Fréttir

Nýársganga Hornstrandafara FÍ

Við viljum minna á fyrstu göngu ársins, BORGARGÖNGU HORNSTRANDAFARA OG F.Í. þann  13. janúar 2008. Lagt af stað frá Mörkinni 6 kl 10:30. Genginn verður ca. 2 klst. hringur um nærliggjandi hverfi. Á leiðinni er staldrað við nokkur forvitnileg hús og saga þeirra rakin. Göngunni lýkur á sama stað, með mögulegri viðkomu á kaffihúsi. Fótabúnaður og klæðnaður taki mið af veðri en það lítur út fyrir gott gönguveður. Leiðsögn: Pétur H. Ármannsson, arkitekt.

Myndir úr Þrettándaferð FÍ í Þórsmörk

Myndir úr jeppaferð bíladeildar FÍ í Þórsmörk um Þrettándann eru komnar á netið og er hægt að skoða þær með því að smella hér. Um sjötíu manns á 25 bílum tóku þátt í ferðinni og áttu góðar stundir í Þórsmörk. Myndir úr öllum ferðum bíladeildar FÍ  má skoða með því að smella á tenglana hér að neðan.

Fjölmenni í þrettaándaferð FÍ

Um sjötíu þátttakendur tóku þátt í Þrettándaferð FÍ í Þórsmök um helgina. Ferðin var bæði göngu og jeppaferð og voru aðstæður ágætar. Myndir úr ferðinni eru væntalegar á myndabanka FÍ.

Nýársganga FÍ og Hornstrandafara

Nýársganga Hornstrandafara FÍ  13. jan. nk. Brottför frá húsi Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6, kl. 10.30.Genginn verður ca. 2 klst. hringur um nærliggjandi hverfi.Á leiðinni er standrað við nokkur forvitnileg hús og saga þeirra rakin.Göngunni lýkur á sama stað, með mögulegri viðkomu á kaffihúsi. Þátttaka ókeypis, allir velkomnir. Leiðsögn: Pétur H. Ármannsson

Jóla og nýárskveðjur frá Ferðafélagi Íslands

Sjá myndir úr sólstöðugöngugöngu FÍ 22.12.

Blysför FÍ og Útivistar

Blysför FÍ og ÚtivistarBlysför FÍ og Útvistar verður laugardaginn 29. desember.  Gangan hefst frá Nauthóli kl .17.15 og er gengið í gengum skóginn í Öskjuhlíðinni að Perlunni þar sem flugeldasýning Landsbjargar hefst kl. 18.  Jólasveinar heimsækja hópinn í skóginum, bregða á leik og taka lagið. Allir velkomnir, þátttaka ókeypis.  

Þrettándaferð í Þórsmörk

Árleg þrettándaferð FÍ í Þórsmörk  5. - 6. janúarFarið á jeppum og ekið með útúrdúrum í Langadal í Þórsmörk og  með stoppum og gönguferðum eftir því sem aðstæður leyfa Lagt af stað úr Reykjavík snemma morguns á laugardegi. Þátttakendur hittast við Hlíðarenda á Hvolsvelli um kl. 10.  Ferðin hefst síðan kl. 10.30 þegar haldið er af stað frá Hlíðarenda. Grillveilsa og kvöldvaka í Skagfjörðsskála á laugardagskvöldi. Snemma á sunnudegi er lagt af stað frá skála og til Reykjavíkur með útúrdúrum og stoppum á áhugaverðum stöðum.  

Kökuganga á Esjuna 22. desember.

Árleg kökuganga FÍ á Esjuna á morgun laugardaginn 22. desember kl. 10. Mæting á bílastæðið við Mógilsá. Gengið á Kerhólakamb, yfir á Þverfellshorn og komið niður við bílastæðið við Mógilsá. Þátttakendur taka með sér sýnishorn af jólabakkelsinu og gefa öðrum að smakka.  

Skrifstofan lokuð - vaktsími skála

Skrifstofa FÍ er lokuð frá 21. desember og yfir jólahátíðina vegna framkvæmda. Skrifstofan opnar á ný 3. janúar.  Sérstakur vaktsími vegna skála er 845 – 1214.

FÍ fréttir - 21. des

Fréttapóstur frá FÍ 21. desember. Kökuganga, blysför, þrettándaferð, vaktsími.