Fréttir

Skíðagöngunámskeið í Bláfjöllum

Skíðagöngufélagið Ullur og Skíðasamband Íslands standa fyrir Skíðagöngunámskeiði í Bláfjöllum.Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja auka hæfni sýna á gönguskíðum. Farið verður í undirstöðuatriði skíðagöngunnar, meðferð skíðabúnaðar auk þess að skautaskrefið verður tekið lítillega fyrir.  Félagsmenn í Ferðafélagi Íslands fá aflátt á námskeiðið.

Ársfundur Hornstrandafara F.Í.

Ágætu  Hornstrandafarar !! Ársfundur Hornstrandafara 2009 verður haldinn laugardaginn 17. janúar kl. 14.00 í Mörkini 6 stóra salnum niðri.

Borgarganga um gamla vesturbæinn

Borgarganga Ferðafélags Íslands og Hornstrandafara FÍ er  að þessu sinni um gamla vesturbæinn í Reykjavík.

Göngugleði - ferðasaga 28. des

Við lögðum bílnum skammt frá kirkjunni í Brautarholti á Kjalarnesi og héldum í áttina að Presthúsatöngum en þar ganga reisulegir drangar út í sjó.  Síðan gengum við með ströndinni í átt að Nesvík og tókum kaff eftir rúml. klukkustundar göngu. Áfram héldum við með ströndinni framhjá gömlum rústum og að Borgarvík. Þar beygðum við í áttina að Brautarholtsborg, gengum á hana (47 m !) og síðan í áttina að bílnum.

Skráðu þig inn - drífðu þig út

Fjölmargir virðast hafa strengt það áramótaheit að ætla að ganga í Ferðafélagið.  Fyrstu daga ársins hefur verið góð skráning nýrra félagsmanna í félagið.  Fátt er betra en að stunda heilbrigða útivist og fjallamennsku og er er þátttaka í Ferðafélaginu kjörin til þess. Félagsmennn í Ferðafélagi Íslands geta tekið þátt í fjölbreyttri ferðadagskrá félagsins, tekið þátt í námskeiðum og félagsstarfi FÍ, fá árbók félagsins innifalda í árgjaldi, fá afslátt í skála og ferðir FÍ sem og afslátt í fjölda útivistarverslana. Því er um að gera að hefja nýja árið með því að skrá sig inn og drífa sig út.   Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á fi@fi.is eða hringja í síma 568-2533.

Ódýrar ferðir innanlands

Ferðaáætlun FÍ kemur út 25. janúar nk. Í áætluninni verður að finna fjölbreytt úrval gönguferða um landið.  Fjölmargar nýungar er að finna í áætluninni en áhersla Ferðafélagsins er að bjóða upp á ódýrar ferðir þar sem allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og nú ekki síst fjölskyldufólk.  Í áætluninni er að finna ferðir um allt land, bæði ný og ókönnuð svæði sem og sígidlar ferðir um sívinsæl svæði. Má þar nefna ferðir um Laugaveginn, Fimmvörðuháls, í Þórsmörk, á Hvannadalshnúk, um Hornstrandir, í Héðinsfjörð og Fjöður, um Víknaslóðir svo fátt eitt sé nefnt.  Þá verða morgungöngurnar á sínum stað í maí og nú verður boðið upp á sérstaka barnavagnaviku í apríl.

Fjallkakvöld FÍ

Fjallakvöld FÍ hefjast í lok janúar. Fjallakvöldin verða haldin í sal FÍ einu sinni í mánuði og þar gefst útivistarunnendum og ferðafólki kostur á að hittast, spá og spjalla, bæði í ferðir, búnað, leiðir og margt fleira.  Á hvert fjallakvöld munu nokkrir valinkunnir reynsluboltar mæta og miðla af reynslu sinni og þekkingu. Boðið verður upp á kaffi og fjallakakó.  Dagskrá Fjallakvölda Fí verða auglýst nánar á næstunni.

Námskeið hjá FÍ i vetur

Ferðafélagið stendur fyrir námskeiðum í vetur, bæði fyrir fararstjóra félagsins og félagsmenn. Á meðjal námskeiða sem verða haldin má nefna gps námskeið, námskeið í skyndihjálp, fjallamennska 1, vaðnámskeið, jöklaöryggisnámskeið, námskeið um gönguskíðamennsku, snjóflóðanámskeið og námskeið um ferðamennsku og búnað.  Námskeiðin hefjast í byrjun febrúar og verða nánar auglýst síðar.

María María - fjölskylduferðir i Þórsmörk

Ferðaáætlun FÍ 2009 kemur út 25 janúar nk.  Ferðanefnd hefur verið að störfum í haust og hefur nú skilað inn áæltuninni til skrifstofunnar. Að venju er mikið úrval af ferðum í áætluninni, bæði sumarleyfisferðum, helgar- og dagsferðum. Á meðal nýunga í Ferðaáætluninni er María María -fjölskylduferðir í Þórsmörk.  Eftir að ferðaáæltunin kemur út verður farið að bóka í ferðir.

Þrettándaferð fjölskyldunnar í Þórsmörk

Ferðafélagið stendur fyrir áramóta og þrettándaferð í Þórsmörk. Farið er á einkabílum þannig að hér er um spennandi jeppaferð, með gönguferðum, kvöldvöku, grillveislu og leikjum. Tungl er hálft og vaxandi og í heiðskíru skína stjörnur og braga norðurljós.