Fréttir

FÍ 80 ára - myndir úr sögunni

Í tilefni 80 ára afmælis Ferðafélgs Íslands er að finna myndir úr sögu félagsins á myndabanka á heimasíðunni.  Myndirnar eru undir heitinu FÍ 80 ára.  Einnig eru mjög athyglisverðar myndir úr Þórsmörk sem sýna jeppa og rútur í hrakningum í Krossá og skálaverði FÍ að björgunarstörfum á traktornum.

Jólagjöfin í ár - gjafabréf frá FÍ

Á skrifstofu Ferðafélags Íslands eru fáanleg gjafabréf sem er tilvalin jólagjöf til göngumanna og útivistarfólks.  Gjafabréfin geta verið ferð í sumarleyfisferð FÍ, helgarferð eða dagsferð, og eða aðild að félaginu.  

Fréttapóstur FÍ 20. nóvember

FÍ fréttir 20. nóvember. Hægt er að skrá sig á póstlista FÍ hér á heimasíðunni og fá reglulegar fréttir af ferðum og félagsstarfi félagsins.

Ferðafélag Íslands 80 ára

Ferðafélag Íslands verður 80 ára 27. nóvember nk. Félagið var stofnað þann dag árið 1927 í Eimskipafélagshúsinu. Í tilefni afmælisins verður boðið til afmælisveislu í sal félagsins  Mörkinni 6 á afmælisdeginum frá kl. 18.00 - 20.00. Allir félagsmenn, vinir og velunnarar eru velkomnir í kaffi og vöfflur. Í tilefni afmælisins verða hér á heimasíðunni birtar myndir úr sögu félagsins. Sjá myndir

Félagsvist FÍ 20. nóvember

Félagsvist Ferðafélags Íslands Kæru spilafélagar. Næsta félagsvist verður þriðjudaginn 20.nóvember.  Vistin hefst  kl: 19:30.  Spilað verður í Mörkinni 6 – í risinu. 

Helgarferðir í Þórsmörk og á Hlöðuvelli

Göngugarpar á Skjaldbreið 17. nóvember. Framundan eru helgarferðir á Hlöðuvellir og aðventuferð í Þórsmörk. 80 ára afmæli FÍ er 27. nóvember og er félagsmönnum boðið í afmæliskaffi, pönnukökur og flatkökur.

Fjallið Skjaldbreiður

Um sextíu göngugarpar tóku þátt í afmælisferð FÍ á Skjaldbreið.  Veður var ágætt að morgni þegar lagt var af stað en versnaði eftir gangan var hafin og var orðið heldur slæmt þegar upp á Skjaldbreið var komið.  Sjá myndir úr ferðinni.

FÍ fréttir 17. nóvember

Fréttapóstur frá FÍ 17. nóvember. Hægt er að skrá sig á póstlista félagsins á heimasíðunni og fá þá relgulegar fréttir af ferðum, félagslífi og starfi félagsins.

Ferðafélag Íslands 80 ára

Ferðafélag Íslands verður 80 ára 27. nóvember nk. Félagið var stofnað þann dag árið 1927 í Eimskipafélagshúsinu. Í tilefni afmælisins verður boðið til afmælisveislu í sal félagsins á afmælisdeginum. Allir félagsmenn, vinir og velunnarar eru velkomnir í kaffi og vöfflur. Í tilefni afmælisins verða hér á heimasíðunni birtar myndir úr sögu félagsins. Sjá myndir

Góð þátttaka á Skjaldbreið

Allt stefnir í góða þátttöku í ferð FÍ á Skjaldbreið nk laugardag í tiefni af 200 ára afmæli Jónasar Hallgrímssonar.  Þegar hafa um 30 þátttakendur skráð sig í ferðina.  Veðurspá er mjög góð og því kjörið að vera með í skemmtilegri ferð. Skráning er á skrifsofu FÍ.