Fréttir

Ferð á Helgrindur frestað vegna aðstæðna

Ferð FÍ á Helgrindur á morgun laugardag hefur verið frestað vegna aðstæðna í fjallinu, en mjög blautt er í neðri hluta fjallins og mikil drulla,  þá er snjór í efri hluta mjög þungur og blautur og hugsanlega hætta á snjóflóðum.  Ferðin verður farin síðar í sumar og er hluti af fimmtinda göngum FÍ.

Síðasta Örgangan í kvöld

Örganga miðvikudaginn 20. maí, kl 19:00 Fimmta og síðasta leiðin liggur frá hitaveitugeymunum á Grafarholti um Kristnibraut - inn á göngustíg við Sóltorg.  Stígnum fylgt meðfram Grafarlæk - inn á stíg norðanvert við Grafarvoginn og umhverfis voginn.  Á bakaleið verður farið um fyrrum sumarbústaðalönd  og inn á stíginn, sem liggur að upphafsstað. Notið góða skó. Ferð verður farin óháð veðri. Göngustjórar:  Guðlaug Sveinbjarnardóttir og Höskuldur Jónsson

Íslenski alpaklúbburinn kynnir

Íslenski alpaklúbburinn kynnir í samstarfi við 66° Norður: BANFF FJALLAMYNDAHÁTÍÐIN 2009 19. og 20. maí, í sal Ferðafélags Íslands Mörkinni 6, kl. 20:00

Frábært á Þverártindsegg í sögulegri ferð FÍ

Rúmlega 30 manns tóku þátt í ferð Ferðafélags Íslands á Þverártindsegg þann 16 maí. Þetta tignarlega fjall sem er rúmir 1550 metrar á hæð nýtur vaxandi vinsælda meðal sístækkandi hóps fjallafara. Farin var stutt og brött leið upp úr Eggjardal sem gengur inn úr Kálfafellsdal og þvert yfir skriðjökulinn Skrekk og um bratta hryggi og fannir á tindinn.  Sjá myndir á myndabanka FÍ.

Vað - námskeiðsferð í Þórsmörk um næstu helgi

Ferðafélag Íslands býður til vað-námskeiðsferðar um Þórsmerkurvötnin með gistingu í Skagfjörðsskála. Kennt verður að leita vaðs í ám og menn æfa sig í að vaða straumvatn. Sjá myndir úr fyrri vaðnámskeiðm FÍ

Fyrsta fimmtindagangan - Tröllakirkja

Fyrsta gangan af fimm tinda ferðum FÍ var á laugardag sl. þegar gengið var á Tröllakirkju. Ekið var á einkabílum að Hítárvatni.  Veðurblíða lék við þátttakendur sem voru rúmlega 20 og nutu þeir útýnis eins og það gerist best á tindi Tröllakirkju.  Þær fjórar tindaferðir sem nú eru eftir eru: Helgrindur 23. maí,  Kirkjufelll 6. júní,  Tröllakrikja á Holtavörðuheiði 13. júní og Botnssúlur 22. ágúst.  Sjá myndir úr ferðinni á myndabanka FÍ.

Ölkelduháls og Grændalur 6. júní

Í sumar mun Ferðafélag Íslands og Landvernd standa fyrir tveim gönguferðum um hrauna-, eldfjalla- og hverasvæði í nágrenni borgarinnar. Ferðirnar verða farnar laugardagana 6. og 13. júní. Áður en lagt verður af stað verður boðið upp á fræðsluerindi um landið sem ferðast verður um. Greint verður frá mótun þess og myndun, áformum um nýtingu og möguleika til verndunar

120 þátttakendur í barnavagnagöngu FÍ á föstudag

Lokagangan í barnavagnaviku FÍ var á föstudag sl.  Þá mættu 120 manns í góðu veðri í laugardalnum og rúmlega 50 barnavagnar og varð til hin myndarlegasta halarófa af barnavögnum.  Auður Kjartansdóttir fararstjóri segir að boðið verði upp á barnavagnagöngur í allt sumar einu sinni í viku og verði þær auglýstar nánar á næstunni á heimasíðu FÍ.  Sjá myndir úr gönguferðinni á myndabanka FÍ.

120 þátttakendur í barnavagnagöngu FÍ á föstudag

Lokagangan í barnavagnaviku FÍ var á föstudag sl.  Þá mættu 120 manns í góðu veðri í laugardalnum og rúmlega 50 barnavagnar og varð til hin myndarlegasta halarófa af barnavögnum.  Auður Kjartansdóttir fararstjóri segir að boðið verði upp á barnavagnagöngur í allt sumar einu sinni í viku og verði þær auglýstar nánar á næstunni á heimasíðu FÍ.  Sjá myndir úr gönguferðinni á myndabanka FÍ.

120 þátttakendur í barnavagnagöngu FÍ á föstudag

Lokagangan í barnavagnaviku FÍ var á föstudag sl.  Þá mættu 120 manns í góðu veðri í laugardalnum og rúmlega 50 barnavagnar og varð til hin myndarlegasta halarófa af barnavögnum.  Auður Kjartansdóttir fararstjóri segir að boðið verði upp á barnavagnagöngur í allt sumar einu sinni í viku og verði þær auglýstar nánar á næstunni á heimasíðu FÍ.  Sjá myndir úr gönguferðinni á myndabanka FÍ.