Fréttir

Íslandsmet í jöklagöngu í Jónsmessuferð FÍ

Jónsmessuganga FÍ á Snæfellsjökul tókst vel.  Alls gengu 251 göngugarpar alla leið upp en þrír þurftu frá að hverfa. Veðrið lék við göngufólk og aðstæður voru afar góðar. Lagt var af stað í gönguferðina á efsta bílastæði upp af Eysteinsdal og gengið upp suðvesturhlið jökulsins.  Á leið niður jökul var miðnætursólin með sýningu við sjónarrönd og útsýnið stórkostleg langt inn á hálendi Íslands. Um tíma var líkt og göngumenn gengu í appelsínugulum snó á niðurleið. Komið var niður á milli 3 og 5 og fóru þá flestir heimáleið með rútum. Fjöldi þátttakenda í ferðinni er íslandsmet í fjallgöngu á Íslandi og aldrei hafa fleiri tekið þátt í jöklagöngu sem einn hópur.

Opnað fyrir biðlista - fjölgað í 300

Gríðarlegur áhugi er á ferð FÍ á Snæfellsjökul í dag. Nú hefur verið tekin ákvörðun um að opna fyriir biðlistann og fjölga upp í 300 þátttakendur.  ,,Við vorum á jökli í gær og tókum út aðstæður sem voru góðar og höfum ákveðið að stækka hópinn í 300, segir Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ og fararstjóri í ferðinni. 

Vinir Vatnajökuls - stofnun hollvinasamtaka

Þér er boðið á samkomu til þess að fagna stofnun Vina Vatnajökuls - hollvinasamtaka Vatnajökulsþjóðgarðs.  Samkoman verður haldin á lengsta degi ársins - sunnudaginn 21. júní kl. 14  í aðalsal Öskju, Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands við Sturlugötu í Reykjavík.  

Til þátttakenda í ferð á Snæfellsjökul á morgun.

Til þátttakenda í ferð FÍ á morgun á Snæfellsjökul.

Fullbókað á Snæfellsjökul

Fullbókað er á Snæfellsjökul með Ferðafélaginu á morgun. Þátttakendur í ferðinni eru 200 og fararstjórar og leiðsögumenn alls 20.  Mæting er í Mörkina 6 kl. 16.30 á morgun. Lagt verður af stað í ferðina stundvíslega kl. 17.00.  Kynning á fararstjórum og ferðatilhögun er kl. 16.45.

Málþing í minningu Páls Jónssonar 20. júní.

Hálfs dags málþing er varðar helstu hugðarefni Páls Jónssonar, haldið í minningu hans  og í tilefni af 100 ára afmæli hans. Fjórir fyrirlesarar – fyrirspurnir í lok – tónlistaratriði inn á milli.  Málþingið er haldið 20. júní

Mannmargt á Fimmvörðuhálsi

Runninn er upp tími gönguferða yfir Fimmvörðuháls á vegum FÍ og var fyrsta ferðin farin um síðustu helgi undir stjórn Steinunnar Leifsdóttur fararstjóra. Göngugarpar voru sex talsins og að auki var 40 manna hópur í sérferð FÍ á Fimmvörðuhálsi, að ógleymdu fjölskyldu- og göngufólki sem gisti í Skagfjörðsskála og naut hlýviðris og gönguferða í Þórsmörk.

200 manns með FÍ á Snæfellsjökul á Jónsmessunótt

Nú eru aðeins örfá sæti laus með FÍ á Snæfellsjökul.  Þá munu 200 göngugarpar ganga á Snæfellsjökul með Ferðafélaginu. ,,Þetta lítur mjög vel, góð þátttaka og veðurspáin virðist ætla að verða okkur hagstæð," segir Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ og fararstjóri í ferðinni.  Lagt verður af stað frá Mörkinni 6 kl. 17 á föstudaginn og klukkan 21.00 verður lagt af stað í gönguna sjálfa.  Nákvæm ferðatilhögun,  sem og list yfir nesti og búnað verður að finna á heimasíðu FÍ frá 17. júní.

Esjan endilöng - ferðasaga

Það var myndarlegur hópur Ferðafélaga sem gekk Esjuna endilanga í gær sunnudag. Gengið var frá Svínaskarðsá upp á Móskarðshnúka og þaðan um Laufskörð yfir á Esjuna sjálfa og svo eftir henni endilangri með viðkomu á Hábungu sem er hæsti punktur þessa vinsæla fjalls, 914 metrar.

Fimmtudagsviðtöl á heimasíðu FÍ

Fimmtudagsviðtöl er nýung á heimasíðu FÍ.  Á hlekk hér vinstri megin á síðunni er að finna fimmtudagsviðtal fyrir hverja viku.