Nú hafa 95 þátttakendur skráð sig í ferð FÍ á Hvannadalshnjúk um Hvítasunnuna. Hámarksfjöldi í ferðina er 100 og því fimm sæti laus. Haraldur Örn Ólafsson er fararstjóri í ferðinni ásamt 14 fararstjórum FÍ. Þátttakendur hafa þegar hafið undirbúning fyrir ferðina með gönguferðum og líkamsrækt af ýmsu tagi. Árið 2005 fór FÍ með 140 þáttakendur á Hvannadalshnúk í einni ferð en hefur síðan sett hámarksfjölda 100 í ferðina.
Síðast liðið haust var skálavarðahús FÍ í Landmannalaugum fjarlægt af svæðinu og flutt í Nýjadal. Skálavörðurinn tók þessar skemmtilegu myndir á drumbungslegum degi í október.
Nú fer senn að líða að Páskum og fer hver að vera síðastur að skrá sig í ferðina P-1 Hornstrandir um Páska með Braga og Sigrúnu.Síðasti dagur skráningu og greiðslu er Mánudaginn 3.mars
Verð: 40.000/43.000Innifalið: Flug, bátsferð, gisting og fararstjórn
Skíðaganga á sunndaginn 2.mars Farið verður með rútu frá Mörkinni 6 kl 10:30Keyrt að Mosfellsheiði og gengið yfir og komið niður hjá Litlu Kaffistofunni þar sem rútan sækir fólkið og keyrt aftur í Mörkina 6
Næsta félagsvist verður þriðjudaginn 19. febrúar. Vistin hefst kl: 19:30. Spilað verður í Mörkinni 6 í risinu. Lokakvöldið verður 18. mars 2008. Hámark þátttakenda er 52. Fyrstir koma fyrstir fá. Vinsamlega athugið að félagsvistin er ætluð félögum í Ferðafélaginu og gestum þeirra. Verðlaun verða veitt, kaffi og kökur. Sérstök verðlaun verða veitt þeim sem flest stig hlýtur samtals á öllum spilakvöldum vetrarins.
Myndakvöld er hjá FÍ í kvöld kl. 20.00 í FÍ salnum Mörkinni 6. Nemendur í Smáraskóla sýna myndir úr ferðum sínum að Fjallabaki. Aðgangseyrir er kr. 600, innifalið kaffi og meðlæti. Allir velkomnir.