Fréttir

Á sögulegum slóðum yfir í Hvanndali

Ferðafélagið stóð fyrir ferð í Héðinsfjörð og Hvanndali fyrir verslunarmannahelgi. Ferðin var sérstök fyrir þær sakir að ekki hafði verið gengið áður með hópa um hluta leiðarinnar.  Gengið var á Siglufjarðarfjöll fyrsta dag, þ.e. upp í Siglufjarðarskarð, á Illviðrahnúk, á Snók og yfir á Stráka.  Á öðrum degi var siglt á Siglunes, gengið inn Nesdal og farið um Pútuskörð yfir í Héðinsfjörð. Á þriðja degi var gengið frá Vík í Héðinsfirði, út með firði, klöngrast niður í fjöru og gengið eftir flughálu fjörugrjóti, vaðið í sjó fyrir forvaða, út í Hvanndali, leið sem ung kona gekk síðast 1859 til að sækja eld í Héðinsfjörð.

Laugavegurinn um miðjan ágúst

FÍ býður upp á ferð um Laugaveginn 20. - 24. ágúst. Seinni part sumars skartar náttúran sínu fegursta, gróður vel gróin og gönguleiðir góðar eftir aðstæðum. Kvöldrökkur eykur stemminguna í skálum.

Þar sem vegurinn endar

Nokkur sæti eru laus í kvennaferð FÍ í Norðurfjörð, þar sem vegurinn endar og er farin 13. ágúst.

Góð þátttaka í Esjunni alla daga

Alls tóku 99 manns þátt í Esjan alla daga síðustu í síðustu viku.  Gönguvikunni lauk með grilli á föstudaginn.  Esjan eftir vinnu heldur áfram út júlí, gönguferðir á Esjuna þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18, þátttaka ókeypis og allir velkomnir.

Aukaferð um Laugaveginn 28. júlí

FÍ býður upp á aukaferð um Laugaveginn 28. júlí, vegna mikillar eftirspurnar. Gengið frá Landmannalaugum til Þórsmerkur um vinsælustu  gönguleið í óbyggðum Íslands. Ferðin er frábrugðin hefðbundinni Ferðafélagsferð að því leyti að gist er fyrstu nóttina í Landmannalaugum og því gefst tími til gönguferðar um svæðið og til baða í heitu laugunum. Á öðrum degi er gengið að Álftavatni en höfð góð áning í Hrafntinnuskeri og síðan eru það Emstrur og Þórsmörk. Sjá myndir úr Laugavegsgöngu

Aukaferð um Laugaveginn 28. júlí

FÍ býður upp á aukaferð um Laugaveginn 28. júlí, vegna mikillar eftirspurnar. Gengið frá Landmannalaugum til Þórsmerkur um vinsælustu  gönguleið í óbyggðum Íslands. Sjá myndir úr Laugavegsgöngu

Esjan alla daga - lokaganga - grill

Esjan alla daga, 5 daga gönguferðir á Esjuna lýkur í kvöld með göngu og grilli að göngu lokinni. Mæting er við bílastæðið við Mógilsá kl. 18.00. Að lokinni göngu mun Þórður fararstjóri draga fram góðgæti á grillið og grilla fyrir þátttakendur í Esjugöngunum þessa vikuna. Sem fyrr eru allir velkomnir og þátttaka ókeypis.

Esjan eftir vinnu og alla daga, myndir 17. júlí

Níu kraftmiklar konur mættu í Esjugöngu í gær og gengu á Þverfellshorn með fararstjórunum Þórði og Fríði. Myndir úr Esjugöngum þessa vikuna má finna á myndabanka FÍ hér á heimasíðunni.

Í fótspor útilegumanna

Nú má finna myndir úr ferð FÍ ,,Í fótspor útilegumanna og galdramanna á Ströndum" sem farin var í júlí byrjun. Fararstjóri var Sigríður Lóa Jónsdóttir  

Fossarnir í Djúpárdal, myndbandsskot á Útivera.is

Tímaritið Útivera kemur út relgulega og fjallar um útivist og fjallamennsku á lifandi og skemmtilegan hátt. Útivera.is stendur nú fyrir vefvarpi sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Á vefvarpinu er hægt að sjá stutt myndbandsskot úr ferðum, útivistar og fjallaviðburðum. Nýjasta myndskotið er tekið í Ferðafélagsferð, Fossarnir í Djúpárdal, með Páli Ásgeiri sem fararstjóra, sjá www.utivera.is