 854-1214.

Smákökuganga á sólstöðum

Tæplega 20 manns tóku þátt í sérstakri sólstöðugöngu Ferðafélags Íslands sem farin var sunnudaginn 20.des. Gengið var á Kerhólakamb á Esju og farið upp frá Esjubergi. Þetta er gamalkunnug leið sem naut mikilla vinsælda á árum áður. Seinna var lagður göngustígur frá Mógilsá að Þverfellshorni og þá lögðust göngur á Kerhólakamb af. Þátttakendur höfðu meðferðis sýnishorn af jólabakstri og skiptust á smákökum þegar upp á fjallið var komið. Leiðin upp á Kerhólakamb er jafna brattari en sú á Þverfellshornið en útsýni af kambinum er að mörgu leyti víðara og betra þar sérstaklega til vesturs. Það var tindahöfðinginn Þórhallur Ólafsson sem leiddi gönguna fyrir Ferðafélagið og þrátt fyrir norðanstreng efst á fjallinu var veður gott og göngumenn sælir með afrek sitt á sólstöðum vetrar. Sólstaðnir göngumenn á Kerhólakambi á sunnudaginn.

Göngugleði 13. desember - ferðasaga

Hraunið þarna er um 4-5 þúsund ára gamalt og rann úr Hrútagjá nyrst í Móhálsadal sem er milli Sveifluháls og Núpshlíðarháls og er hraunið kennt við Hrútagjárdyngju. Svæðið heitir Hraunin og er á náttúruminjaskrá. 

Ferðaáætlun FÍ 2010 - gjafakort í ferðir

Ferðaáætlun FÍ 2010 er nú í lokavinnslu. Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ segir að áætlunin sé full af áhugaverðum og spennandi ferðum. ,,Þetta er áætlun á mjög breiðum skala, allt frá örgöngum um göngustíga í borginni yfir í klifur á hæstu tinda landsins og allt þar á milli,  í formi sumarleyfisferða, helgarferða, dagsferða, skíðaferða og jeppaferða,"  Ferðaáætlunin kemur út um miðjan janúar og er þá send heim til allra félagsmanna en fer auk þess í myndarlega dreifingu.  ,,Það er gaman að minna á ferðaáætlunina nú fyrir jólin því gjafakort í ferðir með FÍ er tilvalin jólagjöf ferðafélagans

Vetrarsólstöðuganga FÍ / jólasmákökuganga

Vetrarsólstöðuganga FÍ verður sunnudaginn 20.desember.  Þá verður gengið á Kerhólakamb, upp frá Esjubergi og yfir á Þverfellshorn og komið niður við bílastæðið við Mógilsá.  Lagt verður af stað í rútu frá Mörkinni 6 kl. 9.00.  Komið er til baka um miðjan dag.  Þátttakendur skulu taka með sér sýnishorn af jólabakkelsinu og deila með öðrum í nestisstoppi.  Besta jólasmákakan fær verðlaun.  Fararstjórar í ferðinni eru Þórhallur Ólafsson og Páll Guðmundsson.  Verð er kr. 1000, allir velkomnir.  Takið með ykkur nesti og góðan búnað.

Göngugleði - ferðasaga 6. desember

Sunnudaginn 6. desember mættu  göngugarpar á vegginn í Mörkinni. Þar sem roðinn í austri gaf fyrirheit um bjartan og fallegan dag, kom ekki annað til greina en að ganga á gott útsýnisfjall og var Skálafell (574 m) á Hellisheiði fyrir valinu.

Ferðafélag barnanna býður til leiksýningar

Ferðafélag barnanna og FÍ bjóða til leiksýningar á leikritið Ævintýrið um augastein sunnudaginn 13. desember kl. 12.00.  Leikritið er eftir Felix Bergsson leikara og fararstjóra hjá Ferðafélaginu en hann leikur einleik í þessari fallegu sýningu.

Fréttapóstur 8. des

Fréttapóstur frá Ferðafélagi Íslands 8. desember.  Fréttapóstur er sendur út reglulega á póstlista FÍ. Hægt er að skrá sig á póstlistann hér á heimasíðunni.