Fréttir

Stofnfundur Ferðafélags Árborgar

Stofnfundur Ferðafélags Árborgar  verður haldinn fimmtudagskvöldið  12. mars n.k. í Karlakórsheimilinu að Eyravegi 67 á Selfossi, kl: 20:00.  Forseti FÍ og framkvæmdastjóri mæta og kynna starfsemi félagsins.   Allir velkomnir. Kaffiveitingar.

Esjan alla daga - fimmta gangan í dag

Í kvöld fimmtudag kl. 18.00 verður fimmta gangan á Esjuna, ,,Esjan alla daga 8. - 12. mars" og því tilfalið fyrir alla að skella sér á Esjunni eftir vinnu og klappa fyrir þeim sem eru búnir að ganga á Esjuna fimm daga í röð. Einnig verður gengið á Esjuna á morgun föstudag, en sett var upp aukaferð vegna fjölda fyrirspurna þannig að fleirri gætu náð fimm göngudögum í röð á Esjuna.  Þeir þátttakendur sem tekið hafa þátt í öllum fimm gönguferðunum fá í dag glæsileg verðlaun frá Ferðafélagi Íslands.  Sjá myndir

Ungmennastarf FÍ - Fjallaskóli FÍ og ,,allir út." Skúli Björnsson ráðinn verkefnisstjóri.

Skúli Björnsson hjá Sportís/Cintamani hefur verið ráðinn verkefnisstjóri hjá Ferðafélagi Íslands.  Skúli mun hafa umsjón með ungmennaverkefni FÍ sem fengið hefur vinnuheitið ,,allir út“. 

Fréttapóstur FÍ 11. mars.

Fréttapóstur frá FÍ 11. mars.  Fréttapóstur er sendur út á póstlista 1 - 2svar i viku.  Hægt er að skrá sig á póstlistann hér á heimasíðunni og fá þá reglulega fréttir af starfi FÍ, ferðum, félagslífi og fl.

Aðalfundur FÍ 18. mars

Aðalfundur Ferðafélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 18. mars kl. 20 í sal félagsins Mörkinni 6.  Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórnin.

GPS staðsetningartæki og rötun - námskeið

Almennt námskeið fyrir byrjendur og þá sem vilja upprifjun í notkun á staðsetningartækjum. Farið er yfir notkun á staðsetningartækjum og þátttakendur æfa sig í að finna punkta og setja inn í tækin og merkja út á korti. Þátttakendur hafa með sér eigin GPS tæki. Námskeiðið er tvö kvöld inni og svo ein útiæfing.

Fullbókað í fjölmargar ferðir sumarsins - örfá sæti laus í nokkrar.

Ljóst er að landsmenn verða á faraldsfæti innanlands í sumar.  Fullbókað er nú í fjölmargar sumarleyfisferðir FÍ.  Má þar nefna flestallar Hornstrandaferðir félagsins, sem og ferðir bæði um vesturland og norðurland.  Laugavegurinn og Fimmvörðuháls njóta vinsælda.  Þá er nú orðið fullbókað í ferðir FÍ á Hvannadalshnúk með Haraldi Erni Ólafssyni en um Hvítasunnuhelgiina fara 100 göngugarpar með FÍ á hæsta tind landsins.

Esjan alla daga - góð þátttaka - myndir

Góð þátttaka er í Esjunni alla daga, 5 daga Esjuátaki FÍ sem nú stendur yfir.  Tæplega 30 manns tóku þátt í gönguferðinni í gær á Esjuna í ágætisveðri.  Gengið verður á Esjuna alla daga vikunnar, og hljóta þeir sem taka þátt í öllum gönguferðunum glæsileg verðlaun frá FÍ. Sjá myndir úr gönguferð gærdagsins. 

Ferðafélagið gefur út tímarit - leit að nafni

Ferðafélag Íslands hefur ákveðið að hefja útgáfu tímarits sem dreift verður til allra félagsmanna þeim að kostnaðarlausu. Í tímaritinu sem ætlað er að komi út tvisvar sinnum á ári nánar tiltekið vor og haust verður fjallað um margvíslegt efni sem tengist Ferðafélagi Íslands, starfi þess og viðfangsefnum  sem og ýmsu öðru fróðlegu er tengist útiveru, fjallamennsku og ferðamennsku.

Esjan alla daga - 8. - 12. mars

Ferðafélagið stendur fyrir gönguferðum á Esjuna, ,,Esjan alla daga - 8. - 12.mars. "  Þá verður gengið á Esjuna 5 daga í röð. Lagt er af stað kl. 18.  Fararstjóri í ferðunum er Þórður Marelsson. Þátttaka er ókeypis fyrir félagsmenn FÍ en annars kostar kr. 1000 í hverja göngu.  Þeir sem taka þátt í öllum fimm göngunum fá glæsileg verðlaun frá Ferðafélaginu,  árbók FÍ að eigin vali að verðmæti kr. 5000 og dagsferð með FÍ í júní, júlí eða ágúst.