Fréttir

Páskaferðir

Enn er laust í páskaferðirnar okkar. Páskaferð á Snæfellsnes 9-11.apríl Hornstrandir um páska 9-13.apríl

Fjallaskíðanámskeið

Fjallaskíðanámskeið26.mars bóklegt, 28-29.mars verklegt. Grunnnámskeið í fjallaskíðamennsku Tilgangur þessa námskeiðs er að kynna fyrir þátttakendum þá ótrúlegu möguleika til útivistar og ferðalaga að vetri til sem opnast með fjallaskíða og Telemark útbúnaði og kunnáttu. Námskeiðið er eitt kvöld þar sem að farið er yfir búnað og aðferðafræði ásamt því að undirbúa þátttakendur fyrir verklega þáttinn sem fer fram á tveimur dögum. Í lok þessa námskeiðs eiga þátttakendur að búa yfir grunnþekkingu á fjallaskíðamennsku og geta tekið þátt í almennum fjallaskíðaferðum með sér vanara fólki.

Aukaferð á Hvannadalshnúk 6. júní

Fullbókað er í ferð FÍ á Hvannadalshnúk um Hvítasunnuhelgina.  Nú hefur verið sett upp aukaferð 6. júní og er fyrirkomulag, undirbúningur og skipulag allt hið sama.  Undirbúningsfundur fyrir ferðina er 27. maí.  Bent er á undirbúning og æfingagöngur fyrir ferðina undir lýsingu á ferðinni hér á heimasíðunni.

Stofnfundur Ferðafélagsdeildar á Þórshöfn.

Til stendur að stofna ferðafélagsdeild fyrir Langanes, Bakkaflóa og Þistilfjörð.  Stofn- og kynningarfundur deildarinnar verður haldinn í Hafliðabúð á Þórshöfn, þriðjudagskvöldið 24. mars kl. 20:00-21:00. Ólafur Örn Haraldsson forseti FÍ og Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ verða gestir á fundinum og kynna starfsemi félagsins.

Fyrirlestur hjá Nafnfræðifélaginu - örnefni á Þingvöllum

Einar Á.E. Sæmundsen fræðslufulltrúi þjóðgarðsins á Þingvöllum heldur fyrirlestur laugardaginn 21. mars í stofu 130 í Öskju, húsi Háskóla Íslands, kl. 13.15.

Fjallabók FÍ - safnaðu fjöllum með Ferðafélaginu

Fjallabók FÍ er verkefni sem nú er að hefjast hjá Ferðafélaginu.  Í verkefninu eru allir hvattir til að ganga á fjöll og skrá í sérstaka Fjallabók FÍ.  Þegar þú hefur gengið á 10 fjöll og fyllt út í bókina og með undirskrift ferðafélaga þá fá þátttakendur viðurkenningu frá Cintamani í árslok.  Öll fjöll eru gild í verkefnið en aðeins má skrá hvert fjall einu sínni

Fullbókað á Hvannadalshnúk - aukaferð 6. júní

Fullbókað er nú í hina sívinsælu ferð FÍ á Hvannadalshnúk um Hvítasunnuhelgina.  Haraldur Örn Ólafsson er fararstjóri í ferðinni ásamt vöskum hópi línustjóra, þe aðstoðarfararstjóra. Þegar eru um 100 manns skráðir í ferðina og fjöldi á biðlista. Nú hefur verið upp aukaferð á Hvannadalshnúk 6. júní.  Hámarskfjöldi í þá ferð eru 80 manns.

Aðalfundur FÍ 18. mars

Aðalfundur Ferðafélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 18. mars kl. 20 í sal félagsins Mörkinni 6.  Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórnin.

Jöklaöryggisnámskeið fyrir fararstjóra FÍ - og félagsmenn

Tilgangur þessa námskeiðs er að efla kunnáttu og vitund farastjóra FÍ á sviði öryggismála og fagmennsku í fararstjórn í jöklaferðum, t.d fyrir farastjórn á Hvannadalshnjúk. Í lok þessa námskeiðs eiga þátttakendur að hafa lært stöðluð vinnubrögð sem gera þeim kleift að bregðast við óvæntum aðstæðum af öryggi og staðfestu. Þetta námskeið er mikilvægur þáttur í viðleitni FÍ til að tryggja þátttakendum í ferðum sínum bestu mögulegu þjónustu og öryggi. Þekking og kunnátta fararstjóra er lykillinn að vel heppnaðri Ferðafélagsferð. Leiðbeinandi er UIAGM-IFMGA fjallaleiðsögumaðurinn Jökull Bergmann

Verklegi hluti vaðnámskeiðs um næstu helgi

Verklegi hluti vaðnámskeiðs sem vera átti átti 7. -8. mars en var frestað vegna aðstæðna verður haldið um næstu helgi, 21. - 22. mars.