Fréttir

Aðventuferð í Þórsmörk - takið fjölskylduna með

Jeppaferð Ferðafélag Íslands og Safaris.is. Farið verður helgina 6.-7. desember. Ferðin er hugsuð sem fjölskylduferð þar sem farið er í laufabrauðsgerð og leiki með öllum meðlimum fjölskyldunnar. 

Göngugleði 23.nóvember

Í norðangustinum mættu 6 manns á Vegginn. Ókum austur í Þrengsli og ákveðið var að hringganga Meitlana. Gengið af stað kl. 11:07, réttsælis. Spor okkar meitluðust vel í snjóinn. Veðrið var nístingskalt, norðan vindur í fangið á leiðinni heim. Skafrenningur með hvössum hviðum svo maður vissi ekki hvort maður myndi standa það af sér eða detta. Í mestu hviðunum þeyttust harðar klakaflögur í andlit okkar, en áfram var barist á hálffrosnum mosanum, sem lét undan fótum okkar. Ofan úr hlíðum Eldborgar blasti við okkur mikil hrauntröð og ákváðum við að ganga hana og freista þess að finna þar skjól til að taka “kaffi”.

Næsta myndakvöld

Næsta myndakvöld hjá Ferðafélagi Íslands er 19. nóvember kl: 20 í sal Ferðafélagsins Mörkinni 6.Þar fjallar Ingvar Teitsson um Herðubreið en í ár eru 100 ár frá því það var gengið fyrst á fjallið.Einnig flytja Leifur Þorsteinsson  og Steinunn Leifsdóttir erindi sem nefnist Dagur íslenskrar tungu - Fjölnismennirnir Tómas Sæmundsson og Jónas Hallgrímsson. Aðgangseyri 600kr Kaffi og meðlæti innifalið.Allir velkomnir.

Göngugleði 9. nóvember

Síðasta sunnudag fyrir skammdegi, 9. nóv., mættu 12 á Vegginn og eftir nokkrar bollaleggingar um hvert halda skyldi var samþykkt tillaga Hafnfirðingsins Ingva Kristinssonar þess efnis að ganga umhverfis Selvatn sem er í fallegum undraheimi rétt fyrir ofan borgarmörkin.

Afsláttarkvöld 12.11.08

Everest verður með afsláttarkvöld fyrir félagsmenn FÍ  í verslun þeirra Skeifunni 6. þann 12. nóvember kl:18-19 a.m.k. 20% afsláttur af öllum vörum nema Hilleberg tjöldum og einnig verða einhverjar vörur á sérstöku tilboðsverði.

Göngugleði á sunnudögum

Göngugleði er alla sunnudaga. Mæting er í  Mörkinna 6 kl: 10 ákveðið hvert skal halda og lagt er af stað kl: 10:30 Sunnudagsgönguskýrsla 26. október 2008.Á vegginn mættu 5 félagar og 2 þeir bjartsýnustu voru með skíðin á toppnum.Ákveðið var að reyna að finna skjólsælan stað í norðangustinum.Ekið var sem leið liggur í Kópavoginn. Við Smáralindina skildu Kópavogsbúar bíla sína eftir ásamt skíðabúnaði og haldið var áfram á einum bíl til Hafnarfjarðar og að Kaldárseli.

Myndakvöld

Næsta myndakvöld verður haldið 19. nóvember. Nánar auglýst síðar.

Fjölskyldu- og bjartsýnisganga endurtekin 19.október

Vegna góðrar þáttóku síðustu helgi ákvað Ferðafélagið að endurtaka fjölskyldu- og bjartsýnisgöngu og verður hún á sunnudaginn 19.okt  kl. 14.00. Þetta verður létt ganga eftir göngustígum upp í hlíðar Esju og verður lagt upp frá bílaplaninu við Mógilsá og síðan verður boðið upp á veitingar þegar komið er aftur niður.

Fréttatilkynning frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur

JARÐFRÆÐI ESJUNNAR   Fimmtudagskvöldið 16. október heldur Dr. Ingvar Birgir Friðleifsson fyrirlestur um jarðfræði Esjunnar í Gamla salnum á Elliðavatni í Heiðmörk.  Erindið hefst klukkan 20 og allir eru velkomnir.    Skógræktarfélag Reykjavíkur   Nanari upplýsingar Kristján Bjarnason gsm 8560058  

Næsta myndakvöld FÍ

Næsta myndakvöld FÍ verður haldið miðvikudaginn 15. október. Þá sýnir Kristján Eldjárn Hjartarson myndir úr Svarfaðardal og frá Tröllaskaganum, sem og Guðmundur Hallvarðsson, Arnór Víkingsson og Sigríður Lóa Jónsdóttir ásamt fleiri hornstrandaförum sýna myndir úr ferðum FÍ á Hornstrandir. Myndakvöldið hefst kl. 20.00. Aðgangseyrir er kr. 600, innifalið kaffi og meðlæti, allir velkomnir.