Fréttir

Brynjudalur 2

Brynjudalur er afar fallegur og gróðursæll, umgyrtur háum fjöllum á báða vegu. Norðan dals heitir Múlafjall en sunnan eru það Bolafell og Suðurfjall og Þrándarstaðafjall vestast. Innst í dalbotninium heita Þrengsli. Brynjudalur státar af  ótal giljum, flúðum og fossum sem vert er að gefa gaum. Eftir dalnum miðjum rennur Brynjudalsá sem á upptök sín í Sandvatni austan Djúpadalsborga. Rómantískara og fallegra verður það varla

Brynjudalur

Brynjudalur er afar fallegur og gróðursæll, umgyrtur háum fjöllum á báða vegu. Norðan dals heitir Múlafjall en sunnan eru það Bolafell og Suðurfjall og Þrándarstaðafjall vestast. Innst í dalbotninium heita Þrengsli. Brynjudalur státar af  ótal giljum, flúðum og fossum sem vert er að gefa gaum. Eftir dalnum miðjum rennur Brynjudalsá sem á upptök sín í Sandvatni austan Djúpadalsborga. Rómantískara og fallegra verður það varla

Allir út

Mikill umferð göngumanna er nú í Esjuhlíðum og er Esjan eitt af vinsælustu útivistarsvæðum Reykjavíkur. Í gestabækur FÍ á Þverfellshorni og við Steininn skrifa á hverju sumri yfir 10 þúsund manns. Ferðafélag Íslands og Skógræktarfélag Reykjavíkur hafa um árabil unnið að uppbyggingu göngustíga í Esjunni, að merkingum, brúargerð og fleira.

Sléttugangan hjá Ferðafélaginu Norðurslóð

Sléttugangan árlega verður gengin 8. ágúst nk. Gengið er frá Raufarhöfn yfir Melrakkasléttu og komið niður í nágrenni Kópaskers, nánar tiltekið í grennd við spennustöð við Snartarstaði. Þetta er um 30 km ganga, falleg og góð gönguleið.

Mikill fjöldi í Norðurfirði

Mikill fjöldi ferðamanna hefur lagt leið sína í Norðurfjörð á Ströndum í sumar og hefur aldrei verið meira að gera í skála FÍ í Norðurfirði.  Var af þeim ástæðum bætt við skálaverði í skálanum .... Sja myndir frá Norðurfirði sem voru teknar í gær.

Esjan er alvöru fjall

Mikill umferð göngumanna er nú í Esjuhlíðum og er Esjan eitt af vinsælustu útivistarsvæðum Reykjavíkur. Í gestabækur FÍ á Þverfellshorni og við Steininn skrifa á hverju sumri yfir 10 þúsund manns. Ferðafélag Íslands og Skógræktarfélag Reykjavíkur hafa um árabil unnið að uppbyggingu göngustíga í Esjunni, að merkingum, brúargerð og fleira.

Fullbókað á Fimmvörðuháls og María María um helgina

Nú er fullbókað í ferð FÍ á 'Fimmvörðuháls um helgina og í María María fjölskylduferð í Þórsmörk.  Alls verða því 50 manns sem ætla að njóta útiveru og náttúru og skemmta sér í Þórsmörk í þessum tveimur ferðum.  Gengið er yfir Fimmvörðuháls á einum degi en í fjölskylduferðinni María María er farið í stuttar skemmtigöngur í Þórsmörk með leikjum og sprelli og síðan sameinast hóparnir á kvöldvöku, grillveislu og brennu á laugardagskvöldi.

Fullbókað í barna og fjölskylduferð um Laugaveginn

Nú er fullbókað í barna og unglingaferð Ferðafélags barnanna um Laugaveginn.  Alls um 30 manns, þar af 20 börn ganga Laugaveginum með hefðbundnum hætti á fjórum dögum.  Komið verður í Þórsmörk á laugardegi um verslunarmannahelgina og ætla þá margir að dvelja þar lengur yfir helgina enda Langidalur í Þórsmörk mikil fjölskyldu- og náttúruparadís.

Hornstrandafarar veðurtepptir

Hornstrandafarar sem í dag áttu að sigla frá Ísafirði til Hlöðuvíkur í ferðinni ,,Spennandi millileiðir fyrir sóldýrkendur og aðra fjallafíkla" er veðurtepptir á Ísafirði þar sem ófært er í sjóinn.  Guðmundur Hallvarðsson er fararstjóri í ferðinni og ætlaði nú í morgunsárið að bjóða upp á gönguferð um Ísafjarðarbæ.

Stór hópur á Jarlhettuslóðum

Stór hópur Ferðafélagsins er nú á leið um Jarlhettuslóðir,  gönguleiðinni frá Bláfellshálsi að Laugarvatni.  Gengið er frá Skálpanesi, um Jarlhettur og Jarlhettudal, að Hagavatni og Einifelli, yfir nýja brú FÍ á Farinu að Hlöðuvöllum, að Karli og Kerlingu undir Skjaldberið og loks um Klukkuskarð niður að Laugarvatni.  Ólafur Örn Haraldsson er fararstjóri í ferðinni og var á fyrsta degi meðal annars gengið á Tröllhettu sem er næsthæst Jarlhettna.