EJS með gjöf til Skagfjörðsskála í Langadal
03.03.2009
EJS hefur fært Ferðafélagi Íslands öryggisgjallarhorn til notkunar í skála félagsins í Langadal í Þórsmörk. Gjallarhorn þetta er með sérstaktri öryggissírenu og hentar vel til að ná til ferðamanna úr langri fjarlægð ef á þarf að halda. Ísar Guðni Arnarson starfsmaður EJS færði framkvæmdastjóra FÍ gjöfina á skrifstofu FÍ á dögunum með þeim óskum að tækið myndi reynast vel í Þórsmörk, í fjölbreyttu starfi skálavarða þar, sem daglega sinna margvíslegum öryggis- og björgunarstöfum. Ferðafélag Íslands sendir EJS bestu þakkir fyrir gjöfina.