Um 90 manns gengu á Hvannadalshnúk með Ferðafélaginu um Hvítasunnuhelgina. Lagt var af stað í gönguna kl. sex að morgni á laugardag. Rigning var í upphafi og göngu og skyggni lítið lítið nánast alla gönguna. Þó rofaði til á leiðinni niður. Erna Bergþóra Einarsdóttir ferðafulltrúi hjá FÍ sagði að gangan hefði gengið vel þrátt fyrir veðrið. ,,Fyrstu menn voru tólf og háflan tíma en sá síðasti kom niður um hálfellefu í fylgd Haraldar Arnar fararstjóra," Alls voru 14 fararstjórar í ferðinni. Myndir úr ferðinni verða settar á myndabanka FÍ á næstunni.