Fréttir

Þrjú fjöll á sunnudegi

Sunnudaginn 6. júlí býður FÍ upp á athyglisverða ferð þar sem gengið verður á þrjú fjöll á einum degi, Hestfjall, Vörðufell og Búrfell og endað með kvöldverði í Þrastarlundi.....,

Esjan alla daga

Dagana 14. – 18. júlí stendur FÍ fyrir gönguferðum á Esjuna 5 daga í röð.  Lagt er af stað kl. 18.00 frá bílastæðinu við Mógilsá og gengið rösklega á Þverfellshorn. Um er að ræða krefjandi og hressilegar gönguferðir. 

Um 2000 gestir á Esjudeginum

Um 2000 gestir voru á Esjudegi FÍ og SPRON á laugardaginn.  Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá, gönguferðir, Esjuhlaup, tónlist og skemmtiatriði... Sjá myndir

Þórhallur á 151 tind

Þórhallur Ólafsson, fararstjóri hjá Ferðafélagi Íslands, hefur nú lokið við að ganga á öll fjöll í bók Ara Trausta og Péturs Þorleifssonar, 151 fjall á Íslandi...., sjá myndir

Laugavegsrit, þriðja útgáfa

Laugavegurinn, bæklingur FÍ eftir Leif Þorsteinsson kemur út á næstum dögum.  Þetta er þriðja útgáfa þessa vinsæla bæklings um gönguleiðina úr Landmannalaugum suður í Þórsmörk sem þúsundir ferðast um á hverju sumri. 

Esjudagur FÍ og SPRON

Laugardaginn 28. júní bjóða SPRON og Ferðafélag Íslands þér og fjölskyldunniað taka þátt í fjölskylduhátíð við Esjurætur frá kl. 13 til 15. Fjölmargt verður til skemmtunar... 

Esjudagurinn 28. júní

Laugardaginn 28. júní bjóða SPRON og Ferðafélag Íslands þér og fjölskyldunniað taka þátt í fjölskylduhátíð við Esjurætur frá kl. 13 til 15.Fjölmargt verður til skemmtunar:Euróbandið, Karíus og Baktus, Jónsi, Esjukapphlaup upp á Þverfellshorn, skipulagðar gönguferðir, hoppukastali, blöðrur, ís, spennandi ratleikur fyrir alla fjölskylduna, Skógræktarfélag Reykjavíkur gefur plöntur og margt fleira skemmtilegt.Komdu á fjölskylduhátíðina og njóttu útiverunnar - hlökkum til að sjá þig

Menningarsjóður VISA styrkir FÍ

Stjórn Menningarsjóðs VISA hefur úthlutað 13 styrkjum í ár, samtals að fjárhæð 12,1 milljón króna. Menningarsjóður VISA styrkti FÍ til skiltagerðar, fyrir Hvannadalshnúk og Fimmvörðuháls. 

Myndir úr Jónsmessugöngu á Heklu

Myndir úr Jónsmessugöngu FÍ á Heklu eru nú komnar í myndabanka FÍ. Sjá allar myndir úr ferðinni.

Esjudagur FÍ og SPRON

Esjudagur FÍ og SPRON verður laugardaginn 28. júní.  Þá verður í boði fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna, ratleikur, gönguferðir,  Esjuhlaup, leikir og sprell. Dagskráin hefst kl. 13.15 og verður auglýst nánar á næstu dögum. Þátttaka í Esjudeginum er ókeypis og allir velkomnir.  Sparisjóður Reykjavíkur er aðalstyrktaraðili FÍ en Ferðafélagið hefur unnið að uppbyggingu göngustíga og aðstöðu í Esjunni um langt árabil með stuðningi Sparisjóðsins.