Ársfundur Norska ferðafélagsins verður haldinn 12. - 14 júní nk í Drammen í Noregi. Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ verður gestur á fundinum. Norska Ferðafélagið er á meðal stærstu félagasamtaka á Norðurlöndunum með um 220.000 félagsmenn og gríðarlega öflugt starf. ,, Við höfum mikinn áhuga á að efla samstarfið við DNT og um leið læra af þeirra góða starfi en Ferðafélag Íslands var byggt upp og starfar á sömu hugmyndafræði og Norska ferðafélagið, " segir Páll Guðmundsson. Fremtidens veivalg er yfirskrift ársfundarins og er þar fundað meðal annars um almannarétt, öryggismál, félagsstarf og náttúruvernd.