Fréttir

Á fjallatindum eftir Bjarna E. Guðleifsson

Út er komin bókin Á fjallatindum eftir Bjarna E. Guðleifsson. Undirtitill bókarinnar er Gönguferðir á hæstu fjöll í sýslum landsins. Bókin er 432 síður, litprentuð, og lýsir gönguferðum nokkurra göngumanna á hæstu tinda í 24 sýslum landsins.

Á fjallatindum eftir Bjarna E. Guðleifsson

Út er komin bókin Á fjallatindum eftir Bjarna E. Guðleifsson. Undirtitill bókarinnar er Gönguferðir á hæstu fjöll í sýslum landsins. Bókin er 432 síður, litprentuð, og lýsir gönguferðum nokkurra göngumanna á hæstu tinda í 24 sýslum landsins. Eitt fjallanna var hæsti tindur í tveimur sýslum þannig að hátindarnir eru 23.

Örgöngur FI í Grafarholti

Miðvikudagana 22. apríl, 29. apríl, 6.maí,13. maí og 20.maí verða farnar gönguferðir um nágrenni Grafarholts.  Þetta verða stuttar ferðir sem taka  eina og hálfa til tvær klukkustundir.  Í áætlun Ferðafélagsins kallast þær örgöngur.   Göngurnar hefjast kl 19:00.  Göngustjórnar verða Guðlaug Sveinbjarnardóttir og Höskuldur Jónsson.  Gengið verður í öllum veðrum.  Gönguleiðir liggja að mestu leyti um malarstíga en að nokkru um óraskað land.  Hafið góða skó.   Fylgist með fréttum á vef Ferðafélags Íslands.  Vera má að röð ferða breytist vegna veðurs.

Kæru félagar Ferðafélags Íslands

Hjálparsveit skáta Kópavogi er 40 ára á þessu ári. Af því tilefni er fræðsludagur í húsnæði sveitarinnar,  Hafnarskemmunni við Kópavogshöfn, næstkomandi laugardag 18. apríl. Allir velkomnir,  gæsla fyrir börnin Með kærum kveðjum og þökkum fyrir margar samverustundir á fjöllum Hjálparsveit skáta Kópavogi

Ferðafagnaður á Helgafell

Á ferðafagnaði á laugardaginn bjóðum við upp á gönguferð á Helgafell, lagt af stað á einkabílum kl. 10 frá Mörkinni, lagt af stað í gönguferðina kl. 10.30 frá Kaldárseli. Fararstjóri frá FÍ, þátttaka ókeypis, allir velkomnir.

Esjuganga á fimmtudag 16. apríl

Boðið er upp á Esjugöngu með fararstjóra fimmtudaginn 16. apríl kl. 18. Lagt er af stað frá bílastæðinu við Mógilsá.  Fararstjóri er hinn síungi Þórður Marelsson og sér hann um upphitnun og teygjur við hæfi.  Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.

Styttist í morgungöngur FÍ

Nú styttist óðum í að morgungöngur FÍ hefjist en þá verður gengið á fjöll í nágrenni Reykjavíkur við fyrsta hanagal, eða klukkan sex að morgni.  Morgungöngur FÍ eru nú sjötta árið í röð og hafa notið mikilla vinsælda árrisulla göngumanna.  Alls mættu fimm í fyrstu gönguna 2004 en nú hafa um 300 manns tekið þátt í gönguvikunni, en gengið er á fjöll 5 daga í róð fyrstu vikuna í maí.

150 manns á myndakvöldi FÍ

Góð mæting var á myndakvöld FÍ í kvöld þegar um 150 manns mættu á myndasýningu um Austurdal í Skagafirði, sem og sýningu frá fjallgöngum Þórhalls Ólafssonar á 151 tind í fjallabók Ara Trausta og Péturs Þorleifssonar.  Gísli Heimir Konráðsson sýndi myndir úr Austurdal, en Þórhallur ásamt Guðmundi Jónssyni sýndu myndir úr fjallgöngum á tindana 151.

Myndakvöld miðvikudaginn 15. apríl

Myndakvöld FÍ miðvikudagskvöld 15. apríl um Austurdal í Skagafirði. Sýndar verða myndir og sagt frá dalnum. Kynntar verða gönguferðir um dalinn, bæði dags- og helgarferðir. Austurdalur er afar friðsæll, býr yfir mikilli náttúrufegurð og lætur engan ósnortinn sem um hann fer.  Gísli Rúnar Konráðsson sýnir.  Einnig verða sýndar myndir frá ferðum Þórhalls Ólafssonar á 151 tind.  Guðmundur Jónsson  og Þórhallur sýna myndir og segja frá verkefninu.  Myndakvöldið hefst kl. 20.  Aðgangseyrir kr. 600. Innifalið kaffi og meðlæti. Allir velkomnir.

Ferðafélagið styrkir Barnaspítala hringsins

Ferðafélagið stóð fyrir góðgerðargöngu á Esjuna sl. fimmtudag.  Alls tóku 59 þátt í göngunni og var þátttökugjald kr. 500.  Alls safnaðist því 29.500 í gönguferðinni og hefur félagið ákveðið að styrkja Barnaspíltala hringsins um þessa upphæð.