Skálaverðir mættir í Landmannalaugar og Langadal í Þórsmörk
08.06.2007
Skálaverðir eru nú mættir til starfa í skála FÍ í Landmannalaugum og Þórsmörk. Skálaverðir í skála FÍ á Laugaveginum þe Hrafntinnusker, Álftavatn, Emstrur, sem og í Nýjadal mæta til starfa þegar vegir opna. Að sögn Páls Guðmundssonar framkvæmdastjóra FÍ er töluvert um að illa búnir ferðamenn ætli að leggja í göngu um Laugaveginn nú í upphafi sumars en Laugavegurinn er bæði blautur og þungur um þessar mundir og snjór á Torfajökulssvæðinu. Þá sé enn allra veðra von og ekki skynsamlegt fyrir ferðamenn að vera einir á ferðinni á þessu svæði, ekki síst þegar skálar FÍ eru lokaðir.