Fréttir

Mikil stemning á menningarkvöldi

Það var mikil stemning á menningarkvöldinu "Við klukknahljóm syndugra hjarta" sem haldið var s.l. laugardagskvöld í Saurbæjarkirkju á Rauðasandi. 150 manns voru saman komin í kirkjunni á þessu fallega sumar kvöldi.

Þjórsárver- náttúruperla á heimsvísu

Þann 12. ágúst mun Ferðafélagið fara í árlega ferð í Þjórsárver. Þetta er ferð sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.  Enn eru sæti laus í ferðina. Þjórsárver – 11. og 12. ágúst. Tilgangur ferðar og fræðslufundar er að kynna fólki Þjórsárver án þess að leggja upp í margra daga erfiða ferð yfir jökulvötn.Laugardaginn 11. ágúst, fræðslufundur í Risinu í  Mörkinni 6 frá kl. 13:00.Boðið verður upp á fræðslufund þar sem fararstjórar munu fjalla um náttúrufar, lífríki og menningu í Þjórsárverum í máli og myndum.Sunnudaginn 12. ágúst, brottför frá Reykjavík kl 8:00, brottför frá Árnesi 9:30.Gengið verður um austur hluta Þjórsárvera undir leiðsögn sérfræðinga og leiðsögumanna. Tóftir af kofa Eyvindar og Höllu verða skoðaðar og farið inn í Þúfuver þar sem finna má sífrera rústir og fjölskrúðugt gróðurfar.  

Menningarkvöld á Saurbæ

Ferðafélag Íslands, Bókaútgáfan Bjartur og Gunnarsstofnum hafa komið á samstarfi sín á milli í tilefni af ferð Ferðafélagsins á Rauðasand og endurútgáfu Bjarts á Svartfugli. Laugardaginn 28. júlí verður menningarkvöld í Saurbæ á Rauðasandi. Sjá nánar fréttasíðu.

Fimmvörðuháls um helgina

Nokkur sæti laus í ferð á Fimmvörðuháls um helgina. Ferðin er spennandi, landslagið fjölbreytt og félagsskapurinn góður. 

Menningarkvöld á Rauðasandi

Ferðafélag Íslands, Bókaútgáfan Bjartur og Gunnarsstofnum hafa komið á samstarfi sín á milli í tilefni af ferð Ferðafélagsins á Rauðasand og endurútgáfu Bjarts á Svartfugli. Laugardaginn 28. júlí verður menningarkvöld í Saurbæ á Rauðasandi.

Langjökull - Þórisdalur - Hveravellir - myndasería

Sex daga sumarleyfisferð FÍ meðfram jökulrönd Langjökluls frá Jaka í Geitlandi að Hveravöllum er nú lokið og fengu ferðalangar einmuna veðurblíðu alla daga. Fararstjóri í ferðinni var Auður Elva Kjartansdóttir. Sjá myndir úr ferðinni á myndasíðu FÍ, sjá hér

Ný glæsileg skilti vígð á Laugaveginum

FÍ og Visa Ísland vígðu í gær ný glæsileg skilti á Laugaveginum. Sjá myndir frá athöfninni á myndasíðu FÍ.

Ný skilti á Laugaveginum

Föstudaginn 13. júlí vígir Ferðafélag Íslands ný og afar vegleg skilti sem sett hafa verið upp við skála félagsins á Laugaveginum með fulltingi Menningarsjóðs VISA Íslands. Athöfnin fer fram við skálann í Landmannalaugum og hefst kl. 14.00. Um er að ræða nýjung í merkingu gönguleiða á Íslandi og nýjung í skiltagerð hér á landi

Ný skilti á Laugaveginum með stuðningi Menningarsjóðs VISA Íslands

Föstudaginn 13. júlí vígir Ferðafélag Íslands ný og afar vegleg skilti sem sett hafa verið upp við skála félagsins á Laugaveginum með fulltingi Menningarsjóðs VISA Íslands. Athöfnin fer fram við skálann í Landmannalaugum og hefst kl. 14.00. Um er að ræða nýjung í merkingu gönguleiða á Íslandi og nýjung í skiltagerð hér á landi. 

Skrifstofan lokuð

Á föstudaginn næst komandi mun skrifstofa okkar í Mörkinni 6 vera lokuð. Við bendum á síma: 893-1191 í Þórsmörk og 854-1192 í Landmannalaugar fyrir skálabókanir.