Fréttir

Myndir úr Jónsmessugöngu á Heklu

Myndir úr Jónsmessugöngu FÍ á Heklu eru nú komnar í myndabanka FÍ. Sjá allar myndir úr ferðinni.

Esjudagur FÍ og SPRON

Esjudagur FÍ og SPRON verður laugardaginn 28. júní.  Þá verður í boði fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna, ratleikur, gönguferðir,  Esjuhlaup, leikir og sprell. Dagskráin hefst kl. 13.15 og verður auglýst nánar á næstu dögum. Þátttaka í Esjudeginum er ókeypis og allir velkomnir.  Sparisjóður Reykjavíkur er aðalstyrktaraðili FÍ en Ferðafélagið hefur unnið að uppbyggingu göngustíga og aðstöðu í Esjunni um langt árabil með stuðningi Sparisjóðsins.

110 göngugarpar á Heklu

Alls tóku 110 manns þátt í Jónsmessugöngu FÍ á Heklu.  Ferðin gekk vel og var gengið upp í ágætu veðri þrátt fyrir skúraveður allt í kring. Komið var á Heklutind skömmu eftir miðnætti...

Vinnuferð í Emstur

Um helgina var farin vinnuferð í skála FÍ á Botnum í Emstrum. Að sögn Þorsteins Eiríkssonar fóstra skálans í Emstrum tókst vinnuferðin vel....  

Opið í Landmannalaugum

Nú hefur verið opnað í skála FÍ í Landmannalaugum og skálaverðir komnir til starfa. Skálaverðir eru einnig komnir í Hrafntinnusker, Emstrur og Þórsmörk...

Jónsmessuganga á Heklu

Ferðafélagið stendur fyrir Jónsmessugöngu á Heklu föstudaginn 20. júní. Lagt er af stað frá Mörkinni 6 kl. 18 og ekið austur fyrir fjall að Skjólkvíum við Heklurætur.  Þaðan er lagt af stað í gönguna kl. 21.00. Áætlað er að vera á tindi Heklu um miðnætti. Fararstjóri í ferðinni er Páll Guðmundsson. Sjá myndir úr Jónsmessugöngu FÍ á Heklu sl. sumar.  

Fremtidens veivalg - ársfundur DNT

Ársfundur Norska ferðafélagsins verður haldinn 12. - 14 júní nk  í Drammen í Noregi. Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ verður gestur á fundinum. Norska Ferðafélagið er á meðal stærstu félagasamtaka á Norðurlöndunum með um 220.000 félagsmenn og gríðarlega öflugt starf. ,, Við höfum mikinn áhuga á að efla samstarfið við DNT og um leið læra af þeirra góða starfi en Ferðafélag Íslands var byggt upp og starfar á sömu hugmyndafræði og Norska ferðafélagið, " segir Páll Guðmundsson.  Fremtidens veivalg er yfirskrift ársfundarins og er þar fundað meðal annars um almannarétt, öryggismál, félagsstarf og náttúruvernd.

Kóngsvegurinn í fornbílum

Ferðafélagið býður upp á athyglisverða og skemmtilega ferð nk sunnudag þegar farið verður í fornbílum eftir eða í næsta nágrenni við Kóngsveginn.  Ekið verður sem leið liggur til Þingvalla og Laugarvatns og að Úhlíð til Björns bónda Sigurðssonar sem mun taka á móti gestum í nýju kirkjunni sinni.  Ólafur Örn Haraldsson forseti FÍ er fararstjóri í ferðinni, ásamt Evu Þorvaldsdóttur sem sér um grasafræðslu í ferðinni á þessum norræna degi blóma.

Esjan endilöng á sunnudaginn

Ferðafélagið stendur fyrir gönguferð eftir Esjunni endilangri nk sunnudag. Páll Ásgeir og Rósa eru fararstjórar í gönguferð þar sem gengið verður úr Svínaskarði, eftir Móskarðshnúkum, um Laufskörð, á Hátind fram hjá Þverfellshorni og niður Kerhólakamb og komið niður við Esjuberg. 

Ferðir um helgina

Næstu ferðir hjá Ferðafélaginu er Fimmvörðuháls, Konungsvegurinn og Esjan endilöng.Laust er í ferðirnar, skráning fer fram á skrifstofu Ferðafélagsins í síma 568-2533 eða á tölvupóst fi@fi.is