Fréttir

Göngugleði - ferðasaga 30. mars

Skíðamenn óku upp í Bláfjöll og tóku sporið við bílaplanið. Búið var að troða skemmtilegan hring vestur að Grindaskörðum og tókum við kaff við fallegan gíg, sem skírður var á staðnum "Mosfeldur" í stíl við stóran gíg í brún Brennisteinsfjalla, sem okkur hefur verið tjáð að heiti Gráfeldur.  Komum aftur að bíl að lokinni 10,5 km. göngu og 3ja tíma útiveru, hress og endurnærð.Sjá myndir úr ferðinni

Gps námskeið fyrir göngufólk

Ferðafélagið stendur fyrir gps námskeiði fyrir göngufólk fimmtudaginn 17. apríl nk.Haraldur Örn Ólafsson fer þá yfir öll helstu atriði í notkun gps tækja.  Námskeiðið hefst kl. 20.00 og er haldið í FÍ salnum Mörkinni 6.  Námskeiði kostar kr. 2.000 fyrir FÍ félaga en kr. 4.000 fyrir aðra.  Skráning á skrifstofu FÍ í síma 568-2533  

Auka ferð um Jarlhettur

Vegna mikillar aðsóknar verður boðið upp á aukaferð um Jarlhettur og að Laugarvatni,  ( S- 23)Farið verður  í aukaferðina 17-20. júlí.  Þegar hafa um 15 skráð sig í aukaferðina en um 10 sæti laus.  

Ganga - Reiðhjól - Kajak

FÍ býður upp á spennandi trússferð með uppihaldi í 4 daga um héruð fyrir botni Breiðafjarðar – Farið frá Laugum í Hvammssveit yfir Skarðsströnd, um Klofning, Fellsströnd og Hvammssveit aftur að Laugum.

Fréttapóstur frá FÍ 24. mars.

-Fullbókað í nokkrar sumarleyfisferðir FÍ -Skiðaferðir og gönguferðir á Þórisjökull og Eyjafjallajökul.-Undirbúningur fyrir Hvannadalshnjúk-GPS námskeið

Vaðnámskeið FÍ um næstu helgi.

Vaðnámskeið FÍ verður haldið um næsti helgi.  Ekið verður á laugardagsmorgun frá Hlíðarenda á Hvolsveli kl. 10.30 og verða verklegar æfingar í Merkuránum á laugardegi. Um kvöldið er kvöldvaka og grillveisla í Skagfjörðsskála og á sunnudagsmorgun er haldið til Reykjavíkur, með stoppum á leiðinni og vatnaæfingum.

Skálavarsla í Landmannalaugum um páskana

Ferðafélagið er með skálavörslu í Landmannalaugum yfir páskana.  Skálavörður hefur verið í Landmannalaugum í vetur og hefur verið töluverð umferð um helgar ekki síst dagsumferð jeppa- og sleðamanna.  Með viðveru skálavarðar á svæðinu hefur verið unnt að bjóða upp á vatnssalerni, sturtur og rennandi vatn í skálanum.

Skíðaganga á Pálmasunnudag - ferðasaga

Hvílikt veður, hvílíkt færi, hvílíkt fólk eru orð sem koma mér í hug eftir að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í menningarskíðagöngu á vegum Ferðafélags Íslands, eins og ég kýs að kalla ferðina sem farin var á Pálmasunndag 16. mars. Um miðja vikuna á undan benti veðurspá til þess að veður mundi verða þokkalegt en að það yrði alveg logn og sólskin allan tíman var meira en maður þorði að vona.

Göngugleði - ferðasaga

Sjö óku upp á Hellisheiði og skíðagengu Hverhlíðar í dæmalaust góðu veðri. Við stoppuðum við hverasvæðið og einhverjir ráku nefið ofaní það. Landið skartaði sínum fegursta vetrarbúningi. Veðurblíðan var ótrúleg. Þó fundum við einn hól með köldum norðannæðingi og byl  og áveðurs drukkum við okkar hefðbundna kaff

Félagsvist

Félagsvist Ferðafélags Íslands Kæru spilafélagar. Lokavist vetrarins verður þriðjudaginn 18. mars.  Vistin hefst kl: 19:30.  Spilað verður í Mörkinni 6 – í anddyri aðalsals.  Hámark þátttakenda er 52.  Fyrstir koma – fyrstir fá. Vinsamlega athugið að félagsvistin er ætluð félögum í Ferðafélaginu og gestum þeirra. Verðlaun verða veitt, kaffi og kökur.  Sérstök verðlaun verða veitt þeim sem flest stig hlýtur samtals á öllum spilakvöldum vetrarins. Þátttökugjald er 600 kr.