Fréttir

Myndakvöld miðvikudaginn 15. apríl

Myndakvöld FÍ miðvikudagskvöld 15. apríl um Austurdal í Skagafirði. Sýndar verða myndir og sagt frá dalnum. Kynntar verða gönguferðir um dalinn, bæði dags- og helgarferðir. Austurdalur er afar friðsæll, býr yfir mikilli náttúrufegurð og lætur engan ósnortinn sem um hann fer.  Gísli Rúnar Konráðsson sýnir.  Einnig verða sýndar myndir frá ferðum Þórhalls Ólafssonar á 151 tind.  Guðmundur Jónsson  og Þórhallur sýna myndir og segja frá verkefninu.  Myndakvöldið hefst kl. 20.  Aðgangseyrir kr. 600. Innifalið kaffi og meðlæti. Allir velkomnir.

Ferðafélagið styrkir Barnaspítala hringsins

Ferðafélagið stóð fyrir góðgerðargöngu á Esjuna sl. fimmtudag.  Alls tóku 59 þátt í göngunni og var þátttökugjald kr. 500.  Alls safnaðist því 29.500 í gönguferðinni og hefur félagið ákveðið að styrkja Barnaspíltala hringsins um þessa upphæð.

Tungl ganga á Esjuna 9. apríl

FÍ stendur fyrir tungl göngu á Esjuna að kvöldi Skírdags 9. apríl kl. 21.00.  Allir þátttakendur fá gefins páskaegg af bestu gerð og auk þess verður dregið úr hópi þátttakenda og hljóta vinningshafar sérstaka páskagjöf frá Ferðafélaginu.

Páskaferð á Hornstrandir

Enn eru nokkur sæti laus í páskaferð FÍ á Hesteyri, skíðaferð.  Fararstjórar í ferðinni eru Sigrún Valbergsdóttir og Bragi Hannibalsson.

Landmannalaugar og Þórsmörk um páskana

Skálar FÍ í Landmannalaugum og Þórsmörk verða opnir um páskana og skálaverðir að störfum í báðum skálum.  Skálarnir verða því heitir og notalegir og heitt kaffi og kakó á könnunni hjá skálavörðum.  Boðið er upp á gönguferðir í næsta nágrenni skálanna og því tilvalið að skella sér í ferð til fjalla og upplifa íslenska náttúrufegurð eins og hún gerist best.

Skíðaganga á Pálmasunnudag

Ferðafélagið stendur fyrir gönguskíðaferða á Pálmasunnudag. Ekið til Þingvalla þar sem gerður verður stuttur stans í kirkjunni og  saga hennar rifjuð upp. Þaðan ekið inn að Svartagili þar sem skíðagangan hefst. Gengið verður upp á milli Botnssúlna og Ármannsfells, norður fyrir Hvalfell yfir Hvalvatn, ef aðstæður leyfa, og komið niður hjá Stóra-Botni í Botnsdal.

Ferðaáætlun FÍ 2009

Fjallaskóli FÍ, dagsgöngur um Reykjanesskagann, fimm tinda göngur, Fjallabók FÍ og Barnavagnavika eru meðal nýjunga í starfsemi Ferðafélags Íslands.  

Esjan 107 - góðgerðarganga FÍ á Esjuna.

Esjan 107 - Ferðafélagið stendur fyrir sérstakri gönguferð á Esjuna 2. apríl sem fengið hefur nafnið Esjan 107. Þátttakendur mæta kl. 18.00 og greiða með 5 grásleppum þátttökugjald sem rennur óskert til góðgerðarmála. Allir sem þátt taka fá úthlutað númerum sem þeir geyma og er jafnframt happdrættismiði.  Dregið verður úr þátttökunúmerum strax að lokinni göngu á Esjuna. Markmiðið er að ná 107 manns í þessa gönguferð og eru gríðarlega spennandi verðlaun ef þessu fjöldamarkmiði er náð sem ganga á fjallið.  Fararstjóri er hinn síungi Þórður Marelsson.

Esjan 107 - góðgerðarganga á Esjuna 2. apríl

Esjan 107 - Ferðafélagið stendur fyrir sérstakri gönguferð á Esjuna 2. apríl sem fengið hefur nafnið Esjan 107. Þátttakendur mæta kl. 18.00 og greiða með 5 grásleppum þátttökugjald sem rennur óskert til góðgerðarmála. Allir sem þátt taka fá úthlutað númerum sem þeir geyma og er jafnframt happdrættismiði.  Dregið verður úr þátttökunúmerum strax að lokinni göngu á Esjuna.

Páskaferð um Snæfellsnes

Brottför kl.8  frá Mörkinni 6 og ekið vestur að Hofi í Staðarsveit þar sem gist verður í svefnpopkaplássi, 8 saman í íbúð, 2 saman í hverju rými. Farið verður í styttri og lengri gönguferðir um hið magnaða svæði “Undir Jökli” og ennfremur stefnt að göngu á Snæfellsjökul.