Fréttir

Haustganga Hornstrandafara FÍ

Gengið verður um Hafnardal þ.e. frá Ölveri að bænum Grjóteyri 12 km leið. Síðan verður sund og svaml í pottum í Borgarnesi. Að þessu loknu hefst árshátíðarívaf á Hótel Borgarnesi. Meðal atriða þar verður tvírétta máltíð, ávarp leiðtogans, tónlist leikin á dragspil, happdrættið góða, en síðan mun Breiðbandið stjórna fjörinu fram undir miðnætti.

Afsláttarkvöld í Útilíf fyrir félagsmenn F.Í.

Útilíf, stærsta útivistarverslun landsins býður Ferðafélögum á afsláttarkvöld fimmtudaginn 2. október.  Þá geta félagsmenn gegn framvísun á félagsskírteini FÍ verslað með 20 % afslætti. Útilíf er nú komin með allar nýjustu vetrarlínur frá þekktustu útivistarframleiðendum.  Afsláttarkvöldið hefst kl. 19.00. í Útilíf Glæsibæ.

Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á lífríki Íslands

Mánudaginn 29. september verður haldið fyrsta fræðsluerindi vetrarins á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags .  Erindið verður haldið kl. 17:15 í stofu 132, í Öskju, Háskóla Íslands.

Tilboð til félagsmanna FÍ hjá Útivist og Sport - Regatta

Útivist & Sport – Regatta veitir félagsmönnum FÍ 50% afslátt gegn framvísun félagsskírteinis. Tilboðið stendur til 31. desember 08. Gildir ekki á útsölum, af tilboðum eða með inneignarnótum.  

Kvikmyndir úr ferðasafni F.Í.

Myndakvöld FÍ miðvikudag 24. september kl. 20 Jóhannes Ellertsson langferðabílstjóri og ferðafélagi sýnir kvikmyndir úr ferðum félagsins, allt frá árinu 1958.  

Nafn á nýrri gönguleið FÍ

Jarlhettur, Jarlhettutraðir, Langleiðin, Farið, Farvegur, Austurstræti, Neshagavellir, Jarlhettustígur, Jarlhettubraut, Ólafsvegur, Tröllastígur...

Gönguferð á Kvígindsfell frestað um viku vegna veðurs

Gönguferð á Kvígindisfell sem vera átti 21. september hefur verið frestað um viku vegna veðurspár..

Kvikmyndir úr ferðasafni F.Í.

Myndakvöld F.Í. hefjast nú að nýju að loknu sumri.  Myndakvöld verður haldið miðvikudaginn 24. september kl. 20.00...

Ófært í Þórsmörk

Að sögn skálavarða Ferðafélagsins í Langadal í Þórsmörk er nú ófært inn í Þórsmörk vegna vatnavaxta í Merkuránum...

Skálar loka á Laugaveginum

Skálum FÍ á Laugaveginum í Hrafntinnuskeri, Álftavatni, Hvanngili og í Botnum á Emstrum hefur nú verið lokað og skálaverðir komnir til byggða...