Fréttir

Fréttapóstur frá FÍ 7. desember

Fréttapóstur frá FÍ 7. desember. Hægt er að skrá sig á póstlista FÍ á heimasíðunni og fá reglulegar fréttir af starfi félagsins, ferðum og félagslífi.

Aðventuganga FÍ í miðbæ Reykjavíkur

Aðventuganga FÍ - Sunnudagur 9. desember kl. 17.00.  Gönguferð í miðbæ Reykjavíkur. Heimsókn í Alþingishúsið með fræðslu um starf þings og fróðleik um húsið.  Síðan er gengið yfir í Dómkirkjuna og átt þar góða stund. Fararstjóri í ferðinni er Ólafur Örn Haraldsson forseti FÍ.  Guðjón Friðriksson sagnfræðingur verður með fróðleik um miðbæinn. Mæting við styttu Jóns Sigurðsson við Austurvöll.

Myndakvöld 12. desember - hugmyndir um virkjun Hagavatns og rannsóknarferðir Jónasar Hallgrímssonar

Næsta myndakvöld FÍ er miðvikudaginn 12. desember.  Fyrri hluti myndakvöldsins rannsóknarferðir Jónasar Hallgrímssonar.  Sveinn Jakobsson jarðfærðingur segir frá.  Seinni hluti myndakvölds: jarðfærði svæðisins og hugmyndir um virkjun Hagavatns.  Ólafur Örn Haraldsson forseti FÍ sýnir myndir og segir frá gönguleðinni frá Bláfellshálsi, með Jarlhettum,  að Hagavatni, Hlöðuvöllum, Skjaldbreið,  Klukkuskarði og  að Laugarvatni.   Myndakvöldið hefst kl. 20.  Aðgangseyrir er kr. 600. Kaffi og með því. Allir velkomnir.

Ályktun stjórnar FÍ um Kjalveg

Uppbyggður vegur yfir Kjöl með hraðri og þungri umferð mun stórspilla óbyggðum hálendisins. Hávaði og gnýr frá slíkri umferð á malbikuðum vegi berst gríðarlega langt, umferðin stingur algerlega í stúf við þá náttúrustemningu sem þarna ríkir, ævintýri óbyggðaferða á sumri og vetri er úr sögunni, enn einu sinni verður gengið á takmarkað land óbyggðanna og það rist í sundur,

Laugavegsskilti aðgengileg á heimasíðu FÍ

Í sumar setti Ferðafélag Íslands upp 10 ný skilti á Laugaveginum með stuðningi menningsarsjóðs Visa Íslands. Nú eru skiltin aðgengileg hér á heimasíðu FÍ og unnið er að uppfæra og endurnýja upplýsingar um Laugaveginn.

Skaftafell í Öræfum

Út er komin bókin Skaftafell í Öræfum – Íslands þúsund ár eftir breska fjallavistfræðinginn Dr. Jack D. Ives.  

Æskan og óbyggðirnar

Í tilefni af 80 ára afmæli FÍ var viðtal við Ólaf Örn Haraldsson forseta FÍ í Morgunblaðinu í gær þar sem hann ræðir um stofnun félagsins, markmið og starfið í dag.

Hátíðarfundur FÍ í Norræna húsinu í gærdag.

Hátíðarfundur FÍ í Norræna húsinu í gærdag í tilefni af 80 ára afmæli félagsins tókst vel. Um 150 gestir mættu til fundarins.  Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson heiðraði fundinn með heimsókn sinni og flutti félaginu kveðju og hlý orð.    Sjá myndir

Að hugsa og ganga - Páll Skúlason

Á hátíðarfundi Ferðafélagsins í Norræna húsinu í gær  í tilefni af 80 ára afmæli félagsins flutti Páll Skúlason prófessor og fyrrverandi háskólarektor mjög athyglisvert erindi um að hugsa og ganga sem hann tengdi við starfsemi FÍ.  Erindi Páls er hér í heild sinni.

Gullmerki á hátíðarfundi FÍ í dag

Ferðafélag Íslands sæmdi í dag 26 einstaklinga gullmerki félagsins á hátiðarfundi í Norræna húsinu.  Gullmerki FÍ eru veitt fyrir einstakt og óeigingjarnt starf fyrir félagið sem og fyrir framúrskarandi störf í þjóðfélaginu á kjörsviði félagsins.  Ólafur Örn Haraldsson forseti FÍ veitti gullmerkin með aðstoð Sigrúnar Valbergsdóttur varaforseta og Viktors 11 ára upprennandi ferðafélaga.