Fréttir

Ferðafélagið gefur út tímarit - leit að nafni

Ferðafélag Íslands hefur ákveðið að hefja útgáfu tímarits sem dreift verður til allra félagsmanna þeim að kostnaðarlausu. Í tímaritinu sem ætlað er að komi út tvisvar sinnum á ári nánar tiltekið vor og haust verður fjallað um margvíslegt efni sem tengist Ferðafélagi Íslands, starfi þess og viðfangsefnum  sem og ýmsu öðru fróðlegu er tengist útiveru, fjallamennsku og ferðamennsku.

Esjan alla daga - 8. - 12. mars

Ferðafélagið stendur fyrir gönguferðum á Esjuna, ,,Esjan alla daga - 8. - 12.mars. "  Þá verður gengið á Esjuna 5 daga í röð. Lagt er af stað kl. 18.  Fararstjóri í ferðunum er Þórður Marelsson. Þátttaka er ókeypis fyrir félagsmenn FÍ en annars kostar kr. 1000 í hverja göngu.  Þeir sem taka þátt í öllum fimm göngunum fá glæsileg verðlaun frá Ferðafélaginu,  árbók FÍ að eigin vali að verðmæti kr. 5000 og dagsferð með FÍ í júní, júlí eða ágúst.

EJS með gjöf til Skagfjörðsskála í Langadal

EJS hefur fært Ferðafélagi Íslands öryggisgjallarhorn til notkunar í skála félagsins í Langadal í Þórsmörk.  Gjallarhorn þetta er með sérstaktri öryggissírenu og hentar vel til að ná til ferðamanna úr langri fjarlægð ef á þarf að halda.   Ísar Guðni Arnarson starfsmaður EJS færði framkvæmdastjóra FÍ gjöfina á skrifstofu FÍ á dögunum með þeim óskum að tækið myndi reynast vel í Þórsmörk,  í fjölbreyttu starfi skálavarða þar, sem daglega sinna margvíslegum öryggis- og björgunarstöfum.  Ferðafélag Íslands sendir EJS bestu þakkir fyrir gjöfina.

Námskeið fyrir fjallafólk

Fjallaskíðanámskeið með Jökli Bergmann - 26. mars bóklegt, 28. - 29. mars verklegt. Vaðnámskeið í Merkuránum með Gísla Ólafi - 6.-8. mars verkllegt, 4. mars bóklegt. Skyndihjálp 2. apríl Jöklaöryggisnámskeið með Jökli Bergmann 19. mars bóklegt, 22. mars verklegt. Sjá nánar undir ferðir.  

Æfing í Esju - 5. mars

Ferðafélag Íslands stendur fyrir kvöldgöngum á Esjuna ,,Æfing í Esju”  á fimmtudögum.  Lagt er af stað frá bílastæðinu við Mógilsá kl. 18.  Gert er ráð fyrir að ganga taki 2 – 3 klst. Mikilvægt er að hafa góðan búnað, þe góða gönguskó, hlífðarfatnað, húfu og vettlinga og nú á þessum árstíma að hafa með sér höfuðljós.  Fararstjóri í fyrstu ferðinni fimmtudaginn  5. mars verður Ólafur Örn Haraldsson forseti FÍ.  Þátttaka er ókeypis, allir velkomnir.

Esjan eftir vinnu - kvöldgöngur á Esjuna

Ferðafélagið stendur fyrir kvöldgöngum á Ejsuna - Esjan eftir vinnu á fimmtudögum. Lagt er af stað frá bílastæðinu við Mógilsá kl. 18.00 alla fimmtudaga. Fararstjóri frá FÍ leiðir för.  Takið með ykkur nesti og góðan búnað. Í kvöldgöngurnar er mikilvægt að taka með sér höfuðljós. Þátttaka er ókeypis, allir velkomnir.

Skiptimarkaður á heimasíðu FÍ

Nú hefur verið opnaður skiptimarkaður á heimasíðu FÍ á notuðum útivistarbúnaði.  Markmið skiptimarkaðar á vef Ferðafélags Íslands er að skapa vettvang viðskipta með notaðan útivistarbúnað. Þannig gefst fleirum kostur á að stunda útiveru og fjallamennsku án þess miklu þurfi að kosta til. 

GPS námskeið 26. febrúar

Ferðafélagið stendur fyrir gps námskeiði fyrir göngufólk 26. febrúar nk. Haraldur Örn Ólafsson fer yfir helstu atriði í noktun gps.  Skráning á skrifstofu FÍ.

Fjallakvöld 19. febrúar

Næsta Fjallakvöld FÍ er fimmtudaginn 19. febrúar.  Á Fjallakvöldum er tilvalið tækifæri til að hittast og spjalla um ferðir og búnað, bækur og skiptast á upplýsingum.  Sérfræðingar, bæði fararstjórar og búnaðarfíklar mæta og miðla af reynslu sinni.  Þátttaka á Fjallakvöld FÍ er ókeypis og er boðið upp á fjallakakó.

Laugavegurinn í máli og myndum - næsta myndakvöld

Næsta myndakvöld FÍ er miðvikudaginn 18. febrúar.  Þá verður fjallað um Laugaveginn, vinsælustu gönguleið landsins.  Farið verður yfir gönguleiðina, náttúru, jarðfræði og sögu, örnefni, útúrdúra, skála, aðstöðu og þjónustu og ekki síst verður sungið slegið upp dæmigerðri stemmingu á kvöldvökum í Laugavegsferðum.