Fréttir

Mikil umferð í Landamannalaugum

Mikil umferð er í Landmannalaugum þessa dagana og skáli FÍ þétt bókaður. Helga Garðarsdóttir skálavörður FÍ segir að umferðin hafi farið vaxandi nú síðustu daga. Mikið sé að gönguhópum að leggja af stað Laugaveginn og eins dagsgestum í styttri gönguferðum.

Esjan alla daga

Esjan alla daga, gönguferðir á Esjuna 14. - 18. júlí hófust í gær. Þátttaka var ágæt en enn er hægt að slást í hópinn og vera með í skemmtilegum heilsubótargöngum. Gangan hefst kl. 18.00 frá bílastæðinu við Mógilsá allla daga og er þátttaka ókeypis. Sjá myndir í myndabanka FÍ.

Vel heppnuð gönguvika hjá Ferðafélagi fjarðarmanna

Dagana 21. - 28. júní 2008 var Gönguvika í Fjarðabyggð. Ferðafélag fjarðamanna stóð að gönguvikunni ásamt Ferðaþjónustunni Mjóeyri, Ferðamálafélagi Fjarðabyggðar og Fjarðabyggð. Sjá heimasíðu Ferðafélags fjarðamanna

Langt ná klær Kötlu

Á árunum 1975 - 1984 urðu mikil umbrot í Kelduhverfi.  Mörg eldgos urðu á Kröflusvæðinu og í Gjástykki og mjög harður jarðskjálfti skók svæðið vorið 1976.  Þegar snjóa leysti  hafði myndast vatn á sandinum sem fékk nafnið Skjálftavatn.

Esjan eftir vinnu - góð mæting - myndir

Góð mæting var í Esjugöngu FÍ í gærkvöldi, Esjan eftir vinnu. Um 25 manns, konur, krakkar og kallar tóku þátt í göngunni í besta veðri. Þórður Marelsson fararstjóri stjórnaði æfingum á leiðnni og teygjum í lokum.  Sjá myndir úr göngunni

Þórsmörk - líf og fjör í Langadal

Starf skálavarða FÍ á fjöllum er fjölbreytt. Starfið snýst meðal annars um mótttöku gesta, leiðsögn, þrif, björgun og margt margt fleira.  Í Langadal í Þórsmörk eru nú starfandi þrír skálaverðir og er í mörg horn að líta hjá skálavörðunum. Sjá myndir.

Myndir úr ferðum, þrjú fjöll og fossagöngur

Sumarleyfisferðir FÍ eru nú komnar í fullan gang. Myndir sem berast skrifstofu FÍ eru settar í myndabanka FÍ og þátttakendur eru hvattir til að senda myndir á fi@fi.is.  Nú eru komnar myndir úr tveimur gönguferðum um sl. helgi, Þrjú fjöll á sunnudegi og Fossagöngunni. Sjá myndirSjá myndir úr Fossagöngunni

FÍ byggir nýjan skála í Álftavatni

Framkvæmdir eru nú hafnar í Álftavatni við byggingu á nýjum skála Ferðafélagsins. Nýi skálinn er um 200 fm og mun taka 40 manns í gistingu. Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ segir að húsið verði reist á 5 dögum og síðan taki um 3 vikur að klára húsið að innan.

Esjan eftir vinnu

Í júlí standa FÍ og SPRON fyrir gönguferðum með leiðsögn á Esjuna.  Gengið verður á Esjuna 2svar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18.00 og lagt af stað frá bílastæðinu við Mógilsá.

Silfur Egils í Esjunni

Ferðafélagið stendur þessa dagana fyrir ratleik í hlíðum Esjunnar. Tilvalið er fyrir fjölskylduna að fara saman í gönguferð á Esjuna og finna lausn á ratleiknum.  Um er að ræða fimm  pósta sem þarf að finna og á hverju þeirra er létt spurning sem þarf að svara. Takið með ykkur blað og penna og skrifið niður rétt svör og sendið á fi@fi.is og spron.is/ratleikur. Vegleg verðlaun eru veitt í lok sumars þegar dregið er úr réttum svörum.  Fyrsta póstinn er að finna ekki langt frá skiltinu við bílastæðið.