Fréttir

Morgungöngur FÍ 4. - 8. maí

Morgungöngur FÍ 4. - 8. maí, mánudagur - föstudags Á fjöll við fyrsta hanagal. Fjallganga í nágrenni Reykjavíkur eldsnemma morguns, alla daga vikunnar. Brottför kl. 6 frá Mörkinni 6. Komið til baka um kl. 9. Farið á einkabílum. Þátttaka ókeypis, allir velkomnir Fjölmargir morgunhanar Ferðafélagsins streyma á fjöll eldsnemma alla morgna næstu viku og gala af gleði á hæstu tindum fjallanna allt í kringum höfuðborgarsvæðið.

Sæludagar í Hlöðvík - laus sæti

Fullbókað er nú í flestar Hornstrandaferðir Ferðafélags Íslands. Enn er þó laust plláss í tvær ferðir og er önnur þeirra Sæludagar í Hlöðuvík með Guðmundi Hallvarðssyni umsjónarmanni Hornstrandaferða FÍ og leiðtoga Hornstrandafara.

Morgungöngur FÍ hefjast 4. maí.

Mánudaginn 4. maí hefjast árlegar morgungöngur Ferðafélags Íslands. Að vanda vakna þátttakendur við fyrsta hanagal og safnast saman í Mörkinni við húsakynni FÍ klukkan sex stundvíslega á hverjum morgni. Þaðan aka menn saman og deila ef til vill bílum að upphafsstað göngu. Einnig er hægt að mæta við upphafsstað göngu hvern dag ef það hentar þátttakendum betur. Alla daga er lagt af stað úr Mörkinni klukkan sex.

Næsta örganga 29. apríl

Næsta örganga um nágrenni Grafarholts verður miðvikudaginn 29. apríl. Gengið verður frá hitaveitugeymunum eftir göngustígnum sunnan byggðarinnar að Sæmundarskóla - með Reynisvatni norðanverðu - um austurhlíðar Reynisvatnsássins - yfir ásinn niður að Reynisvatni austanverðu.  Þeir sem stytta vilja gönguna geta bæst í hópinn við Sæmundarskóla u.þ.b. kl 19:20.   Skólinn er sem næst á horni Gvendargeisla og Biskupsgötu - austast í byggðinni.

Fullbókað í sögugöngu, ástir og afbrýði, kænska og karlmennska

Fullbókað er í fyrstu sumarleyfisferð FÍ , sögugöngu um Vesturland þar sem ástir og afbrýðisemi, kænska og karlmennska koma mikið við sögu. Sigrún Valbergsdóttir er fararstjóri í ferðinni og Magnús Jónsson leiðsögumaður.  Tæplega 40 manns eru skráðir í ferðina og fjölmargir á biðlista.  Sigrún fararstjóri var afar ánægð með undirtektirnar. ,,,Þetta er mjög skemmtilegt viðfangsefni og þegar við göngum um þessar söguslóðir lifnar leiksviðið allt við með lýsingum Magnúsar," segir leikstjórinn Sigrún.  Þegar er fullbókað í fjölmargar sumarleyfisferðir FÍ og skráning í ferðir aldrei verið meiri.

Ganga um Gálgahraun á Álftanesi 25. apríl kl 14

Ágætu félagar í  Ferðafélagi Íslands.  Laugardaginn 25. apríl n.k. kl. 14  verður gengið í um óspillt Gálgahraun á Álftanesi. 

Ferð á Krísuvíkurberg með Reykjanesfólkvangi aflýst

Ferrð FÍ á Krýsuvíkurberg, sunnudaginn 26. apríl í samstarfi við Reykjanesfólkvang hefur verið aflýst en svo virðist sem flestir ætli að vaka á kosninganótt og skráning í ferðina ekki nægjanleg.

Vinnuferð í Þórsmörk 1. - 3. maí

Ferðafélagið óskar eftir 12 sjálfboðaliðum úr röðum félagsmanna í vinnuferð í Langadal í Þórsmörk 1. - 3. mai.  Á meðal verkefna er að gangsetja skálann fyrir sumarið, þrífa, mála, sllipa, lakka, viðra, bera borð, setja upp flaggstöngina og fleira. Vinnustjóri í ferðinni er Broddi Kristjánsson skálavörður.  Ferðafélagið sér um uppihald og ferðakostnað í ferðinni en fær í staðinn vinnu sjálfboðaliða í ca 8 tíma á dag. Áhugasamir sendi tölvupóst á fi@fi.is eða hafi samband við Ingunni á skrifstofu FÍ.

Gleðilegt sumar

Ferðafélag Íslands óskar félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum gleðilegs sumars. Nú vaknar  sumarið og sólin brosir til okkar af meiri birtu og hljýju á hverjum degi.  Gróðurinn lifnar og snjóa leysir í fjöllum og ferðafélagar streyma út í guðs græna náttúruna.  Á dagskrá Ferðafélags Íslands er að finna fjölmargar ferðir þar sem allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þegar sumarið heilsar og kallar til okkar með undirspili náttúrunnar er ekki hægt annað en svara kallinu, skrá sig inn og drífa sig út.

Esjan alla daga - fimm daga í röð - 20. -24. apríl. Esjuganga í dag 23. apríl

Esjan alla daga, fimm daga í röð hefst mánudaginn 20. apríl.  Þá verður gengið á Þverfellshorn 5 daga í röð.  Lagt er af stað frá bílastæðinu kl 18.  Þátttaka er ókeypis, allir velkomnir.