Ferðaáætlun FÍ kemur út 25. janúar nk. Í áætluninni verður að finna fjölbreytt úrval gönguferða um landið. Fjölmargar nýungar er að finna í áætluninni en áhersla Ferðafélagsins er að bjóða upp á ódýrar ferðir þar sem allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og nú ekki síst fjölskyldufólk. Í áætluninni er að finna ferðir um allt land, bæði ný og ókönnuð svæði sem og sígidlar ferðir um sívinsæl svæði. Má þar nefna ferðir um Laugaveginn, Fimmvörðuháls, í Þórsmörk, á Hvannadalshnúk, um Hornstrandir, í Héðinsfjörð og Fjöður, um Víknaslóðir svo fátt eitt sé nefnt. Þá verða morgungöngurnar á sínum stað í maí og nú verður boðið upp á sérstaka barnavagnaviku í apríl.