Fréttir

Fossarnir í Djúpárdal - myndasería

Myndir úr ferð FÍ Fossarnir í Djúpárdal með Páli Ásgeiri Ásgeirssyni

Á vit fossana í Djúpárdal

Um síðast liðna helgi héldu 40 manns á vegum Ferðafélagsins á vit fossana í Djúpárdal með fararstjórunum Páli Ásgeiri Ásgeirssyni og Rósu Jónsdóttur.  Þessar slóðir eru fáfarnar af ferðamönnum en það eru helst heimamenn sem þarna ferðast um í leit að fé á haustin. Myndir úr ferð FÍ Fossarnir í Djúpárdal með Páli Ásgeiri Ásgeirssyni

Sæludagar

Örfá sæti eru laus í ferðina: Sæludagar í Svarfaðardal með Kristjáni Hjartarsyni í samvinnu við Kristján Eldjárn Hjartarson frá Tjörn. Svarfaðardalur er paradís umlukin tignarlegum fjöllum Tröllaskagans.

Gönguleiðir upp úr botni Hvalfjarðar

Við höfum nú fengið í hús nýtt gönguleiða rit: Gönguleiðir upp úr botni Hvalfjarðar eftir Leif Þorsteinsson. Allar leiðirnar í ritinu eiga það sameiginlegt að byrja í botni Hvalfjarðar þ.e. annað hvort í Brynjudal eða Botnsdal.

Grænlandsferð FÍ og Trex

Trex-Hópferðamiðstöðin í samvinnu við Ferðafélag Íslands efnir til spennandi gönguferðar á slóðum norrænnar byggðar á Grænlandi 20. - 27. júlí næstkomandi undir leiðsögn Jóns Viðar Sigurðssonar.  

Góð stemning í kvennaferð

Fjórtán konur lögðu upp í Laugavegsgöngu síðastliðinn fimmtudag og komu til byggða í gær. Að sögn Helgu Garðarsdóttur fararstjóra var frábær stemning í ferðinni og gengu þær mest alla leiðina í rjómablíðu.  

Sigling niður Brúará - myndir

Myndir úr ferð FÍ 1. júlí - siglingu niður Brúará.  Herra Sigurður Sigurðarson biskup í Skálholti ávapaði hópinn í upphafi ferðar með góðum orðum Böðvar Pálsson í Búrfelli sagð fræddi hópinn um Grímsnesið. Ekki tókst að ljúka að sigla alla leiðina þar sem rennsli var afar lítið og rólegt og hópurinn lenti í mótvindi og mótstraumi eftir að komið var úr landi Skálholts.  Var þá haldið í Sólheima og loks í grillveislu og fékk hópurinn góðar móttökur á báðum stöðum. Sjá myndir úr ferðinni

Bíladeildin á ferð í Þakgil um næstu helgi

Úrleiðaferð bíladeildar FÍ í  Þakgil - Grænafjall um næstu helgi; 7. júlí - laugardagur >> Frá Hvolsvelli kl. 09:30 (úr Reykjavík kl. 08) Ekið austur í Þakgil þangað sem ferðamannaaðstaðan er austan við Miðfell. Svæðið skoðað. Athugað með leiðina upp að Jökulshöfði sem liggur vestan við Miðfellið. Vatnaleiðin farin eins og aðstæður leyfa. Síðdegis ekið vestur með Eyjafjöllum - með viðkomu eftir því sem tími vinnst til. Gist í Þórsmörk.

Fréttapóstur FÍ - laust í spennandi ferðir.

Fréttapóstur frá FÍ 28. júní. Laust í spennandi ferðir; Sigling niður Brúará, Fimmvörðuháls um helgina, Arnarvatnsheiði, Tindfjöll og Hungurfit. Sjá einnig um sumarferð bíladeildar.

Skáli FÍ í Nýjadal opnaði í gær

Skáli FÍ í Nýjadal opnaði í gær. Vinnuferð var í skálann í gær og húsið standsett og skálaverðir eru mættir til starfa.  Þá hefur einnig skáli FÍ i Norðurfirði verður opnaður og skálavörður mættur til starfa.