Fréttir

Ferðafélag Íslands 80 ára

Ferðafélag Íslands verður 80 ára 27. nóvember nk. Félagið var stofnað þann dag árið 1927 í Eimskipafélagshúsinu. Í tilefni afmælisins verður boðið til afmælisveislu í sal félagsins á afmælisdeginum. Allir félagsmenn, vinir og velunnarar eru velkomnir í kaffi og vöfflur. Í tilefni afmælisins verða hér á heimasíðunni birtar myndir úr sögu félagsins. Sjá myndir

Góð þátttaka á Skjaldbreið

Allt stefnir í góða þátttöku í ferð FÍ á Skjaldbreið nk laugardag í tiefni af 200 ára afmæli Jónasar Hallgrímssonar.  Þegar hafa um 30 þátttakendur skráð sig í ferðina.  Veðurspá er mjög góð og því kjörið að vera með í skemmtilegri ferð. Skráning er á skrifsofu FÍ.

Nýjar myndir á myndabankanum

Nú er að finna nýjar myndir úr ferðum FÍ yfir Fimmvörðuháls og frá Laugaveginum.  Þessar myndir voru teknar í ferðum í sumar á þessum vinsælustu gönguleiðum landsins.

Á mörkum - Valgarður Egilsson

Valgarður Egilsson hefur lesið inn á geisladisk ljóðabók sína  Á mörkum, og er diskurinn  nýkominn út  og ber sama heiti, Á mörkum. Eru á diskinum öll ljóð bókarinnar, þrjátíu og eitt að tölu.Ljóðabókin  Á mörkum kom út síðastliðið vor hjá JPV Forlagi og hefur fengið góðar viðtökur. Þetta er þriðja ljóðabók Valgarðs. Árið 1988 kom út ljóðabókin Dúnhárs kvæði. En 1984 voru gefnar út Ferjuþulur, Rím við bláa strönd, en það voru tuttugu þulur og sögðu frá siglingu Akraborgarinnar. Ferjuþulurnar setti Alþýðuleikhúsið á svið á sínum tíma.

FÍ fréttir

Fréttapóstur frá Ferðafélagi Íslands 7. nóvember. Hægt er að skrá sig á póstlista félagsins hér á heimasíðunni og fá relgulegar fréttir af ferðum og félagsstarfi félagsins.

Látrabjarg Rauðisandur myndir

Í myndabanka FÍ hér á heimasíðunni er nú að finna myndir úr ferð FÍ Látrabjarg og Rauðasand með Gísla Má Gíslasyni fararstjóra sem á myndinni sést messa yfir þátttakendum . Sjá myndir úr ferðinni

Myndir úr sögu FÍ

Í tilefni af 80 ára afmæli FÍ eru birtar myndir úr sögu félagsins fram að afmælisdeginum 27. nóvember nk.  Sjá myndir hér á myndabanka FÍ á heimasíðunni.

Haust- og vetrarferðir

Ferðafélagið mun í haust og vetur bjóða upp á helgarferðir í skála með gönguferðum í næsta umhverfi skálanna. Fyrir áramót er boðið uppá ferð í Hlöðvelli og í Þórsmörk. Farið er á breyttum fjallajeppum, spennandi fjallgöngur, sameiginlegur kvöldverður og kvöldvökur. Ef aðstæður leyfa verða gönguskíðin tekin með og þrammað á skíðum. Sjá nánar undir ferðir.  Eftir áramót er boðið upp á ferðir í Landmannalaugar, Hvítárnes og Þverbrekknamúla.

Skjaldbreiður í tilefni af 200 ára afmæli Jónasar

Í tilefni af 200 ára afmæli Jónasar Hallgrímssonar býður FÍ upp á gönguferð á Skjaldbreið laugardaginn 17. nóvember. Lagt verður af stað frá Mörkinni 6 kl. 8.30 með rútu. Fræðimaður um líf og ljóð Jónasar verður með í för.Pétur Þorleifsson verður með í för og segir frá öllum örnefnum sem sjást en þetta verður 27. ganga Péturs á Skjaldbreið. Verð kr. 2000/3000Takið með ykkur nesti og góðan útbúnað. Fararstjórar Páll Ásgeir  Ásgeirsson og Páll Guðmundsson

Lokahóf FÍ

Lokahóf FÍ var haldið í sal félagsins í Mörkinni. Fararstjórar, skálaverðir, sjálfboðaliðar, heiðursfélagar, stjórnarmenn, nefndarmenn, starfsmenn og fleiri, alls um 140 manns, áttu saman góða kvöldstund. Veislan veitingaþjónusta sem sér um rekstur FÍ salarins sá um veitingarnar. Sjá myndir