Fréttir

Sópandaskarð

Langavatnsdalur – Sópandaskarð - LaugardalurFarið verður kl: 8 frá Mörkinni 6Skráning á skrifstofu í s: 568-2533

Fimmvörðuháls

Hinn sígildi Fimmvörðuháls verður farin á laugardaginn 16.ágúst síðasta ferðin á hálsin hjá Ferðafélaginu í sumar.Grillveisla á laugardagskvöldinu þegar komið er niður í Langadal.

Fossaganga á Gnúpverjaafrétti

Fossaganga á Gnúpverjaafrétti.Farið frá Árnesi á laugardegi og komið til baka þangað á sunnudegi um kl: 20:00

Fjölskylduferð í Þórsmörk

Fjölskylduferð í Þórsmörk 15-17.ágúst. 2008Farið verður á föstudaginn 15.ágúst frá Mörkinni kl 18 og komið heim á sunnudeginum 17.ágúst.Skemmtileg ferð fyrir alla fjölskylduna, Ömmur og Afar, mömmur og Pabbar og öll börnin og barnabörnin.

Þúfuver / Þjórsárver 10. ágúst - kynningarfundir í háskólatorgi kl. 13 á laugardag

Ferðafélagið býður upp á ferð í Þúfuver 10. ágúst. Tilgangur ferðarinnar er að kynna fólki Þjórsárver, án þess að leggja upp í margra daga erfiða ferð yfir jökulvötn. Sjálf ferðin verður farin sunnudaginn 10. ágúst en daginn áður verður þátttakendum boðið upp á kynningu í og er hún í Háskólatorgi, sal ht101 og hefst kl. 13.00

Myndir úr Hvanndölum - Héðinsfirði

Nú má sjá myndir úr ferð FÍ í Hvanndali og Héðinsfjörð með því að smella hér

100 ára afmælisganga á Herðubreið

Þann 13. ágúst í ár eru liðin 100 ár frá því að þýski vísindamaðurinn Hans Reck og Sigurður Sumarliðason gegnu fyrstir manna á Herðubreið. Ferðafélag Akureyrar  og Ferðafélag Íslands bjóða upp á sérstaka afmælisgöngu á Herðubreið af þessu tilfenfi.

Á sögulegum slóðum í Hvanndölum

Hópur á vegum Ferðafélagsins lagði á sig 6 klukkustunda klöngur í fjörunni undir Hvanndalsskriðum og óðu sjóinn til að endurtaka erfiða göngu konu einnar fyrir 150 árum sem þurfti fara, með ársgamalt barn í fanginu til að sækja eld á næsta bæ. Konan, Guðrún Þórarinsdóttir var þá langt gengin með barni og annar fararstjórinn í ferðinni, Auður Kjartansdóttir, fetaði nú í fótspor Guðrúnar, komin 5 mánðuði á leið.

Söguleg ferð í Hvanndali

Hópur á vegum Ferðafélagsins lagði á sig 6 klukkustunda klöngur í fjörunni undir Hvanndalsskriðum og óðu sjóinn til að endurtaka erfiða göngu konu einnar fyrir 150 árum sem þurfti fara, með ársgamalt barn í fanginu til að sækja eld á næsta bæ.

Þjórsárver / Þúfuver 10. ágúst

Ferðafélagið býður upp á ferð í Þúfuver 10. ágúst. Tilgangur ferðarinnar er að kynna fólki Þjórsárver, án þess að leggja upp í margra daga erfiða ferð yfir jökulvötn. Sjálf ferðin verður farin sunnudaginn 10. ágúst en daginn áður verður þátttakendum boðið upp á kynningu í og er hún í Háskólatorgi, sal ht101 og hefst kl. 13.00