Fréttir

Þórisjökull 1. maí - Eyjafjallajökull 3. maí

Ferðafélagið stendur fyrir gönguferð á Þórissjökul 1. maí. Lagt verður af stað frá Mörkinni 6 kl. 8 í rútu og ekið í Kaldárdal þaðan sem gengið verður á jökullinn.  Þá verður farið í skíðaferð á Eyjafjallajökul 3 maí.  Farið er á einkabílum og gengin Seljavallaleið og rennt sér á skíðum, aftur niður að Seljavöllum.  Sjá nánar undir ferðir.

Göngugleði 27. apríl - ferðasaga

 Í glaðasólskini ákváðu göngugarpar sem mættu við Mörkina kl. 10:30 á sunnudagsmorgun að bjóða norðanstrekkingnum birginn. Þeir óku fyrst sem leið lá upp í Mosfellssveit og hófu göngu meðfram Skarðsá við göngubrúna neðst í Svínaskarði á milli Móskarðahnjúka og Skálafells.

Ferðafélagið með í Ferðalang á sumardaginn fyrsta

Ferðaféalgið býður upp á gönguferð sumardaginn fyrsta og er gönguferðin liður í dagskrá Höfuðborgarstofu í tilefni dagsins.   Hægt er að sjá viðburði dagsins á www.ferdalangur.is 10:00 brottför frá Mörkinni 6.   Gönguferð á Helgafell, skemmtileg fjölskylduganga á þetta fallega fjall með fróðleik um jarðfræði og sögu með Ferðafélagi Íslands.  Ekta gönguferð fyrir alla fjölskylduna. Brottför frá Mörkinni 6 á einkabílum, ekið í Hafnarfjörð, upp með hesthúsahverfinu og að Kaldárseli.  Fararstjóri Auður Elva Kjartansdóttir. Fyrir þá sem vilja mæta beint í Kaldársel þá verður lagt af stað þaðan í gönguferðina kl. 10.30.Hafið með góðan búnað, gönguskó og í göngufatnaði, með bakpoka og nesti.Þátttaka ókeypis og allir velkomnir.

Göngugleði - ferðasaga 20. apríl

Sunnudagsmorguninn 20. apríl mættu nokkrir galvaskir göngumenn á Vegginn við Mörkina 6, allir með skíði. Haldið var upp í Bláfjöll og þar bættust tvö í hópinn. Genginn var 10 km hringur í áttina að Grindaskörðum og tók gangan hátt í þrjár klukkustundir (gps leikföng sem sumir voru með teygðu svolítið úr tímanum).

Botnsúlur

Farið verður á Botnsúlur á sumardaginn fyrsta fimmtudaginn. 24.4.2008Brottför frá Mörkinni 6 kl. 8Ekið með rútu að Þingvöllum, gengið á Syðstu-Súlu og niður í Hvalfjörð, þar sem rútan sækir hópinn. Verð: 4000/6000Innifalið: Rúta, farastjórnSkráning fer fram á skrifstofu Ferðafélagsins í síma 568-2533 fyrir miðvikudaginn 23.04

Helgrindur

Ferð á Helgrindur þann 19.apríl hefur verið aflýst sökum færðar.

GPS Námskeið

GPS námskeið sem átti að halda í sal Ferðafélagsins þann 17.apríl verður haldið á Grand Hótel í salnum Hvammur.Haraldur Örn Ólafsson fer þá yfir öll helstu atriði í notkun gps tækja. Námskeiðið hefst kl:20 og stendur til 22:30Námskeiði  kostar kr. 2.000 fyrir FÍ félaga en kr. 4.000 fyrir aðra.  Ennþá er hægt að skrá sig og fer skráning fram á skrifstofu FÍ í síma 568-2533

Myndakvöld - Lónsöræfi - 9. apríl

Næsta myndakvöld FÍ er miðvikudaginn 9. apríl.  Þá verða sýndar myndir frá Lónsöræfum, auk fróðleiks um svæðið.  Lónsöræfin eru ein af náttúruperlum landsins og sífellt fleiri ferðamenn leggja leið sína þangað.  Leifur Þorsteinsson hefur umsjón með myndakvöldinu. Aðgangseyrir kr. 600, allir velkomnir, kaffi og meðlæti.

Göngugleði - ferðasaga 30. mars

Skíðamenn óku upp í Bláfjöll og tóku sporið við bílaplanið. Búið var að troða skemmtilegan hring vestur að Grindaskörðum og tókum við kaff við fallegan gíg, sem skírður var á staðnum "Mosfeldur" í stíl við stóran gíg í brún Brennisteinsfjalla, sem okkur hefur verið tjáð að heiti Gráfeldur.  Komum aftur að bíl að lokinni 10,5 km. göngu og 3ja tíma útiveru, hress og endurnærð.Sjá myndir úr ferðinni

Gps námskeið fyrir göngufólk

Ferðafélagið stendur fyrir gps námskeiði fyrir göngufólk fimmtudaginn 17. apríl nk.Haraldur Örn Ólafsson fer þá yfir öll helstu atriði í notkun gps tækja.  Námskeiðið hefst kl. 20.00 og er haldið í FÍ salnum Mörkinni 6.  Námskeiði kostar kr. 2.000 fyrir FÍ félaga en kr. 4.000 fyrir aðra.  Skráning á skrifstofu FÍ í síma 568-2533