Fréttir

Vaðnámskeið í Merkuránum 8. - 9. mars

Ferðafélagið stendur fyrir vaðnámskeiði í Merkuránun fyrstu helgina í mars. Á námskeiðinu verður kennt að taka vað í ám og hvernig á að bera sig í straumvatni.  Myndir af vaðnáskeiði FÍ í Merkuránum Sjá myndir af fyrri vaðnámskeiði FÍ

Vetraropnun í Landmannalaugum

Skálavörður FÍ eru nú kominn til starfa í Landmannalaugum og verður með fasta viðveru í Laugum út apríl. Fyrir skömmu var farin vinnuferð í Landamannalaugar þar sem skálinn var standsettur fyrir vetraropnun.  Öll aðstaða er nú opin í Laugum, þe skálinn, gistiaðstaða og eldhús, sem og salernisaðstaðan þe, vatnssalerni og sturtur og er nú bæði heitt og kalt rennandi vatn á svæðinu. Sem fyrr þarf að bóka og greiða fyrir gistingu á skrifstofu FÍ.

Tveggja kvölda snjóflóðanámskeið og fleiri námskeið

Ferðafélag Íslands stendur fyrir fræðslu um snjóflóð 11. – 12. febrúar nk. Námskeiðið hefst kl. 20.00 á mánudagskvöldi og stendur til 22.30.  Námskeiðið er haldið í sal Ferðafélagsins Mörkinni 6. Á fyrra kvöldinu verður bóklegur fyrirlestur þar sem farið verður meðal annars í eðli snjóflóða, ferðahegðun, búnað, leiðarval og bjögun úr snjóflóðum. Á seinna kvöldinu verður farið í verklegar æfingar í Bláfjöllum. Þátttakendur hittast í Bláfjöllum kl. 19.00 og komið til baka um kl. 22.00.   

Göngugleðin - ferðasaga

Við höfuðstöðvar FÍ hittust 8 gönguskíðagarpar í fjögurra stiga frosti en blíðu veðri.  Haldið var á Heiðmörk og staðnæmst við Elliðavatnsbæ.  Einn bíll var fyrir á stæðinu kl. 11:02 er við héldum af stað í leit að lofaðri troðinni göngubraut sem ekki fannst.

Fræðslukvöld um skíðagöngu

Fræðslukvöld um skíðagöngu Skíðagöngufélagið Ullur og Ferðafélag Íslands standa fyrir fræðslukvöldi um skíðagöngu miðvikudaginn 6. febrúar í sal FÍ Mörkinni 6 kl. 20.00.

Ferðasaga úr Hvanngili

Hólmfríður Kría Halldórsdóttir 9 ára dóttir skálavarða FÍ í Hvanngili skrifaði þessa sögu og sendi Ferðafélaginu.

Ferðaáætlun FÍ 2008

Ferðaáætlun FÍ 2008 er nú komin út.  Í ferðaáætluninni er að finna á annað hundrað gönguferðir um náttúru Íslands.  Ferðum í áætluninni er skipt í dagsferðir, helgarferðir, sumarleyfisferðir

Ferðaáætlun og fréttabréf í dreifingu

Ferðaáætlun FÍ og Fréttabréf er nú farið í dreifingu til félagsmanna.  Í fréttabréfinu er að finna fréttir úr starfi FÍ og í ferðaáætluninni er mikið úrval af ferðum.

Ferðaætlun FÍ 2008

Ferðaáætlun FÍ 2008 er nú komin út.  Í ferðaáætluninni er að finna á annað hundrað gönguferðir um náttúru Íslands.  Ferðum í áætluninni er skipt í dagsferðir, helgarferðir, sumarleyfisferðir og svo er einnig að finna....

Ferðadraumar

Flest okkar muna æskudrauma um ferðir til fjarlægra staða og hvernig fjöll og fegurð landsins náðu einhverjum undarlegum og sterkum tökum á okkur. Ekki þurfti nema að ganga upp í svolitla brekku þar sem útsýnis naut og þá þreyttumst við aldrei á að horfa yfir fallegt land og finna hvernig víðáttan togaði í okkur. Og einhvern veginn læddist að okkur sú tilfinning að fjarskinn og frelsið gætu átt samleið.