Fréttir

Skrifstofa FÍ lokuð í dag 27. nóvember

Skrifstofa Ferðafélags Íslands er lokuð í dag 27. nóvember vegna 80 ára afmæli félagsins.

Ferðafélag Íslands 80 ára - æskan og óbyggðirnar

Ferðafélag Íslands verður 80 ára 27. nóvember. Í tilefni afmælisins mun stjórn félagsins funda í Kaupþingssalnum í Eimskipafélagshúsinu þar sem félagið var stofnað fyrir 80 árum.  Á fundinum mun stjórnin samþykkja sérstaka hátíðarsamþykkt þar sem ungt fólk er sérstaklega boðið velkomið í félagið.  Einnig verður haldinn hátíðarfundur í Norræna húsinu og opið hús í FÍ salnum í Mörkinni.  

FÍ 80 ára - myndir úr sögunni

Í tilefni 80 ára afmælis Ferðafélgs Íslands er að finna myndir úr sögu félagsins á myndabanka á heimasíðunni.  Myndirnar eru undir heitinu FÍ 80 ára.  Einnig eru mjög athyglisverðar myndir úr Þórsmörk sem sýna jeppa og rútur í hrakningum í Krossá og skálaverði FÍ að björgunarstörfum á traktornum.

Jólagjöfin í ár - gjafabréf frá FÍ

Á skrifstofu Ferðafélags Íslands eru fáanleg gjafabréf sem er tilvalin jólagjöf til göngumanna og útivistarfólks.  Gjafabréfin geta verið ferð í sumarleyfisferð FÍ, helgarferð eða dagsferð, og eða aðild að félaginu.  

Fréttapóstur FÍ 20. nóvember

FÍ fréttir 20. nóvember. Hægt er að skrá sig á póstlista FÍ hér á heimasíðunni og fá reglulegar fréttir af ferðum og félagsstarfi félagsins.

Ferðafélag Íslands 80 ára

Ferðafélag Íslands verður 80 ára 27. nóvember nk. Félagið var stofnað þann dag árið 1927 í Eimskipafélagshúsinu. Í tilefni afmælisins verður boðið til afmælisveislu í sal félagsins  Mörkinni 6 á afmælisdeginum frá kl. 18.00 - 20.00. Allir félagsmenn, vinir og velunnarar eru velkomnir í kaffi og vöfflur. Í tilefni afmælisins verða hér á heimasíðunni birtar myndir úr sögu félagsins. Sjá myndir

Félagsvist FÍ 20. nóvember

Félagsvist Ferðafélags Íslands Kæru spilafélagar. Næsta félagsvist verður þriðjudaginn 20.nóvember.  Vistin hefst  kl: 19:30.  Spilað verður í Mörkinni 6 – í risinu. 

Helgarferðir í Þórsmörk og á Hlöðuvelli

Göngugarpar á Skjaldbreið 17. nóvember. Framundan eru helgarferðir á Hlöðuvellir og aðventuferð í Þórsmörk. 80 ára afmæli FÍ er 27. nóvember og er félagsmönnum boðið í afmæliskaffi, pönnukökur og flatkökur.

Fjallið Skjaldbreiður

Um sextíu göngugarpar tóku þátt í afmælisferð FÍ á Skjaldbreið.  Veður var ágætt að morgni þegar lagt var af stað en versnaði eftir gangan var hafin og var orðið heldur slæmt þegar upp á Skjaldbreið var komið.  Sjá myndir úr ferðinni.

FÍ fréttir 17. nóvember

Fréttapóstur frá FÍ 17. nóvember. Hægt er að skrá sig á póstlista félagsins á heimasíðunni og fá þá relgulegar fréttir af ferðum, félagslífi og starfi félagsins.