Fréttir

Metþátttaka í morgungöngu á Helgafell

Met var slegið í morgungöngu Ferðafélagsins á Helgafelli í Mosfellssveit dag. 106 manns voru mættir og var stuðst við talningu löggilts endurskoðanda í hópnum. Strekkingsvindur var af norðri en göngugarpar FÍ létu það ekki á sig fá...Myndir úr morgungöngunum eru nú á myndabanka FÍ

Rúmlega 70 í örgöngu í Grafarholti

Rúmlega 70 manns tóku þátt í örgöngu FÍ í Grafarholtinu í kvöld. Gengið var í einmuna blíðu frá hitaveitugeymunum í Grafarholti, niður meðfram golfvelli GR, yfir holtið að Rauðavatni og meðfram golfvellinum tilbaka, allt eftir ljómandi góðum göngustígum...

Boðið uppá morgunverð á Úlfarsfelli í fyrramálið

Ferðafélagið býður öllum morgunglöðum göngugörpum í morgunverð á ,,tindi" Úlfarsfells í fyrramálið í morgungöngu FÍ.  Frábær þátttaka hefur verið í morgungöngunum alla þessa viku þrátt fyrir hressilegt veður á köflum.  Að venju bjóða fararstjórarnir Páll Ásgeir og Rósa upp á eitthvað spennandi þegar upp verður komið, fyrir utan alla ánægjuna og vellíðunina sem fylgir fjallgöngu í morgunsárið....,

Myndlist í náttúru / náttúra í myndlist

Á sýningunni MINJAR, náttúra í myndlist og myndlist í náttúru, gefur að líta verk sem flest eru unnin sérstaklega fyrir húsakynni Náttúrufræðistofu Kópavogs. Tengsl náttúru og myndlistar eru hér í brennipunkti í breiðum skilningi,

Áhugvert nám tengt útivist og ferðamennsku

Kæri ferðafélagi,Ég vil vekja athygli ykkar á spennandi samnorrænu útivistarnám sem heitir Nordisk Friluftsliv. Nú er tekið á móti umsóknum í námið og er umsóknarfrestur til 15. maí.

Barnavagnavika FÍ 11. - 15 maí

   

105 á Vífilsfell í morgungöngu FÍ í morgun

Í morgun mættu 105 á Vífilfellið í frábæru veðri. Nokkurt brölt var á mönnum við að komast alla leið á toppinn því enn er svolítill snjór í fjallinu. En allt fór vel að lokum og menn voru syngjandi kátir í sólinni. 

Þriðja Örgangan miðvikudaginn 6. maí

Þriðja örgangan verður miðvikudaginn 6. maí.  Gengið verður frá hitaveitugeymunum á Grafarholti með hitaveituröri Nesjavallaveitu upp á brekkubrún.  Þaðan gengið um Grafarsel suður að Rauðavatni - með norðanverðu vatninu að Lyngdal - suður í Skálina og þar niður á göngustíg sem liggur yfir Golfvöllinn  að  hitaveitugeymunum.  Þátttaka er ókeypis, allir velkomnir.

70 manns í hressilegri morgungöngu á Keili

Tæplega 70 manns tóku þátt í morgungöngu Ferðafélagsins í morgun á Keili þótt veður væri nokkuð hryssingslegt. Þetta var vaskur hópur sem gekk snúðugt og hvíldarlítið á fjallið. Á morgun miðvikudag verður gengið á Vífilsfell og lagt af stað að venju kl. 6 í fyrramálið frá Mörkinni 6.

100 manns í fyrstu morgungöngu FÍ

Rúmlega 100 manns vour mættir í fyrstu morgungöngu FÍ í morgun á Helgafell en morgungöngur standa nú yfir þessa vikuna. Páll Ásgeir Ásgeirsson var ánægður með gönguna þar sem veðurspá var ekki góð. Nú er bara að stilla vekjaraklukkuna og mæta á morgun þar sem gengið verður á Keili.