Hin árlega BANFF kvikmyndasýning verður haldin í Háskólabíói 15. og 16. maí næstkomandi. Um er að ræða stuttmyndir af afrekum og ævintýrum einstaklinga sem stunda fjallamennsku, snjóbretti, fjallahjólamennsku, klifur, kajak, base jumping og fleira. Myndirnar eru eins fjölbreyttar og þær geta verið en allar eiga það sameiginlegt að fjalla um samspil einstaklingsins við náttúruna þar sem adrenalín og góð skemmtun eru sjaldan fjarri.