Fréttir

Aðalfundur FÍ

Aðalfundur FÍ í kvöld kl. 20Aðalfundur Ferðafélagsins er haldinn í kvöld kl. 20 í FÍ salnum Mörkinni 6. Hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórnin.

Undirbúningur fyrir Hvannadalshnúk

Á síðustu árum hafa ferðir á Hvannadalshnúk verið í tísku á meðal landsmanna. Ferðafélagið hefur um langt árabil staðið fyrir gönguferðum á Hvannadalshnúk en frá árinu 2005 hefur félagið farið með mjög fjölmenna hópa á hnúkinn í fararstjórn Haraldar Arnar Ólafssonar og fleiri vaskra fararstjóra/stýra...

Skíðaferð - Dagsferð

Þingvallakirkja - Hvalvatn - Hvalfell - GlymurPálmasunnudagur 16. mars. Skíðaferð. Rúta. Brottför frá Mörkinni 6  kl. 9. Göngutími 8  klst.Verð: 4000/6000Innifalið: Rúta, farastjórn.

Páskaferð á Hornstrandir

Páskaferð á Hornstrandir20-24. marsHámarksfjöldi 18 - 4 laus plássVerð: 40.000 / 43.000 Innifalið: Flug, bátsferð, gisting og fararstjórn

Vaðnámskeiði FÍ frestað vegna aðstæðna

Vegna vatnavaxta, snjóa, ísa og skara á Þórsmerkurvötnum hefur vaðnámskeiði FÍ verið frestað til síðustu helgar mars mánaðar, þe 29. - 30. mars.

Aðalfundur FÍ 12. mars nk.

Aðalfundur Ferðafélags Íslands verður haldinn miðvikudaginn 12. mars kl. 20.00 í sal FÍ Mörkinni 6. Hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórnin.

95 þátttakendur skráðir á Hvannadalshnúk.

Nú hafa 95 þátttakendur skráð sig í ferð FÍ á Hvannadalshnjúk um Hvítasunnuna. Hámarksfjöldi í ferðina er 100 og því fimm sæti laus. Haraldur Örn Ólafsson er fararstjóri í ferðinni ásamt 14 fararstjórum FÍ.  Þátttakendur hafa þegar hafið undirbúning fyrir ferðina með gönguferðum og líkamsrækt af ýmsu tagi.  Árið 2005 fór FÍ með 140 þáttakendur á Hvannadalshnúk í einni ferð en hefur síðan sett hámarksfjölda 100 í ferðina.

List í Landmannalaugum

Síðast liðið haust var skálavarðahús FÍ í Landmannalaugum fjarlægt af svæðinu og flutt í Nýjadal. Skálavörðurinn tók þessar skemmtilegu myndir á drumbungslegum degi í október.

Páskaferð um Hornstrandir

Nú fer senn að líða að Páskum og fer hver að vera síðastur að skrá sig í ferðina P-1 Hornstrandir um Páska með Braga og Sigrúnu.Síðasti dagur skráningu og greiðslu er Mánudaginn 3.mars Verð: 40.000/43.000Innifalið: Flug, bátsferð, gisting og fararstjórn

Skíðaganga sunnudaginn 2.mars

Skíðaganga á sunndaginn 2.mars                                             Farið verður með rútu frá Mörkinni 6 kl 10:30Keyrt að Mosfellsheiði og gengið yfir og komið niður hjá Litlu Kaffistofunni þar sem rútan sækir fólkið og keyrt aftur í Mörkina 6