Fréttir

Morgungöngur FÍ - Keilir á morgun

Gengið verður á Keili á morgun fimmtudag í morgungöngum FÍ. Lagt verður af stað frá Mörkinni 6 kl. 6.  Í morgun gengu 28 þátttakendur að Helgufossi í Mosfellsdal.  Á föstudaginn verður siglt í Viðey og gengið þar á hæsta hól.  Þátttaka er ókeypis, allir velkomnir.

Vífilsfell í einmuna blíðu - Grímannsfell á morgun

Gengið var á Vífilsfell í morgun á öðrum degi morgungangna FÍ. Lagt var af stað frá Mörkinni kl. 6, komið á toppinn 7.33 og niður að bílum aftur um hálfníu. Þátttakendur voru 47 og nutu einmuna veðurblíðu og útsýnis.  Á toppnum var að venju úthlutað gjöfum og vakti athygli að engin kannaðist við það hafa hátt afmæli í háa herrans tíð. Yngsti þátttakandi var 24 ára og sá elsti 73.  Á morgun verður gengið á Grímannsfell sem stendur ofan við Gljúfrastein í Mosfellsdal.  Sjá myndir frá því í morgun.  

Morgunganga Fí á Helgafell

Fyrsta morgunganga FÍ af fimm þessa vikuna var í morgun þegar gengið var á Helgafell. Mættir voru 30 árrisulir og glaðbeiitir göngumenn. Lagt var af stað frá Mörkinni kl. 6 og ekið að Kaldárseli. Þar sem hann var heldur napur að þessu sinni þrátt fyrir bjart og fallegt veður, var gengið all rösklega til að fá hita í kroppinn. Sjá myndir

Myndir af Eyjafjallajökli 6. maí

Ferðafélagið stóð fyrir gönguferð á Eyjafjallajökul 6. maí. Rúmlega 20 göngumenn tóku þátt í ferðinni. Gengin var Skerjaleið, lagt upp hjá Grýtu og gengið austur eftir jökli að Goðasteini og rennt sér niður á Hamragarðaheiði. Veðrið var frábært og útsýnið einstakt.  Sjá myndir úr ferðinni.

Morgungöngur FÍ - á fjöll við fyrsta hanagal, 7. - 11. maí

Morgungöngur Ferðafélagsins hefjast mánudaginn 7. maí. Gengið verður á fjöll í nágrenni Reykjavíkur alla daga vikunnar og lagt af stað kl. 06 frá Mörkinni.  Mánudaginn 7. maí verður gengið á Helgafell, bæjarfjall Hafnfirðinga, Þriðjudaginn á Vífílsfell, miðvikudaginn á Grímannsfell, fimmtudaginn á Keili og á föstudag verður farið í Viðey og gengið þar á hæsta hól.  Þátttaka er ókeypis í morgungöngurnar allir velkomnir.

Eyfjallajökull - frestað fram á sunnudag vegna veðurspár

Ferð FÍ á Eyjafjallajökul sem fara átti á morgun laugardag 5. maí hefur verið flutt til sunnudags vegna veðurspár. Lagt verður af stað á sunnudaginn kl. 8 frá Mörkinni 6 og dagskráin öll hin sama.

Eyjafjallajökull 6. maí - upplýsingar

Sunnudaginn 6.maí mun hópur Eyjafjallajökulsfara hittast í Mörkinni og brottför þaðan er kl. 08.00. Farið verður á einkabílum að Eyjafjallajökli með viðkomu á Hvolsvelli þar sem trússbíll tekur skíðabúnað og vistir göngumanna.  Gönguleiðin er svokölluð Skerjaleið og er aðkoman að gönguleiðinni af Þórsmerkurleið, neðan við áberandi strýtu er nefnist Grýtutindur. Fyrri hluti leiðar er upp brattar skriður og móbergsrima og seinni hlutinn liggur um allbrattan jökulinn

Myndasyrpa af Tindfjallajökli

FÍ stóð fyrir gönguferð á Ými og Ýmu í Tindfjöllum 1. maí. Þátttakendur voru um 20 í ferðinni sem gekk ágætlega í alla staði þrátt fyrir þungt færi. Snjóflóðahætta við Ými hindraði för á tindinn. Sjá myndir úr ferðinni.

Esjan í dag kl. 18.00

Gengið er á Esjuna á miðvikudögum kl. 18. Mæting 17.55 við bílastæðið við Mógilsá. Þátttaka ókeypis, allir velkomnir. Takið með ykkur góðan búnað, hlífðarföt, stafi, góða gönguskó og jafnvel bakpoka og nesti. Fararstjóri er Smári Jósafatsson.

Draumalandið - last call tilboð til félagsmanna FÍ

Hafnarfjarðarleikhúsið vill bjóða Félagsmönnum Ferðafélags Íslands Last Call tilboð fyrir sýninguna laugardaginn 28 apríl, kl 20:00, tveir miðar á verði eins. Um er að ræða skemmtilegt verk eftir sögu Andra Snæs Magnasonar, bókina um Draumlandið sem slegið hefur í gegn. Hægt er að panta miða í síma 555-2222 eða á midi.is.