Vorferð Hornstrandafara FÍ
02.06.2008
Að þessu sinni verður gengið um slóðir fornra þjóðleiða norðan og vestan Grindavíkur. Gangan hefst við fjallið Þorbjörn að norðanverðu. Staldrað verður við Eldvörpin, sem er falleg gígaröð og einnig við þyrpingu fornra byrgja, sem sumir kalla Tyrkjabyrgin. Þessi ganga er nánast á jafnsléttu en yfir nokkuð úfið hraun að fara og því betra að hafa göngustafina með. Gönguvegalengdin er u.þ.b. 10 km.