Fréttir

Göngugleðin á gönguskíðum

Sunnudaginn 9. des. kom ekkert annað til greina en að fara á gönguskíði. Það var nægur snjór og gott færi til þeirrar iðkunar á Bláfjallasvæðinu. Við gengum þennan hefðbundna hring sem að þessu sinni var ekki troðinn. Það var nánast logn mestallan tímann og sólarlaust, en góð fjallasýn.

Jólagjafir á skrifstofu FÍ - gjafakort og árbækur

Árbækur FÍ og gjafakort frá Ferðafélagi Íslands; sumarleyfisferðir,helgarferðir og dagsferðir næsta sumar -  tilvalin jólagjöf fyrir útivistaráhugafólk.  Gjafabréfin fást á skrifstofu FÍ.

Kökuganga á Esjuna

Árleg kökuganga FÍ á Esjuna laugardaginn 22. desember kl. 10.00, Mæting á bílastæðinu við Mógilsá. Gengið á Kerhólakamb, yfir á Þverfellshorn og komið niður við bílastæðið við Mógilsá. Þátttakendur taka með sér sýnishorn af jólabakkelsinu og gefa öðrum að smakka.  Góður búnaður nauðsynlegur, þe góðir gönguskór, hlífðarfatnaður, göngustafir, bakpoki og nesti. Þátttaka ókeypis, allir velkomnir. Fararstjórar: Þórhallur Ólafsson og Páll Guðmundsson.

FÍ Cintamani húfur - vetrarhúfa og jólagjöf

Nú fást á skrifstofu FÍ ullarhúfur með flís fóðrun merktar FÍ.  Húfurnar eru á sérstöku tilboðsverði  fyrir félagsmenn í Ferðafélaginu á kr. 2.900.  Verð í verslunum kr. 5.990. Hægt er að hringja og panta húfu eða koma við á skrifstofunni. Takmarkað upplag er til af húfum.

Fréttapóstur FÍ 12. desember

Fréttapóstur frá FÍ 12. desember. Hægt er að skrá sig á póstlista FÍ á heimasíðunni og fá reglulega fréttir af ferðum og félagsstarfi félagsins.

Myndakvöld FÍ í kvöld - rannsóknarferðir Jónasar og hugmyndir um virkjun Hagavatns

Næsta myndakvöld FÍ er miðvikudagskvöldið 12. desember.  Sveinn Jakbobsson jarðfræðingur fjallar um rannsóknarferðir Jónasar Hallgrímssonar og Ólafur Örn Haraldsson forseti FÍ fjallar um hugmyndir um virkjun Hagavatns og sýnir myndir frá gönguleiðinni frá Bláfellshálsi um Jarlhettur, að Hagavatni, Hlöðufelli um Klukkuskarð að Laugarvatni.

Tilkynning frá Ferðafélagi Skagafjarðar

Ferðafélag Skagfirðinga tilkynnir: Ingólfsskála í Lambahrauni, norðan Hofsjökuls hefur nú verið læst af illri nauðsyn. Í anddyri skálans sem verður opið, er lyklageymlsa með talnalás. Ferðamenn sem koma að skálanum án þess að eiga gistingu pantaða, skulu hringja í eitthvert neðantalinna númera til að fá rétta talnaröð að lásnum.

Nýtt met í sögu FÍ - stysta gönguferð félagsins

Ný met var sett í sögu FÍ í aðventuferð félagsins í gærdag. Ferðin var stysta gönguferð sem félagið hefur staðið fyrir.  Gangan hófst við styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli. Þaðan var gengið í Alþingishúsið, ca 75 metra og úr Alþingishúsinu yfir í Dómkirkjuna, ca 50 metra. Lauk þar göngunni og var því gengið um 125 metra í þessari gönguferð sem þó tók um 2 tíma.

Fréttapóstur frá FÍ 7. desember

Fréttapóstur frá FÍ 7. desember. Hægt er að skrá sig á póstlista FÍ á heimasíðunni og fá reglulegar fréttir af starfi félagsins, ferðum og félagslífi.

Aðventuganga FÍ í miðbæ Reykjavíkur

Aðventuganga FÍ - Sunnudagur 9. desember kl. 17.00.  Gönguferð í miðbæ Reykjavíkur. Heimsókn í Alþingishúsið með fræðslu um starf þings og fróðleik um húsið.  Síðan er gengið yfir í Dómkirkjuna og átt þar góða stund. Fararstjóri í ferðinni er Ólafur Örn Haraldsson forseti FÍ.  Guðjón Friðriksson sagnfræðingur verður með fróðleik um miðbæinn. Mæting við styttu Jóns Sigurðsson við Austurvöll.