Fréttir

Jólagjafir á skrifstofu FÍ - árbækur, fræðslurit og gjafakort

Á skrifstofu FÍ eru til sölu allar árbækur félagsins frá upphafi, fræðslurit og gjafakort. Tilvalin jólagjöf fyrir allt göngu og útivistaráhugafólk.  Einnig gjafakort með sumarleyfisferðum, helgarferðum eða dagsferðum næsta sumar.

Göngugleðiskýrsla 7. des

Það var lítill en einbeittur hópur sem hittist í Mörkinni til göngu sunnudaginn 7. desember. Í takt við síðustu sunnudagsgöngur, þar sem hefur verið gengið í kringum tiltekin fjöll, var ákveðið að hringganga Helgafellið. Það tókst þó ekki að þessu sinni þar sem hin ótal hringtorg í Hafnarfirði gerðu það að verkum að við villtumst af leið og lentum á Krísuvíkurveginum.

Árbók FÍ 2008 tilnefnd til bókmenntaverðlauna

Árbók FÍ 2008, Úthérað ásamt Borgarfirði eystra, Víkum og Loðumundarfirði, eftir Hjörleif Guttormsson náttúrufræðing var í gærkvöldi tilnefnd til bókmenntaverðlauna.

Vel heppnuð aðventuferð i Langadal

Aðventuferð FÍ í Þórsmörk tókst með miklum ágætum. Um 50 ferðagarpar tóku þátt í ferðinni og ánægjulegt að mikið af börnum og unglingum var með í för.  Krossá var heldur erfið viðureignar og þurfti að ganga yfir göngubrúnna og í skálann.  Farið var í leiki, bakað laufabrauð og grillað a la Dóri Warden.  Ingó í Safari sá um leiki og sprell og vakti mikla lukku.  Sjá myndir úr ferðinni.

Göngugleði - skýrsla

Haldið var upp í fyrrum skíðasvæði við Hamragil. Kl. 11.05 var lagt á brattann og gengið upp Sleggjubeinsskarð, inn Innstadal og kaffi drukkið á verönd skálans sem þar er uppi í hallinu innst í dalnum. Þaðan var skáað til suðausturs yfir dalinn og yfir hrygginn austast í Skarðsmýrarfjalli og síðan haldið vestur með hlíðum fjallsins uns komið var aftur að bílunum kl. 14.50. Hafði þannig verið gengið umhverfis Skarðsmýrarfjall á 3 klst. og 50 mín., 12 km leið.  Kalt var í veðri, 7-10 stiga frost, en stillt og bjart og skyggni gott. Á heimleiðinni var komið við í Orkuveituhúsinu undir Hellisskarði, kaffi drukkið þar, hlýtt á útskýringar á því hvernig kerfið virkar, túrbínur skoðaðar o.fl. fróðlegt.

Árbók FÍ 2008 - Úthérað ásamt Borgarfirði eystra, Víkum og Loðmundarfirði

Árbók Ferðafélags Íslands 2008  eftir Hjörleif Guttormsson náttúrufræðing  um Úthérað ásamt Borgarfirði eystra, Víkum og Loðmundarfirð var í gærkvöldi tilnefnd til bókmenntaverðlauna. Fallegar ljósmyndir sem flestar eru eftir höfundinn skreyta bókina auk þess sem hún hefur að geyma nákvæm kort af þeim byggðarlögum sem fjallað er um. 

Tilboðskvöld í Útilíf Glæsibæ

Okkur hjá Útilíf er það sönn ánægja að bjóða ferðafélögum á kynningar- og afsláttarkvöld í glæsilega verslun okkar í GLÆSIBÆ þriðjudagskvöldið 2. desember kl. 18:30 - 21:00.  

Helsport kynning í Fjallakofanum

Í tilefni þess að FJALLAKOFINN hefur nýverið tekið við umboði fyrir norska útivistarvörumerkið HELSPORT, þá er sölustjóri þeirra, Frederik Gode, væntanlegur hingað til lands þar sem hann mun kynna og segja frá því helsta sem þeir hafa upp á að bjóða. KYNNINGIN VERÐUR Í FJALLAKOFANUM: FÖSTUDAGINN  28. nóvember  kl : 16 - 18. og LAUGARDAGINN  29. nóvember   kl:  11 - 16.

Aðventuferð í Þórsmörk - takið fjölskylduna með

Jeppaferð Ferðafélag Íslands og Safaris.is. Farið verður helgina 6.-7. desember. Ferðin er hugsuð sem fjölskylduferð þar sem farið er í laufabrauðsgerð og leiki með öllum meðlimum fjölskyldunnar. 

Göngugleði 23.nóvember

Í norðangustinum mættu 6 manns á Vegginn. Ókum austur í Þrengsli og ákveðið var að hringganga Meitlana. Gengið af stað kl. 11:07, réttsælis. Spor okkar meitluðust vel í snjóinn. Veðrið var nístingskalt, norðan vindur í fangið á leiðinni heim. Skafrenningur með hvössum hviðum svo maður vissi ekki hvort maður myndi standa það af sér eða detta. Í mestu hviðunum þeyttust harðar klakaflögur í andlit okkar, en áfram var barist á hálffrosnum mosanum, sem lét undan fótum okkar. Ofan úr hlíðum Eldborgar blasti við okkur mikil hrauntröð og ákváðum við að ganga hana og freista þess að finna þar skjól til að taka “kaffi”.