Afmæli Laugavegarins
26.09.2009
19. september var þess minnst að 30 ár voru liðin frá fyrstu skipulögðu göngu Ferðafélags Íslands um Laugaveginn milli Landmannalauga og Þórsmerkur.
Afmælisgangan fór þannig fram að ekið var frá Reykjavík að morgni laugardags inn á Emstrur og gengið frá Emstruskála niður í Langadal í Þórsmörk. Þessi leið er síðasta dagleið hins hefðbundna Laugavegar.
Farþegar í afmælisferðinni hrepptu sérlega fallegt veður og Kristján M. Baldursson fararstjóri sagði í samtali við heimasíðu FÍ að fegurð fjalla og jökla og logandi haustlitir hefðu heillað alla sem sáu.