Fréttir

Aukaferð á Hvannadalshnúk 6. júní

Fullbókað er í ferð FÍ á Hvannadalshnúk um Hvítasunnuhelgina.  Nú hefur verið sett upp aukaferð 6. júní og er fyrirkomulag, undirbúningur og skipulag allt hið sama.  Undirbúningsfundur fyrir ferðina er 27. maí.  Bent er á undirbúning og æfingagöngur fyrir ferðina undir lýsingu á ferðinni hér á heimasíðunni.

Stofnfundur Ferðafélagsdeildar á Þórshöfn.

Til stendur að stofna ferðafélagsdeild fyrir Langanes, Bakkaflóa og Þistilfjörð.  Stofn- og kynningarfundur deildarinnar verður haldinn í Hafliðabúð á Þórshöfn, þriðjudagskvöldið 24. mars kl. 20:00-21:00. Ólafur Örn Haraldsson forseti FÍ og Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ verða gestir á fundinum og kynna starfsemi félagsins.

Fyrirlestur hjá Nafnfræðifélaginu - örnefni á Þingvöllum

Einar Á.E. Sæmundsen fræðslufulltrúi þjóðgarðsins á Þingvöllum heldur fyrirlestur laugardaginn 21. mars í stofu 130 í Öskju, húsi Háskóla Íslands, kl. 13.15.

Fjallabók FÍ - safnaðu fjöllum með Ferðafélaginu

Fjallabók FÍ er verkefni sem nú er að hefjast hjá Ferðafélaginu.  Í verkefninu eru allir hvattir til að ganga á fjöll og skrá í sérstaka Fjallabók FÍ.  Þegar þú hefur gengið á 10 fjöll og fyllt út í bókina og með undirskrift ferðafélaga þá fá þátttakendur viðurkenningu frá Cintamani í árslok.  Öll fjöll eru gild í verkefnið en aðeins má skrá hvert fjall einu sínni

Fullbókað á Hvannadalshnúk - aukaferð 6. júní

Fullbókað er nú í hina sívinsælu ferð FÍ á Hvannadalshnúk um Hvítasunnuhelgina.  Haraldur Örn Ólafsson er fararstjóri í ferðinni ásamt vöskum hópi línustjóra, þe aðstoðarfararstjóra. Þegar eru um 100 manns skráðir í ferðina og fjöldi á biðlista. Nú hefur verið upp aukaferð á Hvannadalshnúk 6. júní.  Hámarskfjöldi í þá ferð eru 80 manns.

Aðalfundur FÍ 18. mars

Aðalfundur Ferðafélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 18. mars kl. 20 í sal félagsins Mörkinni 6.  Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórnin.

Jöklaöryggisnámskeið fyrir fararstjóra FÍ - og félagsmenn

Tilgangur þessa námskeiðs er að efla kunnáttu og vitund farastjóra FÍ á sviði öryggismála og fagmennsku í fararstjórn í jöklaferðum, t.d fyrir farastjórn á Hvannadalshnjúk. Í lok þessa námskeiðs eiga þátttakendur að hafa lært stöðluð vinnubrögð sem gera þeim kleift að bregðast við óvæntum aðstæðum af öryggi og staðfestu. Þetta námskeið er mikilvægur þáttur í viðleitni FÍ til að tryggja þátttakendum í ferðum sínum bestu mögulegu þjónustu og öryggi. Þekking og kunnátta fararstjóra er lykillinn að vel heppnaðri Ferðafélagsferð. Leiðbeinandi er UIAGM-IFMGA fjallaleiðsögumaðurinn Jökull Bergmann

Verklegi hluti vaðnámskeiðs um næstu helgi

Verklegi hluti vaðnámskeiðs sem vera átti átti 7. -8. mars en var frestað vegna aðstæðna verður haldið um næstu helgi, 21. - 22. mars.

Aðalfundur Ferðafélags Íslands 18. mars

Aðalfundur Ferðafélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 18. mars kl. 20 í sal félagsins Mörkinni 6.  Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórnin.

Ferðafélag Árnesinga stofnað á Selfossi í gær

Ný deild í Ferðafélagi Íslands, Ferðafélag Árnesinga, var stofnuð á Selfossi í gær.  Stjórn félagsins var kjörin á fundinum og var Jón B. Bergsson kjörinn formaður.  Ólafur Örn Haraldsson forseti FÍ og Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri voru gestir á fundinum og greindu frá starfsemi Ferðafélags Íslands