Fréttir

Fullbókað á Laugaveginn

Fullbókað er í allar ferðir FÍ á Laugaveginn í sumar.  Einnig er fullbókað í óeiginlegum Laugavegi og kennaferð um Laugaveginn.  Þá er fullbókað í sérstaka barna og fjölskylduferð FÍ um Laugaveginn á vegum Ferðafélags barnanna með 18 börnum og 12 fullorðnum.

Stór hópur í Þjórsárver

Í morgunsárið lagði 30 manna hópur af stað í  FÍ ferð í Þjórsárver með tveimur fremstu vistfræðingum landsins og vísindamönnum þeim Gísla Má Gíslasyni og Þóru Ellen Þórhallsdóttur.  Þau hafa bæði stundað rannsóknir á lífríki Þjórsárvera í fjölmörg ár og eru án efa í hópi þeirra sem þekkja Þjórsárver best. Ferðin tekur sex daga og er farið yfir Þjórsá á bát, gengið á Arnarfell hið mikla og litla, farið að Múlajökli, hugað að gróðurfari og lífríkinu og gengið í Setrið.

sdfgsdfg

dfssdfgsdfg

Skálar Ferðafélags Íslands

Skálar Ferðafélags Íslands og deildanna úti um land eru þægilegir áningarstaðir á ferðalagi um óbyggðir Íslands. Þau eru á 38 stöðum víðsvegar um land og allur almenningur getur nýtt þau óháð aðild að Ferðafélaginu.

Austurdalur í Skagafirði

Ferðafélag Skagafjarðar stendur fyrir áhugaverðurm ferðum í Austurdal í Skagafirði um miðjan júlí og í lok júlí.  Laust er ferðinar og er skráning hjá Gísla Rúnari Konráðssyni fararsstjóra.

Esjan alla daga 6. - 10. júlí.

Ferðafélagið býður upp á gönguferðir á Esjuna,  Esjan alla daga 6. - 10. júlí.   Fararstjóri er hinn síungu Þórður Marelsson.  Þátttaka er ókeypis, allir velkomnir.  Á föstudeginum 10. júlí verður boðið upp á morgungöngu kl. 6.30.

Eiður Smári skálavörður í Þórsmörk

Eiður Smári er nú mættur til starfa sem skálavörður í Skagfjörðskála FÍ í Langadal í Þórsmörk.  Eiður Smári segir að það hafi verið afar gott að komast í frí eftir langa törn að undanförnu í skólanum en Eiður Smári er 15 ára og nýbúinn með  gagnfræðapróf.  Eiður er bróður Elvu skálavarðar í Langadal og verður til aðstoðar í Kaupfélaginu í Þórsmörk. Hvort að Eiður Smári knattspyrnuhetja frá Barcelona mætir í Þórsmörk i sumar er óvíst en nafni hans tæki þá örygglega vel á móti honum.

Umferð um Laguaveginn

Gönguferðir um Laugaveginn eru nú farnar af stað af fullum krarfi. Skálaverðir Ferðafélagins mættu til starfa um miðjan júní í öllum skálum á Laugaveginum og hefur umferð göngufólks verið að aukast dag frá degi.  Þátttaka í sumarleyfisferðum FÍ um land allt hefur aldrei verið meiri og fullbókað í flestar ferðir.

Ratleikur í Esjunni

Á Esjudeginum um sl. helgi var settur af stað ratleikur FÍ og VISA sem gengur út á að finna silfur Egils í Esjuhlíðum. Settir hafa verið upp fimm leynistaðir/gullkistur frá bílastæði og upp að brú.  Þátttakendur skila svörum á fi@fi.is og verður dregið úr hópi þátttakenda í haust og hljóta hinir heppnu veglega útivistarvinninga.

Esjuhappdrætti FÍ og VISA

Esjuhappdrætti FÍ og VISA er nú hafið en allir þeir sem skrifa nafn sitt og netfang í gestabók FÍ á Þverfellshorni eða við Stein lenda í potti sem dregið er úr vikulega.  Hinir heppnu hljóta veglega vinninga frá Cintamani.  Esjuhappdrætti FÍ hefur verið sl. ár og hafa á hverju sumri 8 - 12 þúsund göngugarpar  skráð sig í gestabækurnar.