Þann 12. ágúst mun Ferðafélagið fara í árlega ferð í Þjórsárver. Þetta er ferð sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Enn eru sæti laus í ferðina.
Þjórsárver 11. og 12. ágúst. Tilgangur ferðar og fræðslufundar er að kynna fólki Þjórsárver án þess að leggja upp í margra daga erfiða ferð yfir jökulvötn.Laugardaginn 11. ágúst, fræðslufundur í Risinu í Mörkinni 6 frá kl. 13:00.Boðið verður upp á fræðslufund þar sem fararstjórar munu fjalla um náttúrufar, lífríki og menningu í Þjórsárverum í máli og myndum.Sunnudaginn 12. ágúst, brottför frá Reykjavík kl 8:00, brottför frá Árnesi 9:30.Gengið verður um austur hluta Þjórsárvera undir leiðsögn sérfræðinga og leiðsögumanna. Tóftir af kofa Eyvindar og Höllu verða skoðaðar og farið inn í Þúfuver þar sem finna má sífrera rústir og fjölskrúðugt gróðurfar.