Fréttir

Hornstrandafarar veðurtepptir

Hornstrandafarar sem í dag áttu að sigla frá Ísafirði til Hlöðuvíkur í ferðinni ,,Spennandi millileiðir fyrir sóldýrkendur og aðra fjallafíkla" er veðurtepptir á Ísafirði þar sem ófært er í sjóinn.  Guðmundur Hallvarðsson er fararstjóri í ferðinni og ætlaði nú í morgunsárið að bjóða upp á gönguferð um Ísafjarðarbæ.

Stór hópur á Jarlhettuslóðum

Stór hópur Ferðafélagsins er nú á leið um Jarlhettuslóðir,  gönguleiðinni frá Bláfellshálsi að Laugarvatni.  Gengið er frá Skálpanesi, um Jarlhettur og Jarlhettudal, að Hagavatni og Einifelli, yfir nýja brú FÍ á Farinu að Hlöðuvöllum, að Karli og Kerlingu undir Skjaldberið og loks um Klukkuskarð niður að Laugarvatni.  Ólafur Örn Haraldsson er fararstjóri í ferðinni og var á fyrsta degi meðal annars gengið á Tröllhettu sem er næsthæst Jarlhettna.

Grásleppugöngur á Esjuna - frábært veður í dag

Góð mæting var í grásleppugöngu FÍ í gær á Esjuna en boðið er upp á þrjár grásleppugöngur þessa vikuna og er næstu göngur í dag og á morgun. Gönguferðir á Esjuna, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag.  Þátttökugjald er 10 grásleppur eða kr. 1000,- í hverja ferð. Allar göngurnar hefjast kl.18.00. Þátttakendur greiða á staðnum í grásleppubaukinn.  Farastjóri Þórður Marelsson

Síðsumarsskreppa bíladeildar FÍ

Síðsumarsskreppa bíladeildar FÍ verður farin 1. ágúst og er fyrsta gistinótt í Norðurfirði á Ströndum.  Fararstjóri í ferðinni er Gísli Ólafur Pétursson. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Gísla: http://www.gopfrettir.net/open/farplan/

Unglingar í fríi frá Facebook

Nú stendur yfir ferðin í fríi frá Facebook sem er sérstök unglingaferð þar sem dvalið er í skála FÍ í Norðurfirði.   .  Að sögn skálavarðar í Norðurfirði, Guðrúnar Lárusdóttur er mikil stemming í hópnum....

Vel heppnuð ferð í Þjórsárver

Sumarleyfisferð FÍ í Þjórsárver er nú lokið. Alls tóku 30 göngugarpar þátt í ferðinni sem stóð yfir í 6 daga.  Gísli Már Gíslason prófessor og fararstjóri í ferðinni segir ferðina hafa verið ánægjulega.  .

FÍ endurbyggir Kóngsbrú yfir Brúará

Ferðafélagið hefur nú lokið við að endurbyggja gömlu Kónsbrúnna yfir Brúará.  Framkvæmdir stóðu yfir í 10 daga og lauk framkvæmdum í gær.  Nýja brúin er hin veglegasta og er göngubrú  yfir Brúará þar sem Kóngsvegurinn liggur í landi Efstadals og Syðri Reykja, uþb. 10 km neðan við Brúárárskörð.  Fjölmargar skemmtilegar gönguleiðir eru á svæðinu.  Ferðafélag Íslands tók verkið að sér að beiðni Bláskógabyggðar og var verkið styrkt af Vegagerðinni.

Ferðafélag barnanna

Ferðafélag Íslands boðaði til stofnfundar Ferðafélags Barnanna mánudaginn 22.júní sl. Starfsemi Ferðafélags barnanna verður kynnt nánar á næstu misserum en boðið verður upp á ferðir og fræðslu af ýmsu tagi fyrir börn og foreldra. Félagsgjald í Ferðafélagi barnanna er kr. 1000. Innifalið í félagsgjaldi er félagskírteini og þátttaka í ferðum og viðburðum og vegum félagsins. Hægt er að skrá sig í Ferðafélag barnanna með því að senda tölvupóst á fi@fi.is og gefa upp nafn og kt, og nafn forráðamanns.

Halló Bolungarvík - Reykjarfjörður

Halló Bolungarvík - Reykjafjörður, unglingar á ferð og flugi.  FÍ býður upp á unglingaferð í Bolgungarvík og Reykjarfjörð á Hornströndum eftir verslunarmannahelgi með Guðmundi Hallvarðssyni og Hallvarði Jóni.  

Aukaferð um Jarlhettuslóðir 3. águst

Nú hefur verið sett upp aukaferð um Jarlhettuslóðir með Ólafi Erni Haraldssyni. 8 sæti eru laus í ferðina en fyrri ferðin er fullbókuð.