Fréttir

Óvissuferðin til Vestmannaeyja

Óvissuferð FÍ um síðustu helgi tókst vel. Lagt var af stað í rútu frá Mörkinni 6 og haldið austur fyrir fjall. Þegar komið var austur fyrir Hvolsvöll töldu margir að nú ætti að fara í Þórsmörk.  Svo var þó ekki heldur var ekið niður að Bakka, stigið þar í flugvél og flogið til Vestamannaeyja...

Draugaferð í Hvítárnes

FÍ stendur fyrir sérstakri ferð í Hvítárnes, elsta skála félagsins um næstu helgi. Í skálanum hefur lengi þótt vera reimleiki og verður nú farið í reimleikaferð / draugaferð í Hvítárnes. Að lokinni kvöldvöku og draugasögum verður dregið um hver sefur í draugakojunni....

Gönguferð á Kvígindsfell 28. september

Ferðafélagið efnir til göngu á Kvígindisfell (783 m) sunnudaginn 28. september.( breytt vegna veðurspár, átti að vera 21. sept) Lagt verður af stað frá Mörkinni 6 kl. 10.30. Kvígindisfell er á mörkum Árnessýslu og Borgarfjarðarsýslu, nálægt Uxahryggjaleið, um klukkustundar akstur frá Reykjavík. Mjög víðsýnt er af fjallinu, en til þessa hefur ekki verið ýkja tíðförult á það.

Óvissuferð - laus sæti

Laust er í Óvissuferðina þar sem enginn veit hvert verður farið, eða hvort hægt er að komast þangað eða hvort komið verður til baka.

Á slóðum Laxness með Pétri Ármannssyni

Sunnudaginn 7. septbember er boðið upp á gönguferð á slóðum Laxness með Pétri Ármannssyni arkitekt sem leiðsögumanni.  Gengið verður frá Gljúfrasteini, að Helgufossi og áframt á Grímarsfell, eftir fjallinu og niður aftur að Glúfrasteini.  Á leiðinni eru margir fallegir staðir og útsýni gott af fjallinu, sem og skemmtileg frásögn af ferðum skáldsins um þetta ágæta göngusvæði.

Haustferð Hornstrandafara FÍ

Haustganga Hornstrandafara FÍ verður farin þ. 4. október nk. Að þessu sinni verður farið á Borgarfjarðarsvæðið og gengið í nágrenni Borgarnes – Hafnarfjall eða Hafnardal eða sambland af hvoru tveggja.

Allt hvítt í Hrafntinnuskeri

Í nótt var bylur í Hrafntinnuskeri og þegar göngufólk vaknaði þar i morgun var allt orðið hvítt í næsta nágrenni skálans. FÍ brýnir fyrir göngufólki að vera vel búið á gönguferðum nú á haustdögum og kanna vel veðurspá áður en haldið er til fjalla.

Nafn á nýrri gönguleið

Frestur til að skila inn tillögum að nafni á nýrri gönguleið FÍ rennur út 1. september. Gönguleiðin er frá Skálpanesi, um Jarlhettudal, niður að Hagavatni og Einifelli. Þaðan yfir nýja brú FÍ yfir Farið, yfir í Hlöðuvelli, Karl og Kerlingu, niður Langadal, um Klukkuskarð og að Laugarvatni.  Ólafur Örn Haraldsson hefur leitt hóp FÍ um þessa leið í þrjú ár og hefur hún notið vaxandi vinsælda

Samingur um Árbók FÍ 2011

Í dag skrifuðu  Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ og Árni Björnsson þjóðháttarfræðngur undir ritsamning þess efnis að Árni Björnsson skrifar Árbók FÍ 2011 um Dalasýslu.  Árbók FÍ 2009 verður um Vestmannaeyjar og Árbók FÍ 2010 um Torfajökulssvæðið.

Nýr skáli FÍ í Álftavatni

Hróður Laugavegarins, vinsælustu gönguleiðar hálendisins berst víða. Umfjöllun um Laugaveginn er víða í erlendum tímaritum. Um átta þúsund manns ganga Laugaveginn á hverju sumri og eru erlendir göngumenn í meirihluta. Ferðafélag Íslands hóf uppbyggingu á Laugaveginum fyrir 50 árum og hefur síðan byggt upp fimm skála á leiðinni og auk þess fest kaup á Hvanngili.