Fréttir

Skessuhorn AFLÝST

Ferð á Skessuhorn á morgun 7.júní hefur verið aflýst vegna færðar.

Esjuhappdrætti FÍ og SRPON

Ferðafélagið og Sparisjóður Reykjavíkur standa fyrir Esjuhappdrætti þriðja árið í röð.  Allir sem skrifa nafn sitt og netfang geta átt von á gönguskóm frá Cintamani.  Gestabækurnir eru í póstkassa FÍ bæði við Steininn og uppi á Þverfellshorni.  Síðast liðin sumur hafa um 10.000 þúsund göngugarpar skrifað nöfn sín í gestabækur FÍ.  Sparisjóður Reykjavíkur er aðalstyrktaraðili Ferðafélags Íslands.

Vorferð Hornstrandafara FÍ

Að þessu sinni verður gengið um slóðir fornra þjóðleiða norðan og vestan Grindavíkur. Gangan hefst við fjallið Þorbjörn að norðanverðu. Staldrað verður við Eldvörpin, sem er falleg gígaröð og einnig við þyrpingu fornra byrgja, sem sumir kalla „Tyrkjabyrgin“. Þessi ganga er nánast á jafnsléttu en yfir nokkuð úfið hraun að fara og því betra að hafa göngustafina með. Gönguvegalengdin er u.þ.b. 10 km.

Kóngsvegurinn á norrænum degi villtra blóma.

Ferðafélag Íslands í samstarfi við Fornbílaklúbb Íslands og Grasagarð Reykjavíkur býður upp á fornbílaferð 15. júní nk á degi villtra blóma.  Ekið verður sem leið liggur um Þingvelli og Laugarvatn og að Úthlíð eftir eða í námunda við Kóngsveginn.  Ólafur Örn Haraldsson og Eva G. Þorvaldsdóttir eru fararstjórar í ferðinni.

Skessuhorn á laugardaginn

Skessuhorn í Borgarfirði, skemmtileg ganga fyrir alla, harmonikkan með í för og sungið og sprellað á leiðinni.  Ingimar Einarsson frá Hvanneyri er fararstjóri í ferðinni ásamt Pétri Magnússyni.

Sumri fagnað í Þórsmörk - AFLÝST

Dagsferð inní Þórsmörk í samvinnu við Trex hefur verið aflýst en verður vonandi síðar og verður hún þá auglýst.

The Uppermost Parth of Earth

Fyrirlestur og myndasýning með Simon Yates í sal Ferðafélagsins í kvöld kl. 20.  Siomon mun á fyrirlestrinum leggja áherlsu á eldlandið, Tierra del Fuego, sem er syðsta landið í Suður Ameríku. Sl 25 ár hefur Simon stundað fjallaklifur og klifið mörg áður óklifinn fjöll í Andersfjöllnum og Himalaja. Aðgangseyrir að myndasýningunni er kr. 1.000

Sumri fagnað í Þórsmörk

Næstkomandi laugardag 31. maí efnir  Ferðafélag Íslands í samvinnu við Trex til dagsferðar í náttúruperluna Þórsmörk. Brottför er kl.08,00 að morgni frá Ferðafélagshúsinu Mörkinni 6 og ekið í Mörkina sem þegar er farin að skarta sumarskrúða

Terr fjarskipti með tilboð til félagsmanna FÍ

Terr fjarskipti sem leigja Tetra talstöðvar hafa gert félagsmönnum FÍ tilboð um leigu á Tetra talstöðvum. Terr býður félagsmönnum FÍ 20% afslátt á leigugjaldinu. Hægt er að fræðast um Tetra talstöðvarnar á heimasíðunni www.terr.is

Laus sæti í spennandi ferðir

Sæludagar í Svarfaðardal, ganga, hjól og kajak, Fljótafjöllin, Arnarvatnsheiði og Karlsdráttur eru spennandi sumarleyfisferðir hjá FÍ, þar sem enn eru nokkur sæti laus. Sjá nánar um ferðirnar.