Fréttir

Fjallaskóli FÍ og ungmennaverkefni - Ferðaáætlun FÍ 2009

„...okkur er mikið kappsmál að ná til unga fólksins. Höfum því ákveðið að fara af stað í sumar með ungmennaverkefni með ýmiskonar fræðslu og ferðalögum og væntum mikils af því,“ segir Ólafur Örn Haraldsson forseti FÍ.

Óþrjótandi ævintýraleiðir - Ferðaáætlun FÍ 2009

„Sérstaklega er gaman að hugsa til fjölskylduferða í Þórsmörk undir samheitinu María María. Fjallatindarnir fimm eru nýmæli. Það verður gaman að fylgjast með þeim sem spreyta sig á þessum fjöllum,“ segir Sigrún Valbergsdóttir formaður ferðanefndar FÍ í tilefni af útgáfu Ferðaáætlunar FÍ 2009.

Barnavagnavika FÍ og fjölbreytt námskeið - Ferðaáætlun FÍ 2009

Um miðjan maí verður á dagskrá Ferðafélags Íslands svonefnd barnavagnavika. ,,Með þeim er ætlunin að gefa ungu fólki með ungabörn í vagni tækifæri á að sýna sig og sjá aðra í skemmtilegum gönguferðum,"segir Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ.  

Fimm fjöll á einni viku - morgungöngur FÍ - Ferðaáætlun FÍ 2009

Morgungöngur í maí hafa unnið sér fastan sess í starfi Ferðafélags Íslands. ,,Þær verða á dagskrá dagana 4. til 8. maí.," segir Páll Ásgeir Ásgeirsson sem er fararstjóri í morgungöngunum ásamt konu sinni Rósu Sigrúnu Jónsdóttur.

Fjallakvöld FÍ

Fimmtudagur 22. janúar kl. 20Ferðafélagar, fjallafólk og útivistaráhugamenn hittast og spjalla um ferðir, leiðir, búnað, myndir, bækur og fleira er tengist ferða-  og fjallamennsku. Sérfræðingar og reynslumiklir ferðamenn mæta  til skrafs og ráðagerða. Kaffi og fjallakakó á könnunni.  

Myndakvöld 21. janúar

Næsta myndakvöld FÍ er miðvikudaginn 21. janúar kl 20.  Þá sýna Ína D. Gísladóttir formaður Ferðafélags fjarðarmanna og Pétur Þorleifsson fjallamaður Íslands myndir.  Pétur sýnir myndir frá Vestmannaeyjum sem teknar voru 1966 og Ína sýnir myndir að austan og segir frá starfi og ferðum félagsins.  Aðgangseyrir er kr. 600, innifalið kaffi og meðlæti og allir velkomnir.

Ferðaáætlun FÍ 2009

Ferðaáætlun FÍ 2009 kemur út  föstudaginn 23. janúar og er dreift til félagsmanna FÍ ásamt fréttabréfi. Þá er Ferðaáætluninni einnig dreift með Morgunblaðinu laugardaginn 31. janúar. 

Fréttapóstur FÍ 20. janúar

Fréttapóstur frá FÍ 20. janúar.  Fréttapóstur FÍ er sendur út reglulega með fréttum af ferðum og félagsstarfi.  Hægt er að skrá sig á póstlista FÍ hér á heimasíðunni.

Skíðagöngunámskeið í Bláfjöllum

Skíðagöngufélagið Ullur og Skíðasamband Íslands standa fyrir Skíðagöngunámskeiði í Bláfjöllum.Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja auka hæfni sýna á gönguskíðum. Farið verður í undirstöðuatriði skíðagöngunnar, meðferð skíðabúnaðar auk þess að skautaskrefið verður tekið lítillega fyrir.  Félagsmenn í Ferðafélagi Íslands fá aflátt á námskeiðið.

Ársfundur Hornstrandafara F.Í.

Ágætu  Hornstrandafarar !! Ársfundur Hornstrandafara 2009 verður haldinn laugardaginn 17. janúar kl. 14.00 í Mörkini 6 stóra salnum niðri.