Fréttir

Örganga miðvikudaginn 13. maí kl. 19. Fjórða örgangan í Grafarholti.

Fjórða örgangan  verður miðvikudaginn 13. maí kl. 19.00.  Gengið verður frá hitaveitugeymunum á Grafarholtinu eftir göngustígum sunnan byggðarinnar og upp Leirdalinn.  Þar verður vikið frá stígnum og gengið um óraskað land fram á Nónás. Þaðan haldið til baka inn á stíginn, gengið austur Vellina og inn á stíg sem liggur niður að Reynisvatni.  Við vatnið er haldið til vinstri og fylgt stígum að mestu að hitaveitugeymunum.  Þátttaka er ókeypis, allir velkomnir.

Matjurtanámskeið

Næstu tvo miðvikudaga verður síðasta matjurtanámskeiðið sem við verðum með á þessu vori, og í kvöld og næsta mánudag verðum við með námskeið um Ávaxtatré.Á námskeiðinu er fjallað um sáningu, ræktun og umönnun í ræktun matjurta. Greint er frá hefðbundnum og óhefðbundnum ræktunaraðferðum, jarðvegi og áburðargjöf, sýndar mismunandi gerðir ræktunarbeða, karma og skjólgjafa.

Skrifstofa FÍ lokuð í dag vegna jarðarfarar

Skrifstofa FÍ er lokuð í dag, mánudaginn 11. maí vegna jarðarfarar.

Hálendiskort frá Vegagerðinni - hálendisvegir lokaðir.

Vegagerðin hefur nú gefið út hálendiskort með lokunum hálendisvega og eru allir helstu hálendisvegir nú lokaðir.  Lokað er því í skála Ferðafélagsins, t.d. Landmannalaugar, Nýjadal, Hvítárnes og aðra skála FÍ á Kjalvegi.  Opið er í Þórsmörk og eru skálaverðir mættir til starfa í Langadal. Sjá hálendiskortið hér

Barnavagnavika FÍ 11.- 15 maí - dagskrá

Barnavagnavika FÍ stendur yfir 11.- 15. maí.  Þá verður boðið upp á léttar og þægilegar gönguferðir eftir góðum göngustígum fyrir barnafólk með barnavagna og kerrur.  Gönguferðirnar hefjast allar klukkan 16.00 og sjá má dagskrá vikunnar hér að neðan.

Vaðnámskeið í Merkuránum 23. - 24. maí

Ferðafélag Íslands býður til vað-námskeiðsferðar um Merkurvötnin með gistingu í Skagfjörðsskála. Kennt verður að leita vaðs í ám og menn æfa sig í að vaða straumvatn. Námskeiðið hentar öllum þeim sem á ferð sinni koma að vatnsfalli og þurfa að komast yfir - hvort sem þeir eru gangandi, hjólandi eða akandi.  Umsjónarmaður námskeiðsins er GÍsli Ólafur Pétursson. Verklegar æfingar á Þórsmerkurleið helgina 23. - 24. maí.

Logn og blíða hljómaði á Úlfarsfellinu í morgungöngu dagsins

Nýtt met var slegið á Úlfarsfelli í fimmtu og síðustu morgungöngu Ferðafélags Íslands á þessu ári. Alls reyndust 115 göngugarpar vera mættir í stífum norðanvindi en björtu og köldu veðri.

Vefbirting landfræðilegra gagna

LÍSA, samtökin halda námskeið þriðjudaginn 19.maí 2009 um undirbúning landfræðilegra gagna fyrir birtingu á vef. Námskeiðið verður haldið í Háskóla Íslands  kl. 13:15 - 17:15. Námskeiðið er ætlað þeim sem vinna með landupplýsingar, og eru að hanna vefkort og  vefsjár.

Metþátttaka í morgungöngu á Helgafell

Met var slegið í morgungöngu Ferðafélagsins á Helgafelli í Mosfellssveit dag. 106 manns voru mættir og var stuðst við talningu löggilts endurskoðanda í hópnum. Strekkingsvindur var af norðri en göngugarpar FÍ létu það ekki á sig fá...Myndir úr morgungöngunum eru nú á myndabanka FÍ

Rúmlega 70 í örgöngu í Grafarholti

Rúmlega 70 manns tóku þátt í örgöngu FÍ í Grafarholtinu í kvöld. Gengið var í einmuna blíðu frá hitaveitugeymunum í Grafarholti, niður meðfram golfvelli GR, yfir holtið að Rauðavatni og meðfram golfvellinum tilbaka, allt eftir ljómandi góðum göngustígum...